Vikan


Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 9

Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 9
VTKAN, nr. 10, 1941 9 llilill FRÉTTAMYNDIR. Martin Dies, þingmaður Texas í Bandaríkj- unum, sem er í rannsóknarnefnd þeirri, er hefir meðgjörð með öll mál, sem upp koma út af óvinveittum aðgerðum í garð ríkisins, sést hér á myndinni með „hvíta bók“, sem nefndin hefir gefið út. 1 bókinni eru mönd- ulveldin ásökuð um að hafa gert tilraunir til hermdarverka í hergagnaiðnaði lands- ins. Myndin er tekin í skrifstofu þing- mannsins í Washington. Þessi mynd er af ítalska herforingjanum Ubaldo Soddu. Hann er hermálaráðherra ítalíu og var sendur til Albaníu til að tak- ast á hendur yfirstjóm hersins þar, með það fyrir augum, að stöðva framsókn Grikkja og hefja gagnsóknir á öllum víg- stöðvum. Soddu herforingi er 57 ára gamall og hefir verið í italska hernum síðan 1900. Dómkirkjan í Coventry í rústum. Einhverja ægilegustu loftárás, sem sögur fara af, gerðu Þjóðverjar á ensku iðnaðarborgina Coventry síðastliðiö haust. Sprengjuflugvélarpar komu í bylgjum yfir borgin og lögðu hana aö heita mátti alla í rústir, en þusuna.r ma.uia ro, - ust og slösuðust. Hér á myndinni sést hin fornfræga St. Michaels dómkirkja, eða öllu heldur rústirnar af henni, því að segja má, að ekkert standi eftir nema 303 feta hár tuminn. Berlinarfréttir sögðu, að 500 flugvélar hefðu tekið þátt í árásinni, sem stóð í 10Ys klst. Eugene Onnandy, sem nýlega hefir gert fimm ára samning við Philadelphia Sym- foníuorkester um að takast á hendur stjórn hljómsveitarinnar. Hann tekur við af hin- um heimsfræga hljómsveitarstjóra Leopold Stokowsky. Hann er að skipuleggja hljóm- sveitir til að spila fyrir verkamenn í her- gagnaverksmiðjum Bandaríkjanna, til þess að vekja þjóðerniskennd þeirra. Hér á myndinni sést hann vera að tala fyrir þessu máli. Þetta er fyrsti ítalski flugmaðurinn (í miðjunni), sem tekinn hefir verið fastur í Englandi, síðan styrjöldin brauzt út. Flug- vél hans var skotin niður yfir Englandi. Af 26 óvinaflugvélum, sem skotnar voru niður í einni loftárás að degi til yfir Englandi, voru 13 ítalskar, að þvi er fréttir frá London hermdu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.