Vikan


Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 15

Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 10, 1941 15 Ráðskonan og bræðurnir. Framhald af bls. 3. það sama um hana, hvað okkur báða snert- ir. En ég veit, að þér fellur mín í geð, því að hún er enginn flysjungur og fríð kona, það 'verð ég að segja.“ ,,Ég segi alveg það sama, hvað mína snertir,“ sagði Þormundur B. ,,En eruð þið búin að ganga alveg frá trúlofuninni ykkar á milli?“ spurði hann ennfremur. „Nei, það erum við ekki. Ég vildi einmitt ekki gera það, fyrr en ég væri búinn að minnast á þetta við þig.“ „Alveg eins um mig,“ skaut Þormundur B. inn í. „En því vil ég ekki leyna þig, bróðir minn, að ég hefi notið ástar hennar í rík- um mæli, og síðustu vikurnar eru sælustu stundirnar, sem ég hefi lifað.“ „Ég hefði getað orðað þetta, hvað mig snertir, alveg á sama hátt,“ sagði Þor- mundur B. „Og þú þekkir stúlkuna mína,“ sagði hinn. Nú kom fyrst undrunarsvipur á Þor- mund B., en hann sagði þó strax: „Og þú líka mína.“ Þormundur A. varð einnig undrandi. Þeir þögðu báðir nokkra stund og hugsuðu: Hver getur þetta verið? En áður en þeir gætu talað frekar um þetta, var dyrabjöllu íbúðarinnar hringt. Þeir fóru báðir fram. Þar stóð drengur, sonur miðilsins, sem hafði útvegað þeim ráðskonuna. Hann var með bréf til þeirra beggja. Þeir gengu aftur inn í stofuna, settust í stólana, opnuðu bréfin samtímis, voru jafnfljótir að lesa þau og stóðu síðan jafnt á fætur og horfðust í augu — og það voru f jandsamleg augnaráð. Síðan skiptust þeir þegjandi á bréfum. Og sögðu að lestri loknum í sömu andrá: „Þau eru alveg eins!“ Nú hefði þetta sögukorn getað endað á þann veg, að bræðurnir hefðu þarna feng- ið hjartaslag og dáið drottni sínum út af ástamálum, og ráðskonan fundið þá í slíku ástandi morguninn eftir. En þetta fór öðru vísi. Bréfið var svohljóðandi: „Þar eð samband mitt við ykkur bræður er komið á það stig, að ekkert okkar getur lengur við það unað, þá segi ég ykkur nú í þessu bréfi, að ég er farin úr vistinni mánuði fyrr en ég hafði hugsað mér og fer úr bænum í dag. Til þess að ekki verði frekari mis- skilningur úr þessum málum, skal ég segja ykkur það nú, að ég er gift og var búin að vera það í tvö ár, þegar ég kom til ykkar. Maðurinn minn var atvinnu- laus, svo að ég tók þessa vinnu, er hún bauðst mér. Með kærri þökk fyrir sam- veruna.“ (Nafn ráðskonunnar). Þormundur A. og Þormundur B. hafa skipt eignum sínum. Annar býr í vestur- bænum, hinn í austurbænum. Þeir hafa ekki lengur sömu skrifstofu, eru í sitt hvorum stjórnmálaflokki, skrifa skætings- greinar hvor um annan og heilsast ekki einu sinni á götu. Og enginn veit eða skil- ur, af hverju þetta stafar nema þeir, ráðs- konan, miðillinn — og ég. Jólakrossgátan. Lausnir þær, sem bárust blaðinu á verðlauna- krossgátunni í jólablaðinu hafa nú verði rannsak- aðar, og þar sem fleiri réttar lausnir bárust, held- ur en þær, sem fengið gátu verðlaun, var dregið um þær og komu upp eftirtöld nöfn: 1. verðlaun, kr. 15,00: Guðrún Guðmundsdóttir, Þórsgiitu 10, Reykjavík. 