Vikan


Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 11

Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 6, 1941 FJÓRÐI KAPlTULI. A leið i örugga höfn. „Þetta skeyti hefir dregið úr löngun yðar til að vera fyndinn. Hvemig get ég verið viss um, að herra Clares hafi sent yður? Ég hefi aldrei séð yður fyrr. Ég hefði vel getað neitað að fara með yður. Ég hefði getað grunað yður um græsku.“ ,,Þér hefðuð aldrei getað grunað mann með eins heiðarlegt andlit' og mig um græsku. Nú beygjum við til vinstri. Ég vona að þér hafið með yður nauðsynlegasta farangur til þriggja eða fjögra daga?“ „Hvers vegna það ? Ég vil komast til London í kvöld. Hvar erum við núna ? Ég er alveg rugluð.“ „Þessa stundina eruð þér í Berkshire, en það verður ekki lengi. Við komum ekki til London í kvöld, og þér fáið ekki að sjá farangur yðar fyrr en eftir þrjá eða fjóra daga. Af hverju er yður annars svona mikið áhugamál að komast til London? Hafið þér mælt yður mót við nokkurn þar ? “ „Nei, en það er bezt að fela sig í stórborg. En þér akið með mig sitt á hvað um afskekkta vegi, og það gerir mig órólega. Þér megið ekki láta finna mig.“ „Þér skuluð ekki vera hræddar, njótið heldur hins fagra landslags. Hlustið nú á. Þegar við komum til Faringdon, verð ég að komast í síma. Þér verðið að lofa mér upp á æru og trú, að fara ekki út úr bílnum á meðan ég fer inn á pósthúsið. Verið nú góð stúlka og hjálpið mér eins og þér getið!“ ,,Á ég nokkurs annars úrkosta? Ég er alger- lega á yðar valdi. Ég skal bíða eftir yður.“ „Hafið þér nokkuð til að verja yður með?“ „Nei, ekki ef þér eigið við skammbyssu. Ég hefi aldrei gengið með skambyssu.“ „Þá er tími til kominn að byrja á því,“ sagði Mick og lagði marghleypu í kjöltu hennar. Clare gaut til hans augunum. Svo andvarpaði hún. „Nú veit ég upp á hár, hvernig málum er komið,“ sagði hún. „Menn Vincents eru á hæl- unum á okkur. Ó, guð minn góður! Get ég aldrei losnað við þennan mann?" „Látið það ekki á yður fá,“ sagði Mick blíð- lega. „Þér eruð ekki í neinni hættu á meðan ég er hjá yður. Ég fékk yður skammbyssuna ein- ungis af því að ég þurfti að skilja yður eina eftir i nokkrar mínútur. En nú er ég hættur við það. Það er bezt að þér komið með mér inn á pósthúsið. Ef ég skildi yður eftir órólega og kvíðafulla í bílnum, gæti lögreglan fundið upp á að koma með óþægilegar spumingar. Jæja, þá erum við komin. Látið skammbyssuna í tösk- una, en gleymið ekki, hvar hún er. Yður gæti kannske langað til að skjóta á eitthvað — svona rétt til dægrastyttingar." „Eruð þér sjálfur með skammbyssu?" spurði hún óróleg. „Auðvitað. Ég geng alltaf með skammbyssu. Annars finnst mér ég ekki vera full klæddur." Þetta kom henni ekkert undarlega fyrir sjónir. Vikum saman hafði hún umgengist menn, sem álitu skammbyssuna ómissandi. Mick horfði fram Framhaldssaga Það, sem slteð hefir hingað til í sögunni Lefty Vincent og fjórir félagar hans, Johnny Ryan, Fino, Collins og Catini, hafa rænt banka og drepið gjaldkerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, strengir þess heit, að koma Vincent í hendur ríkislög- reglunni, G-mannanna svo nefndu. Eftir fyrirmælum hennar sitja þeir fyrir honum, en fyrir mistök, skjóta þeir Ryan, en Vin- cent sleppur. Hann hyggur nú á hefndir, og þegar Clare Furness flýr til Evrópu, fer hann á eftir henni. Mick Cardby, sem rekur leynilögreglustöð í félagi við föður sinn, er fenginn til að gæta liennar, þangað til G- mennirnir koma, en þeir eru á leiðinni til Evrópu. Mick fer til Southampton til að taka á móti henni, en Vincent hefir líka sent þangað einn af glæpafélögum sínum. Mick lætur mann frá Scotland Yard tefja fyrir honum í tollinum, en sleppur sjálfur hindrunarlaust burt með stúlkuna og ekur með hana, ýmsar krókaleiðir, því að hann óttast eftirför. og aftur eftir mjóum veginum, áður er. hann steig út úr bílnum. Svo snart hann handlegg Clares og benti á pósthúsið. „Gangið þessa leið inn. Nú fáið þér að sjá nýja hlið af Englandi." Hann beið, þangað til hún hafði gengið i kring- um bílinn, tók svo undir handlegg hennar og leiddi hana inn á pósthúsið, fékk einum shilling skipt í smápeninga og gekk yfir að símaklefan- um. Hann vildi ekki eiga neitt á hættu. „Farið um fram allt ekki neitt frá,“ sagði hann, „og undir eins og ég er kominn inn í klef- ann, skuluð þér taka yður stöðu með bakið upp að honum. Ef ég sé yður hreyfa yður, verð ég reiður. Og þér kærið yður væntanlega ekki um það ?