Vikan


Vikan - 13.02.1941, Blaðsíða 2

Vikan - 13.02.1941, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 7, 1941 Pósturinn. rsi Til útsölumanna Vikunnar. 6. tbl. blaðsins, með mynd af Þor- steini ö. Stephensen á forsíðu, seld- ist upp á svipstundu í Reykjavík, svo að það er ekki til á afgreiðslu blaðs- ins. Margt manna hefir ekki getað fengið það og eftirspumin er mikil og biðjum vér því alla umboðsmenn, sem kynnu að hafa hjá sér óseld ein- tök af 6. tbl. að senda afgreiðslunni þau eins fljótt og unnt er. Gissur og Rasmína. Vegna óviðráðanlegra orsaka getur myndaflokkurinn um Gissur og Ras- minu ekki birtzt í þessu blaði. Mynd- ir þessar eru teiknaðar í Ameriku og koma þaðan. Skipaferðir eru strjál- ar og svo mun sending til vor hafa farið forgörðum með skipi að vestan. En áskrifendur blaðsins mega þó vera vissir um að sjá Gissur, þennan vin- sæla og skemmtilega kunningja allra lesenda Vikunnar, innan skamms aft- ur, og að öllum líkindum í næsta blaði. Efni bladsins m. a.: Einmana konur, merkileg grein eftir ameríska konu. Liðnar stundir. Smásaga eftir Aðalheiði Jónsdóttur. Frægar konur. Xanthippe og Bertha von Suttner. Bréfið. Smásaga eftir Ingólf Kristjánsson frá Hausthús- um. Hver sökkti skipinu? Ný fram- haldssaga. Vippasaga. — Fréttanayndir. AUt í gamni. — Krossgáta o. m. m. fleira. Faðir hans afneitar honum. Dr. Samuel C. May, prófessor við Berkeleyskólann, hefir opinberlega afneitað syni sínum og gert hann arflausan, vegna þess að hann er yfirlýstur kommúnisti og starfar mjög mikið í þágu þeirra. Sonurinn sést hér á myndinni. Hann heitir Kenneth May og er aðstoðarkennari við háskóla í Kalifomíu. Fjórða barnið. Það þykir ekki miklum tíðindum sæta, þótt konur hversdagslegra manna eignist fjórða barnið. En það er fylgst með hverju fótmáli frægra manna. Þessi mynd er af konu Lind- bergh, frægasta flugkappa veraldar- innar. Hún átti nýlega fyrstu dóttur- ina á spítala í New York og er það fjórða bamið þeirra. Kona Lind- berghs er dóttir Dwight Morrow, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna í Mexico og giftist flugmann- inum árið 1929. V i k a n HEIMILISBLAÐ Ritstjóm ogafgreiðsla: Kirkju- stræti4. Sími 5004. Pósthólf 365. Verð: kr. 2,40 á mánuði, 0,60 í lausasölu. Auglýsingum í Vikuna veitt móttaka í skrifstofu Steindórs- prents h.f., Kirkjustræti 4. Prentsm.: Steindórsprent h.f. Frægur andstæðingur nazista. Lion Feuchtwanger, sem þessi mynd er af, er heimsfrægur, þýzkur rithöfundur. Hann er Gyðingur og svarinn andstæðingur nazista, enda brenndu þeir bækur hans. 1 Frakk- landi hélt hann áfram baráttu sinni gegn Hitler, en myndin er tekin af honum í New York, éftir að honum hafði tekizt að flýja á æfintýralegan hátt úr frönskum fangabúðum. Það er sagt, að amerískur vinur hans hafi hjálpað honum til þess að kom- ast undan og frá Lissabon komst hann á amerísku skipi til Bandarikj- anna. Nýtt kort af Reykjavík, utan Hringbrautar, er nýútkomið. Þar eru tilgreindir þekktir staðir og hverfi í bæjarlandinu, utan Hringbraut- ar, byggðir og óbyggðir, og ennfremur gatnakerfi með götunöfnum í vestur, austur og suður. Þeir áskrifendur Vikunnar, sem skuldtausir eru við blaðið 1. febrúar s. 1. fá uppdrátt þennan ókeypis ef þeir óska. Afgreiðsla VEKUNNAK, Kirkjustræti 4. i 't Varnings og starfsskrá s___________ _________________ Frímerki. Kaupi notuð íslenzk frímerki. Sigurður Kjartansson, Lauga- vegi 41. Sími 3830. Notuff íslenzk frímerki kaupi ég ávallt hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um land allt. Há ómakslaun. Sig. Helga- son, frím.kaupm. Pósthólf 121, Reykjavík. Saumastofur. TAU OG TÖLUK Lækjargötu 4. Sími 4557. Stimplar og signet. Gúmmístimplar eru búnir til með litlum fyrirvara. Sömu- leiðis signet og dagsetningar- stimplar. Steindórsprent h.f. Kirkjustræti 4, Reykjavík. Signeta-gröft og ýmiskonar annan leturgröft annast Bjöm Halldórsson, Laufásveg 47, Reykjavík. Bækur - Blöð - Tímarit Vikan er heimilisblaðið yðar. Gerist áskrifandi og mun blað- ið þá verða sent yður heim á hverjum fimmtudegi. Afgreiðsl- an er í Kirkjustræti 4, Reykja- vik. Simi 5004. Pósthólf 365. Vasa-orðabækur: Islenzk-ensk og ensk-íslenzk fást í öllum bókaverzlunum. Hver sá, sem þessar bækur hefir um hönd, getur gert sig skiljanlegan við Englendinga, þótt hann kunni ekki ensku. Verðkr. 3,00 og 4,00. Borð - A Imanök fyrir árið 1941 selur Steindórsprent Kirkjustrœti 4. Tilgangur félagsins er aff gefa út, eftir þvi sem efni leyfa, rit, er heitir: Landnám Ingólfs, safn til sögu þess. Félagið hefir þegar gef- ið út III bindi í 10 heft- um. Þessi rit fá meðlimir ókeypis. Ennfremur hefir félagið gefið út Þætti úr sögu Reykjavíkur. Bók þessi fæst hjá bóksölum. Þeir, sem gerast viljá meðlimir, snúi sér til af- greiðslunnar: Steindórs- prent h.f., Kirkjustræti 4. Reykjavík. Félagið INGÓLFUK Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.