2. verðlaun, kr. 10,00: Guðjón Gunnarsson, Gunnarssundi 6, Hafnarfirði. 3. verðiaun, kr. 5,00: Ólafur Einarsson, Egils- götu 22, Reykjavík. Vinnendurnir eru vinsamlega beðnir að vitja verðlaunanna á afgreiðslu blaðsins. Rétt þykir að geta um lítilsháttar ónákvæmni í krossgátunni, sem einn kaupandi blaðsins í Vestmannaeyjum, er rétta lausn sendi á gátunni, benti á. Hún er sú, að í 1. lárétt, sem skýrt var „góðan" eru þrír stafir án sambands við önnur orð, og veldur það því, að segja má, að lausnirn- ar geti verið fleiri en ein, t. d. glæsilegan, gimi- legan, gleðilegan og gervilegan. Þó að höfundur gátunnar hafi hugsað sér lausn- ina gleðilegan, þótti ekki rétt að telja þær lausn- ir rangar, sem þær gátu átt við skýringuna. Vikan þakkar svo þátttökuna í keppninni og vonast til að geta flutt aðra verðlaunakrossgátu áður en langt um líður. Lausnin: Lárétt: — 1. gleðilegan. —■ 7.sótarahönd. — 14. lokað. — 15. molar. — 16. gikks. — 19. stuna. — 21. Nil. — 22. K. E. — 23. L. V. — 25. ali. — 27. nóta. — 30. nafni. — 32. maura. — 34. hrör. — 36. skam. — 38. róað. — 39. akri. — 40. hlera. — 41. ölglas. — 43. spinnur. — 44. ólærðu. — 45. gól. 46. upp. — 48. in. — 49. ar. — 50. aða. — 51. aum, — 52. uk. — 53. ómorkna. ■— 55. krónaða. — 58. Ra. — 59. asaregn. — 60. Indland. — 62. stuttur. — 68. hættuna. — 74. óf. — 76. óframar. — 78. suðrænn. — 79. s. n. — 80. lúi. — 82. súr. — 83. u. u. — 84. óg. ■— 85. úrg. — 86. sko. —- 87. allrar. — 89. afkoman. — 91. ausker. — 93. valir. — 94. hrak. — 95. aðal. — 97. mjóir. — 98. emð. — 99. veiða. — 100. fumar. — 102. ánna. — 103. ker. — 104. ið. — 105. ör. — 106. mós. — 108. allra. — 110. hamar. — 111, ódugs. — 113. daður. — 114. aðkomumann. — 115. að- fangadag. Lóðrétt: — 1. gamansögur. — 2. ilin. — 3. lok- in. — 4. ekklar. — 5. gas. — 6. að. — 8. óm. — 9. tos. — 10. altari. — 11. raula. — 12. arni. — 13. dag- draumar. — 17. meiðina. — 18. almanak. — 20. stagl. — 22. knapinn. — 24. vakurri. — 26. frera. — 28. óklók. — 29. arl. — 31. fós. — 33. urr. — 34. hlæ. — 35. örður. — 37. nauma. — 40. hlaða. — 42. spor. — 44. óðal. — 47. prestar. — 50. andatrú. — 53. ós. — 54. kg. — 56. ón. — 57. an. — 61. jólaveizla. — 63. t8. — 64. ufsar. — 65. trúr. — 66. um. — 67. raufaði. — 68. hugaður. — 69. æð. — 70. tæra. — 71. ungum. — 72. N. N. — 73. Snorralaug. — 75. fúlar. — 77. rukkaði. — 78. sómaför. — 79. skein. — 81. illur. — 86. skóna. — 88. rið. — 89. ari. — 90. nam. — 