“ Clare reyndi að brosa, en það tókst ekki sem bezt. Mick bað um skrifstofu sína í London, ef ske kynni, að faðir hans væri þar enn þá. Á meðan hann beið, sneri hann baki að símanum, svo að hann gæti haft auga með Clare. Hún var föl að sjá í rafljósinu. Það liðu nokkrar mínútur áður en hann fékk samband. En hann hafði heppnina með sér. Það var faðir hans, sem anz- aði. Mick talaði gætilega. „Góðan daginn,“ sagði hann, þegar hann þekkti röddina. „Eg er búinn að sækja vörurnar og er nú að reyna að koma þessu öllu í lag. Þegar ég var að sækja þær, rakst ég á Moffit litla frá Lambeth og þekkti hann mig. Ég er viss um, að hann var þarna til að njósna um vörurnar fyrir náungann þarna fyrir vestan. Sammy hélt hon- um eftir, á meðan ég slapp í burtu. En það er áreiðanlegt, að allt pakkið veit, að ég er með vörurnar með mér. Sammy gat ekki haldið Moffit lengi eftir og nú er hann sjálfsagt kominn heim í bælið sitt. Þú þekkir Moffit. Farður og reyndu að ná í hann. Ef þú nærð í hann, þá slepptu honum ekki fyrr en hann hefir sagt þér allt, sem hann veit. Það er mjög þýðingarmikið, að ég fái að vita um allar fyrirætlanir þeirra. Þú getur sjálfsagt fengið Moffit til að leysa frá skjóðunni. Segðu honum bara allt, sem þú veizt um innbrotið í Rutland Gate, og sem þú ert vist ekki enn þá búinn að segja lögreglunni og bættu ýmsu smávegis við. Ég hringi til þín annað hvort í kvöld eða strax í fyrramálið, til þess að frétta, hvers þú hefir orðið vísari. Þú hefir væntanlega skilið mig?“ 11 eftir DAVID HUME. „Bíddu svolítið, ég hefi hérna alveg nýjar frétt- ir, sem þú hefir gott af að heyra, ef þú metur líf þitt nokkurs. Ég var upp á lögreglustöð í dag, og sagði þar nokkrum vinum minum, að þú hefð- ir farið að sækja vörurnar. Þeir hafa auðvitað meiri áhuga á sendingunni, sem von er á með næsta skipi. En þeir sögðu mér dálítið athyglis- vert. Þú mannst eftir Cosh Ferris? Hugsaðu þig um augnablik." „Ég þarf þess ekki. Það var hann, sem var í félagi með Harry Steel. Og Harry Steel var vísað úr landi í Ameríku eftir að hann hafði orðið uppvís að samvinnu við bófaflokk þar.“ „Rétt hjá þér. Hlustaðu nú á. 1 dag fékk Ferris skeyti frá Ameríku. Það var á dulmáli. En þeim tókst að ráða það á lögreglustöðinni. Það var svona: „Albert Ferris, Whiteway Terrace nítján, Ken- tish Town, London, Englandi. Ungfrú Edith Cross kemur með „Wisteria" klukkan fimmtán til Southampton. Finndu hana og veittu henni eftirför. Það eru fleiri að leita. Skiptu þér ekki af þeirn. Gerðu enga skissu. — Necniv." „Necniv?" Mick þagði andartak. „Nú, já. Það er bara að lesa orðið aftur á bak og bæta við t! Þakka þér fyrir upplýsingarnar." „Þú verður að fara varlega. Þú situr á púður- tunnu.“ Clare Furness sneri höfðinu og leit á Mick. Hann brosti til hennar og hélt áfram að brosa á meðan hann svaraði: „Það er mér full ljóst. Það líður ekki á löngu áður en ballið byrjar. Nú, þeir um það. Ég geri það, sem ég get og vona það bezta." „Gerðu ekki of litið úr þeim. Þeir hika ekki við að fremja morð i stórum stíl, ef svo ber undir. Þú veizt, hvað biður þín. Jæja, nú fer ég til Lambeth." „Þakka þér fyrir. Enn þá er ekki farið að syrta að. Ég vona, að það geri það ekki fyrst um sinn.“ Mick kom út úr klefanum og tók undir hönd stúlkunnar. „Komið nú, barnið mitt,“ sagði hann, „þetta gengur allt ágætlega!" „Ó, hvað það gleður mig!“ andvarpaði hún. „Mig lika,“ sagði Mick, en leit undan um leið. Þau gengu þvert yfir götuna og sáu lögreglu- þjón standa við bílinn með annan fótinn á aur- brettinu. Lögregluþjónninn horfði byrstur á Mick. „Þér hafið ekki leyfi til að láta bílinn standa hér, herra minn. Þér lokið veginum." Mick laut höfði auðmjúkur, stýrði bílnum inn á veginn og tók stefnuna í áttina til Burford. 1 nokkrar minútur ók hann þögull. „Hvaða stórfréttir voru það, sem glöddu yður svona mikið?" spurði Clare. „Ég frétti bara, að við hefðum sloppið burt óséð, og að við erum algerlega óhult, og að þér þurfið ekkert að óttast." „Er það satt. Það var ágætt. Ég er líka miklu vonbetri núna. Ég hefi ekki sofið almennilega í tíu sólarhringa. Kannske get ég sofið í nótt. Mér væri full þörf á þvi.“ „Já,“ sagði Mick. Hann hafði alls ekki heyrt, hvað hún sagði. Næsta spurning hans kom rétt á eftir: „Þekkið þér yfirleitt nokkum í London?" „Nei. Það var einmitt þess vegna, sem ég ætl- aði að fela mig þar. Ég áleit það öruggast." „Ef til vill. Þekkir Lefty Vincent marga i London?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.