Vikan


Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 6, 1941 þannig frásögninni í lífrænt samband við þekkingu sína á því, sem um er fjallað, ef hún er einhver. Tökum t. d. innlendu frétt- irnar, sem mörgum þykja þurrar og fá- breyttar. Já, þær eru mestmegnis einfaldar staðrejmdir um menn og málefni, líf fólks- ins í landinu, atvinnu þess og afkomu. En það segi ég yður satt, að mörg hver frétt af því tagi hefir rifjað upp fyrir mér at- burði svipaða þeim, sem ég er að segja frá, hrifið mig með sér til f jarlægra staða, sem ég þekki og hefi dvalið á, og á þann hátt hefir jafnvel hin hversdagslegasta frétt orðið fyrir mér litrík og lifandi frásögn. Hér er ágrip af innlendum fréttum! „Mikil síldargengd er nú fyrir Norður- landi og er unnið nótt með degi.“ Haldið þér ekki, að ég sé strax í anda staddur í miðri kösinni og sjái þetta allt fyrir mér iðandi af starfi, heyri stelpurnar hrópa á tunnur og salt, Kristján gamli beykir, minn ágæti vinur, yrkir um mig hortuga vísu, og ég reyni þótt syfjaður sé að hnoða saman annarri ennþá verri. ,,í veðrinu sem gerði sl. fimmtudag fékk línuveiðarinn Látraröst, sem var á leiðinni til Norðurlands og hafði bátana uppi í da- víðum, sjó á sig og missti annan nótabátinn en hinn laskaðist mikið.“ Jahá, svona hefði f-arið fyrir okkur á Islendingnum forðum, ef Kristinn Bryn- jólfsson, sá gætni maður, hefði ekki tekið þann kostinn að staldra við á Aðalvík og bíða þess að lægði, áður en farið var fyrir Horn. „Vegavinnumenn á Holtavörðuheiði hafa stofnað blað og sent Útvarpinu 1. tbl. þess.‘ Ekki er að spyrja að bókmenntaáhug- anum í vegavinnunni! Ég finn leggja fyrir vit mín þessa sérkennilegu tjaldlykt, sem er sambland af gróðurangan, matarilm úr kofforti og prímuslykt. Kalli situr flötum beinum á tjaldgólfinu og segir sögur með sínu snjalla tungutaki eða fer með síðasta kvæðið sitt. Það hefði átt að stofna blað fyrir þann dreng og reyndar fleiri góða menn, sem bjuggu til vegi fyrir aðra, en gengu sjálfir á vegum andans. „Sigríður Sigurðardóttir í Heiðarseli varð 90 ára í dag. Hún er ern vel og hefir furðu góða sjón, les og prjónar, enda hefir hún alla tíð vinnusöm verið.“ Sko þá gömlu. En hvernig skyldi heyrnin vera. Ekkert kostar að brýna svolítið róm- inn, svo hún heyri nú þetta, gamla konan, sem verið er að segja um hana. Hver veit nema hún heyri hér í fyrsta sinni nefnda einhverja þá kosti sína, sem lífið var aldrei svo nærgætið að veita henni viðurkenningu fyrir. Það getur ornað í ellinni. En ekki tjáir að halda svona áfram, það tæki engan enda. Það er margt, sem skýst fram í hugann, þegar um þetta er rætt. Þó er enn ónefndur sá þáttur þularstarfs- ins, sem er að minni hyggju þýðingar- og ábyrgðarmestur. En það er að eiga á hverj- um degi að fjalla um „hið dýra feðragull“, íslenzka tungu, frammi fyrir öllum lands- lýð. Eins og þér vitið, þá er nú mikið rætt um hlutverk Útvarpsins til verndar tung- unni og hefði ekki orðið hissa, þó að sú umræða hefði verið hafin fyrir löngu. Ég ætla ekki að blanda mér í hana hér, enda á ég sjálfur heima í glerhúsinu. En þó að þulirnir hafi ekki aðstöðu til neinna veru- legra afskipta af stíl og orðavali á því efni, sem þeim ber að flytja, þá er aug- ljóst, að til þeirra verður að gera háar kröfur um flutning málsins. Sama máli gegnir auðvitað um aðra þá, sem eru tíðir gestir að hljóðnemanum. Engum getur dulist að skyldur Útvarpsins til að vera almenningi fyrirmynd um meðferð tung- unnar eru meðal þess, seem því ber að setja hæst, og verða enn meiri eftir því sem Útvarpið vex og þjóðin gengur því fastar á hönd. Þessar skyldur eru t. d. all- miklu meiri en þeirra, sem rita málið, eða sem því munar, að Útvarpið flytur hið lif- andi orð og á auk þess fleiri viðtakendur en nokkur annar orðsins flytjandi í land- inu. Enginn getur starfað lengi við út- varp án þess að gera sér ljósar þessar skyldur. Sjálfur get ég sagt fyrir mig, að mér eru engu síður ljós vanefni mín til þess að uppfylla þær, en hugga mig við þá vissu, að sérhver útvarpsmaður, sem vinnur starf sitt með þessar skyldur í huga og gerir svo vel sem hann getur, hjálpar til að inna af hendi eitthvert þýðingar- mesta menningarhlutverkið, sem Útvarp- inu er ætlað. Hvað segið þér um málhreinsunaröldu ])á, sem nú er að rísa? Erindi um málhreinsun eru góð, það sem þau ná, og ber ekki að lasta það, að menn séu brýndir til betrunar. En áhrifa- mesta prédikunin verður dagleg breytni Útvarpsins sjálfs. HQnn gullni meðalvegur verður vandfundinn hér sem oftar. Annars vegar ber að vinna gegn málskemmdunum en hins vegar forðast þröngsýni þeirra manna, sem ef til vill vilja vel í þessum efnum, en virðast ekki skilja það, að tung- unni má ekki skera of þröngan stakk. Eins og annað það, sem lífi er gætt gerir tung- an kröfur til vaxtar og tímgunar og gegn því lögmáli er ekki til neins að rísa. Ég er nú búinn að tef ja yður alllengi, en áður en ég fer langar mig til að spyrja yður, hvort þér hafið ekki á ýmsan hátt orðið var þcjs hugar, sem fólk ber til yðar vegna útvarpsstarfseminnar? Ég hlýt að svara því játandi. Hlustend- unum á ég það mikið að þakka, sem ég kann að hafa leyst sæmilega af hendi í starfi mínu. Umburðarlyndi þeirra og við- urkenning hefir verið mér ómetanleg upp- örvun. Það er stundum um það rætt í okkar hópi, sem flytjum leikrit og þess konar í Útvarpið, hve mikils er að sakna, þar sem er hið gagnvirka samband við áheyrandann, sem stundum getur snortið mann eins og töfrasproti. Sú góðvild og hlýja, sem ég hefi átt að mæta frá hlust- endum og orðið var á ýmsan hátt hefir verið mér mikil uppbót á þessu og auð- veldað mér starf mitt meira en nokkuð annað. Maggi og Raggi. Maggi: Þú komst ekki í skólann í dag. Af hverju var það? Raggi: Ég tók mér frí. Raggi: Eins og þú sérð lét ég taka úr mér tönn. Maggi: Það er engin afsökun. Þú get- Raggi: Hvers vegna ekki? Ef ég geng ur ekki vanrækt skólann í hvert sinn, sem menntaveginn, á ég ef tir að vera tólf ár í þú lætur taka úr þér tönn. skóla. Það eru 200 dagar á ári og marg- faldaðu það með 12, þá færðu út 2400 daga ... En ég hefi ekki nema 23 tennur eftir í munninum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.