92. sjá. — 94. hermm. — 96. lamaða. — 99. veldu. — 101. rómun. — 103. klóm. — 107. sarg. — 109. aga. — 110. haf. — 112. S. N. — 113. Dð. Lausn á 77. krossgátu Vikunnar. Lárétt skýring: 1. Arnarvatnsheiði. — 13. áreið. — 14. sverð. — 15. vá. -—■ 17. mið. — 19. ost. — 20. en. — 21. angan. — 23. æva. — 25. tinna. — 27. laun.. — 28. stefs. — 30. rögn. — 31. dul. — 32. ræ. — 33. ör. — 35. sit. — 36. að. — 37. bóg. —■ 38. lás. — 40. ló. 41. mó. — 42. ís. — 44. sálma- söngsbók. — 46. la. — 47. at. — 49. is. — 51. Rán. — 54. góð. — 56. hö. — 57. sól. — 59. tó. — 60. op. — 61. kaf. — 62. klóm. — 64. tagls. — 67. lærð. — 68. fámál. — 70. fum. — 71. fálma. — 72. ar. ■—■ 73. sáu. — 75. far. — 76. al. — 77. skinn. — 79. mölun. —- 81. Sprengisandsveg. Lóðrétt: 1. alvaldar. — 2. má. — 3. arman. — 4. reir. — 5. við. — 6. að. — 7. N.S. — 8. svo. — 9. hest. — 10. ertir. — 11. ið. — 12. innantóm. — 16. ánauð. — 18. kvenskörungur. — 20. engil. —- 22. gul. — 23. æt. — 24. af. — 26. nös. — 28. sæg. — 29. söl. — 32. ró. — 34. rá. — 37. bólar. ■— 39. sibað. — 41. mál. — 43. sót. — 45. fiskfars. — 48. höfðalag. — 50. sólár. — 52. át. — 53. nót. — 54. gos. — 55. óp. — 56. harma. — 58. lóm. — 61. kæl. — 63. máske. — 65. af. — 66. L.m. — 67. Lárus. — 69. láin. — 71. fald. — 74. ung. — 75. fön. — 77. sr. — 78. ni. — 79. M.A. — 80. NV. R krosspta Vikunnar. 33. geisir. — 34. hestar. — 35. sælu. — 36. hand- fang. — 38. trýni. — 39. glatt. — 40. rjúka. — 42. barefli. — 45. byr. — 47. hryssu. — 50. stiga. — 52. holur. — 54. verzlun. — 58. lína. — 59. atviksorð. — 60. hús. — 61. lógar. — 62. við. — 64. knúði. — 65. vanvirða. — 66. kútur. — 68. á segli. — 71. hár. — 73. forsetn. — 76. faðir. Lárétt skýring: 1. lurks. — 6. kölski. ■— 11. haldi á lofti. — 13. verið til. — 15. þyngdareining. — 17. dval- arleyfi. — 18. ráku. — 19. þögul. — 20. fóðra. — 22. dreif. ■— 23. tala. — 24. tösku. — 25. frostskemma. — 27. mið. — 29. tigna. — 30. farvegurinn. — 31. á reipum. — 34. handagang- ur. — 37. seilar. — 39. beðjur. — 41. breiða. — 43. tröll. — 44. sund. — 45. hýjungur. — 46. matarílát. — 48. mjúk. — 49. eldsneyti. — 50. útibú. — 51. rápi. — 53. stóðið. — 55. missa. — 56. lita. — 57. fugl. — 60. flokkur. — 63. dvína. — 65. batna. — 67. málfr.sk.st. — 69. tekið. — 70. tölug. — 71. tveir eins. — 72. banda. — 74. vegvísi. — 75. fiska. — 76. hól- búa. — 77. vildarmenn. — 78. grútur. Lóðrétt skýring: 2. forsetning. — 3. hýða. — 4. lofthreyfing. — 5. fótabúnaður (fornt). ■— 6. tolla. — 7. verstu veður. — 8. dúkur. — 9. forsetning. — 10. hreyfa. ■— 12. stunda. — 13. ósið. — 14. öndunarfæri. — 16. hress. — 19. flytjir. — 21. heilir. — 24. ver. — 26. húss. — 28. konur. — 32. málspartur. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.