Vikan


Vikan - 13.02.1941, Blaðsíða 1

Vikan - 13.02.1941, Blaðsíða 1
Nr. X 13. lebrúar 1941. Einmana konu r. Amerisk kona, er skrifar undir. dulnefni, gerir í grein þessari upp œfi- reikning sinn á lœrdóms- rikan og eftirtektarverð- an hátt. Ég var ein í hópi þeirra kvenna, sem fyrir þrjátíu árum lögðu vongóðar og djarfar út á hin ýmsu svið lífsins, sem áður höfðu aðeins staðið karlmönnum opin. Ég hefi í þeim efnum átt góðu gengi að fagna, en þegar ég ber afraksturinn saman við afrakstur jafnaldra minna, sem héldu sér innan veggja heimilisins, finnst mér minn hlutur skarður. Einn slíkur samanburður mun nægja til að skýra þetta. Fyrir tólf árum var ég á ferðalagi í verzlunarerindum víðsvegar um Bandaríkin. Á þessu ferðalagi heim- sótti ég gamla skólasystur, sem ég hafði ekki séð síðan í skóla, og sem átti heima í meðalstórri borg í miðríkjunum. Bella hafði verið einhver efnilegasti nemandinn í skólanum, og allir spáðu henni glæsilegri framtíð. Ég jafnaðist á engan hátt við hana, en með iðni og ástundun tókst mér að verða ofarlega í bekknum. Við vorum báðar ákveðnar í að skapa okkur framtíð sjálfar. Hjónabandið var að okkar áliti að- eins fyrir ósjálfstætt og ístöðulítið kven- fólk, en ekki fyrir okkur. Tæpu ári eftir að við höfðum lokið prófi, vorum við báðar giftar og bjuggum langt hvor frá annarri. Hjónaband mitt fór út um þúfur svo að segja áður en það var byrjað og ég fékk atvinnu í einni stórborg landsins. Á fáum árum varð ég svo altekin af starfi mínu, að annað komst ekki að. Hjónaband Bellu varð varanlegra. Maður hennar var vel- efnaður kaupmaður. Þegar ég kom að heimsækja þau, voru fjögur böm þeirra á aldrinum ellefu til átján ára. Ég átti erfitt með að átta mig á, að þessi rólega húsmóðir, væri sú sama og hvat- vísi, fjörugi herbergisfélaginn minn í skól- anum. Heimili hennar var hamingjusamt. En það var róleg og friðsæl hamingja, sem ekki lét mikið yfir sér, og sem hún tók eins og sjálfsagðan hlut. Þegar við sátum á eintali, fann ég þó einhverja dulda löng- un í spurningum hennar um staði, sem ég hafði komið á og fólk, sem ég hafði kynnst. „Mitt líf verður svo tilbreytingalaust í samanburði við þetta,“ sagði hún, en flýtti sér að bæta við: „Ekki svo að skilja, að ég sé óánægð, en þegar ég heyri þig segja frá öllu því, sem þú hefir séð og reynt, þá ... þá get ég ekki varist að hugsa um, hvað líf mitt hefði getað orðið.“ Ég vorkenndi Bellu þá, að hún hafði sóað lífi sínu þannig, og ég vissi, að hún öfundaði mig. Við hittumst ekki aftur fyrr en nú fjmir skömmu, þegar þau hjónin komu að heim- sækja mig. Börnin þeirra eru öll vel gift. Tveir synirnir hafa tekið við verzluninni, og Bella og Carl tóku sér nú í fyrsta skipti verulegt frí. Það er komið eitthvað af hin- um forna ljóma yfir Bellu aftur, ekki sami eldlegi ljóminn og þegar hún var stúlka, heldur einhver þýð, mjúk birta. Hugur hennar er fullur starfslöngunar og áhuga. Hún er driffjöðrin í leikstarfseminni í heimaborg sinni og er í stjóm nýjadista- safnsins. En í samtali við mig staðfesti hún grun þann, sem vaknað hafði hjá mér fyrir tólf ámm. „Þegar þú varst farin,“ sagði hún, „ásóttu mig svo mikil leiðindi og gremja, að ég var margar vikur að ná mér. Nú vildi ég ekki skipta við nokkurn manh. Við Carl höfum fulla ástæðu til að vera ánægð með líf okkar. Okkur gramdist stundum að þurfa allt af að láta okkur sjálf sitja á hakanum. En við höfðum fengið það endurgoldið. Nú lifum við okkar eigin lífi, gerum það, sem okkur hefir allt af langað til að gera, ferðumst og skoðum okkur um. Þegar við verðum þreytt á því, hverfum við aftur heim og njótum návistar bama og barnabarna.“ Það var þetta sífelda „við“, sem kom verst við mig. Það dró fram í dagsljósið hugsanir, sem ég hafði lengi haldið niðri með harðri hendi. Ég er oft einmana. Þeg- ar ég er ekki á verði, grípur mig ótti og öryggisleysi. Ekki svo að skilja, að mér finnist lífið eiga mér eitthvað vangoldið. Ég hefi fengið minn hluta, og hann var góður. En á fimmtugs aldri er maður á tindinum. Það, sem maður hratt frá sér á leiðinni upp, ásækir mann á leiðinni nið- ur. Nú öfunda ég Bellu af þeim félagsskap og þægindum, sem ég hefði getað öðlast, ef ég hefði ekki hafnað þeim fyrir annað, sem ekki var þess virði. Frh. á bis. 3.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.