Vikan


Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 10

Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 6, 1941 Heimilið Matseðillinn. Bygggrjónavatnsgrautur með rabarbara. iy2 1. vatn, 175 gr. byggrjón, 50 gr. sultaður rabarbari og hálf teskeið salt. Bygggrjónin eru látin standa í vatni yfir nótt- ina og soðin í sama vatninu í 1% kl.st. Rabarbar- inn er látinn brytjaður út í og soðinn með grautn- um síðustu 5 mínútumar. Framreiddur með mjólk. Fiskur á fati. 2 kg. heilagfiski eða karfi, salt, hveiti, 50 gr. smjör, 1 sítróna, 1 vín- glas sherry, lítið eitt af enskri sósu. Fiskurinn er hreinsaður vel og skorinn í stykki, salti og hveiti stráð á hann. Steiktur ljósbrúnn á pönnu. Síðan lagður á smurt, eldfast fat ásamt sítrónusneiðunum, ennfremur ofurlitlu af soð- hlaupi (sky) og enskri sósu og að lokum sherryið. Fatið er látið standa i heitum ofni í hálfa klukku- stund. Kartöflumauk eða soðnar kartöflur og brætt smjör borið með. Barið kjöt. 1 kg. nautakjöt, 1 teskeið salt, 30 gr. hveiti, (4 teskeið pipar, 1 lárberja- lauf, 1 stór laukur, 1 matskeið öl, y2 1. jurtaseiði, i/2 kg. kartöflur, 50 gr. plöntufeiti. 1 „barið kjöt“ má sem bezt nota bóg. Kjötið er skorið í þunnar sneiðar, sem eru barðar vel með kjöthamri. Salti, pipar og hveiti er blandað vel saman og kjötinu velt upp úr því. Plöntu- feitin er brúnuð í potti og kjötið síðan brúnað vel á báðum hliðum. Laukurinn og lárberjablaðið er látið í pottinn og jurtaseyðinu og öllu hellt yfir. Soðið við hægan eld í 2 klst., hlemmurinn hafður yfir pottinum. Hálfri kl.st. áður en búið er að sjóða kjötið eru kartöflumar, sundurskom- ar, látnar í pottinn og soðnar með kjötinu. Þegar maturinn er framreiddur eru kjötsneiðarnar látn- ar á fat og sósu hellt yfir. Kartöflumar, sem soðnar voru með kjötinu, em látnar meðfarm kjötsneiðunum á fatið. Framreitt með kartöflum og grænmeti. (Helga Thorlacius: Matreiðslubók. Útg.: Leiftur) Húsráð. Sítrónuvökvi er ágætur til þess að hreinsa nikkeleraða hluti, eins og vatnskrana o. fl., sem fallið hefir á. En það verður að þvo burtu vökv- ann á eftir og fægja með fægilög. Ef þér eigið ónotaðar eggjahvítur, getið þér búið til úr þeim afbragðs möndluköku. Tvær eggjahvítur em þeyttar með hálfum bolla af sykri og öðm eins af möndlumauki. tjr þessu fást tuttugu og fjórar möndlukökur. 1 staðinn fyrir möndlumaukið má nota fjórðapart úr te- skeið af möndludropum. Það er nauðsynlegt að þvo kaffikönnuna oft, ef kaffið á allt af að vera gott. Hreinsið stútinn með votum, stífum bursta með ræstidufti á og skolið hana síðan vandlega úr sjóðandi vatni. Hvolfið henni á meðan hún er að þoma. Eftirmiðdagskjóll. Þessi sérkennilegi kjóll er úr svörtu crépe- silki. Það er ekki vist, að öllum falli hann í geð. En fyrir þær, sem eru gefnar fyrir að vera sér- stæðar í klæðaburði, er hann athugandi. Frægar konur: Sappho hefir verið talin ein mesta skáldkona veraldarinnar, þótt mjög lítið sé nú til af verkum hennar. Hún ól aldur sinn á Lesbos, hinni söguríku grísku eyju. En það er langt síðan Sappho var í lifenda tölu, því að það mun hafa verið ca. 600 ámm f. Kr. Sagan segir, að hún hafi látið líf sitt á þann hátt, að hún kastaði sér í sjóinn, vegna þess að hún elskaði ungan mann að nafni Phaou, en fékk ekki endurgoldna ást sína. Sappho naut mikillar virðingar og hjá henni var hópur ungra kvenna, sem lærðu af henni skáldskaparlistina. Minnismerki voru reist til heiðurs henni og mynd hennar slegin á mynt þeirra tíma. Allt með sama verkfœrinu. I sveitaþorpi nokkru bjuggu tveir mik- ilsmetnir menn, sem hétu Jón og Sigurður. Þessir menn voru svo svarnir óvinir, að þeir máttu ekki sjást og því síður vera saman að boði eða mannfundum. Svo bar við eitt sinn, að vinur þeirra beggja gifti sig og bauð þeim báðum í veizluna. Þegar vinurinn kom til Jóns, þá spurði hann strax, hvort hann hefði boðið Sig- urði. Hinn kvað það vera og bað þá nú gera það fyrir sín orð að sitja veizluna og eigast ekki illt við. En Jón aftekur það með öllu, utan að Sigurður lofi því að mæla ekki orð í veizl- unni. Vinurinn segist skuli segja Sigurði frá þessu, en sér þyki óliklegt að hann uni því. Þegar þetta berst í tal með þeim Sigurði, þá tekur hann því vel að vera þögull i veizlunni, en hann verði alltaf að hafa leyfi til að segja tvö til þrjú orð. Jón féllst á þetta, og koma þeir svo báðir til hófsins. Veizlari fór fram með miklum gleðskap og Jón lék við hvem sinn fingur og var hrókur alls fagnaðar. Sigurður aftur á móti sat þögull og mælti ekki orð. Alla nóttina var étið og dmkkið og að síðustu vom bornar fram smákökur, sem nokkurs konar eftirmatur. Jón tók stóran skerf af kökunum, en lét þó diskinn frá sér með þeim ummæl- um, að nú hefði hann banað eins mörg- um kökum, eins og Samson hefði slegið marga Filistea. ,,Og með sama verkfærinu,“ mælti Sig- urður. (Samson hafði asnakjálka að vopni). Jón brást við reiður og rauk af stað, en Sigurður tók nú að skemmta og enginn saknaði skiptanna. Halldór Pétursson. Til minnis. „Af hverju ertu með þennan tvinnaspotta bundinn um litla fingurinn ?“ . „Það er til þess að minna konuna mina á að spyrja mig, hvort ég hafi gleymt dálitlu, sem hún bað mig um að muna."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.