Vikan - 14.11.1940, Blaðsíða 14
14
VIKAN, nr. 46, 1940
kostaði mig heila andvökunótt að gera það
upp við sjálfa mig, hvort ég ætti að gera
það eða ekki. Og því lengur sem ég hugs-
aði um það, því betur sá ég að það myndi
vera réttara. Sjáðu nú til, ég hugsaði sem
svo: Þau eru betri manneskjur en ég, telp-
unni líður sennilega eins vel og máske bet-
ur hjá þeim en mér, hún hefir meira ör-
yggi. Hún myndi sakna mín fyrst í stað
en það hlyti að fyrnast yfir það. Hún var
strax orðin hænd að þeim, þó að hún vildi
reyndar helzt vera hjá mér. Þar að auki
var það vel gert gagnvart foreldrum mín-
um. Þau myndu hafa óendanlega mikla
ánægju af elsku litlu telpunni minni. Það
var bara ég sjálf, ég gat varla hugsað til
þess að skilja við dóttur mína. Samt ákvað
ég að skilja hana eftir. Og nú segi ég þér:
Ég gerði það einungis vegna foreldra
minna og vegna dóttur minnar, ekki mín
vegna, ekki til þess að eiga kost á að lifa
frjálsara lífi hér í Reykjavík. Ég hefði
miklu fremur sjálf kosið að hafa hana hjá
mér. Það var sárt að sjá af henni fyrir
fullt og allt, því fyrst ég á annað borð
skyldi hana eftir verður hún þar alla
bernsku sína. Trúir þú mér?
Karl hafði fyrirframhugsað svar á
reiðum höndum:
— Ég get ekki hugsað mér, að hægt sé
að flytja ósannindi með eins dásamlegum
vörum og vörunum þínum.
Danslögin hljómuðu frá grammófónin-
um og tvö pör dönsuðu á gólfinu. f einu
horninu sat lögfræðinemi og söng drafandi
röddu með dömuna sína á hnjánum. En
læknirinn var enn þá að tala og baðaði út
höndunum til áréttingar orðum sínum.
Æ, hvers vegna geturðu ekki svarað mér
í alvöru, eins og ég bað þig um? sagði Sig-
ríður og stundi við. Þú skilur mig ekki.
Ég veit ekki hvers vegna, en síðasti dag-
urinn hjá dóttur minni stendur mér einmitt
svo ljóslifandi fyrir hugskotsjónum núna.
Aumingja telpan mín elti mig hvert sem
ég fór allan daginn, þegar ég var búin að
segja henni, að ég ætlaði að fara en hún
ætti að verða eftir hjá afa og ömmu. Hún
ríghélt sér í kjólinn minn og sagðist ætla
að fara með mér. Veslings litli anginn, og
svo skrifaði mamma mér, að hún vildi ekki
trúa því, að ég væri farin og væri stundum
að leita að mér um allt túnið.
Karl ræskti sig. Honum fannst hann
vera búinn að heyra meira en nóg um þenn-
an telpuanga.
— Mætti ég ekki sækja glösin okkar.
Hann reyndi að vera kátur og segja
brandara. Og Elías læknir kom vaggandi
til þeirra og helti í glösin þeirra aftur. Þau
dönsuðu og Karl söng. Eftir því sem vínið
sveif meira á hann því starsýnna varð
honum á andlit hennar. Þau settust aftur
á legubekkinn.
— Þú hefir guðdómlegar varir, Sig-
ríður.
— Þvættingur, svaraði hún og hló.
En nú var tækifærið. Hitt fólkið var allt
önnum kafið við að skoða gullfiska lækn-
isins úti í einu horninu (hann hafði fengið
þá í Þýzkalandi eins og fleira gott).
Karl lagði hægri handlegginn um mitti
hennar en með vinstri hendinni lyfti hann
undir litla og snotra hökuna. Honum fatað-
ist venjulega ekki þessi tök fremur en æfð-
um fagmanni í iðngrein sinni. Svo laut
hann ofan að henni til þess að kyssa hana.
En á sama augna-bliki varð honum litið á
gólfið við hlið hennar. Þar stóð lítil telpa,
á að gizka þriggja til f jögra ára, og hélt
á hnefafylli af kjólnum hennar í litlu hönd-
unum sínum. En það skrítna var, að hún
var rennandi vot frá hvirfli til ilja. Vatnið
lak úr fötunum hennar.
Hann starði á sýnina nokkur augna-
blik, þangað til hún hvarf eins og reykur.
Þá hneig hann aftur á bak í legubekkinn
náfölur í andliti.
Sigríður roðnaði. Af hverju lét maður-
inn svona? Var hann orðinn svona drukk-
inn ? Hún stóð á fætur og gekk yfir til hins
fólksins til þess að skoða gullfiskana.
Karl strauk svitann af enni sínu með
handarbakinu. Var hann virkilega svo
drukkinn að hann sæi ofsjónir? Eða var
þetta yfirnáttúruleg sýn, sem honum
hafði birzt? Skyldi dóttir hennar vera
dáin? Hvort sem var skyldi hann ekki
segja nokkrum frá þessu, allra sízt Sigríði.
En nú langaði hann ekki til þess að
kyssa hana lengur. Hann var meira að
segja hálfhræddur við að koma nálægt
henni.
# •
Þetta sama kvöld stóðu gömul hjón inni
í litla bænum sínum í afskekktum og frið-
sælum f jalladal yfir líki dótturdóttur sinn-
ar. Hún hafði drukknað í bæjarlæknum.
Er hægt að hugsa sér meiri hryggðarsjón
en tvær gamlar manneskjur yfir líki barns-
ins, sem þær elskuðu meira en nokkuð
annað í lífinu, eina sólargeislanum í til-
veru þeirra? Hún kom eins og bjartur sól-
argeisli inn í hálfrökkur hins tilgangslausa
lífs þeirra og fyllti það yl og birtu, veitti
því tilgang. En nú hafði þessum sólargeisla
verið kippt burtu og eftir varð bikávart
myrkur.
— Drottinn minn almáttugur, hví legg-
ur þú þessa byrði á herðar okkar? sagði
hún, og tárin streymdu niður skorpnar og
innfallnar kinnar hennar og hröpuðu ofan
á lík barnsins.
Bóndi hennar draup höfði. Þetta var í
fyrsta sinn frá því hann var barn, að hann
hafði grátið. En hann sagði ekki neitt.
Hryggð mannsins nær hámarki sínu, þeg-
ar hann getur ekki talað.
Hún hefir verið að leita að mömmu sinni.
Skyldi hún vera búin að finna hana?
Einhvers staðar í fjarska vall spói og
lamb jarmaði uppi í hlíðinni. Svo fylltist
umhverfið ömurlegri þögn.
Erla og
unnustinn.
Innheimtumaðurinn: Ég er búinn að fara svo margar ferðir hing-
að með þennan rafmagnsreikning, að ef þér ekki borgið núna, verð-
ur strax lokað fyrir strauminn.
Oddur: Ég skal borga á morgun, ef þér viljið koma þá.
Innheimtumaðurinn: Ég skal koma á morg-
un, en þér verðið Ijóslausir þangað til þér
eruð búnir að borga.
Oddur: En hvað menn geta verið misk- Erla: Elsku Oddur minn! Ég hringdi bara til þess að segja Oddur: Ha? Hvað ertu að gera? Siturðu
unnarlausir! þér frá því, að ég sit hérna í myrkrinu og er að horfa á ímyrkrinu? Og það er alveg eins með mig,
tunglið. Það er svo fallegt núna. elskan mín!