Vikan


Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 11

Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 10, 1941 11 11 ,,Við spurðumst fyrir í þremur eða fjórum húsum, en enginn hafði séð ykkur eða vissi neitt. Svo hittum við ungan mann, og spurðum hann, hvort nokkurt hótel væri hér í nágrenninu. Hann sagði okkur, að þetta litla hótel væri það eina, sem hann þekkti á þessum slóðum. Það sem eftir er af bannsettri sögunni þekkið þér eins vel og ég. Því er nú fjandans ver, að við skyldum nokkurn tima koma hingað, ég hefi að minnsta kosti ekkert að gorta af.“ Mick gekk um gólf stundarkorn. Það leit ekki út fyrir, að Slim væri svo hræddur við Vincent, að hann þyrði ekki að segja neitt. Ef til vill var hægt að hafa eitthvað meira upp úr honum. Hann nam staðar og horfði á hann. „Heyrið nú,“ sagði hann, „ef ég verð nú svo sanngjarn við yður að afhenda yður lögreglunni í staðinn fyrir að skjóta yður og félaga yðar, viljið þér þá segja mér hreinskilnislega, hvernig allt er í pottinn búið ? Það ætti ekki að vera erfitt fyrir yður að velja. Valið er ekki um annað en kúlu í gegnum hausinn eða stutta fangelsisvist. Hugsið yður nú um.“ „Ef ég segði yður allt af létta, Cardby, mundi ég um leið undirskrifa dánarvottorð mitt, og verða í náinni framtíð lagður inn á líkhús til krufningar.“ „Ef þér viljið ekki tala, þá er dauðinn enn þá vísari. Málið liggur þannig fyrir, Slim, að þér hafið þó nokkra möguleika á að sleppa undan Lefty Vincent, en þér hafið ekki nokkra mögu- leika á að sleppa undan mér.“ „Það gæti litið svo út. Það skal ég viðurkenna. En þér þekkið ekki Vincent. Og þér megið reiða yður á, að þegar þér hafið kynnst honum, komist þér á allt aðra skoðun.“ „Skoðið það frá öðru sjónarmiði, Slim. Ef þér bjargið lífi yðar núna með því að leysa frá skjóðunni, eru miklar líkur til, að áður en þessi mikli, ósigrandi Lefty Vincent nái í yður, muni tvennir atburðir ske. 1 fyrsta lagi mun yður verða komið fyrir í ensku fangelsi, sem er örugg- asti staður, sem til er í heiminum. Og í öðru lagi mun ég sennilega gera Lefty Vincent óskað- legan.“ „Þér skuluð nú ekki hælast of fljótt um, Cardby. Ég mundi ekki álíta mig mikið örugg- ari fyrir það, þó að þér næðuð Vincent. Það mundi tvimælalaust verða yðar bani, og hvaða hjálp getur lik veitt mér?“ „Það eru vist margir, sem halda, að það yrði bani minn, ef ég hitti Vincent,“ sagði Mick og yppti öxlum. „Jæja, Slim. Ég hefi boðið yður tækifæri til að lengja líf yðar. Þér viljið ekki þiggja það. Þér um það. Clare, sækið kalt vatn og skvettið framan í Marty. Ég hefi ekki tima til að bíða eftir, að hann rakni við. Við verðum að fara að komast af stað. Þegar við erum komin góðan spöl út á þjóðveginn, ætla ég að fleygja líkunum í einhvern skurðinn." Stúlkunni varð sýnilega ekki um sel. Mick gat stundum verið óhugnanlega sannfærandi. Þannig var hann núna. Hún reyndi að samræma þessar tvær andstæður, annars vegar þetta kalda misk- unnarleysi, þennan hörkulega svip, þessi bitru orð, hins vegar þennan brosandi, spaugsama mann, sem hafði sótt hana til Southampton. Hún Framhaldssaga eftir DAVID HUME. Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni: Lefty Vincent og fjórir félagar hans, Johnny Ryan, Fino, Collins og Catini, hafa rænt banka og drepið gjaldkerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, strengir þess heit, að koma Vincent í hendur ríkislög- reglunni, G-mannanna svo nefndu. Eftir fyrirmælum hennar sitja þeir fyrir honum, en fyrir mistök, skjóta þeir Ryan, en Vin- cent sleppur. Hann hyggur nú á hefndir, og þegar Clare Furness flýr til Evrópu, fer hann á eftir henni. Mick Cardby, sem rekur leynilögreglustöð í félagi við föður sinn, er fenginn til að gæta hennar, þangað til G- mennirnir koma, en þeir eru á leiðinni til Evrópu. Mick fer til Southampton til að taka á móti henni, en Vincent hefir líka sent þangað einn af glæpafélögum sinum. Mick lætur mann frá Scotland Yard tefja fyrir honum i tollinum, en sleppur sjálfur hindrunarlaust burt með stúlkuna og ekur með hana, ýmsar krókaleiðir, því að hann óttast eftirför. Þau koma sér fyrir á litlu veitingahúsi um nóttina og segjast vera systkini á leið til London. Bófarnir, sem eru að elta Mick og Clare, koma í veitingahús- ið. Húsbóndinn þykist ekkert vita, en þeir trúa honum ekki, slá hann í rot og hefja svo leit í húsinu. Mick liggur í leyni og hlustar á samtal þeirra. Þegar Mick sér sér fæi'i á, slær hann annan í rot, en heldur hinum í skefjum með skammbyssunni og neyðir hann til að segja sér allt af létta um eltingaleikinn. hafði lifað innan um menn, sem töluðu i fullri meiningu, þegar þeir töluðu um að fara með óvini sina i bíltúr. Kvíðafull og óróleg fór hún inn í litla herbergið. Þegar hún kom aftur með vatnskönnuna, spýtti Slim á gólfið og leit á Mick. „Fjandinn hirði það allt saman!" sagði hann. „Nú skal ég tala. Já, nú skal ég svei mér tala. Ég hefi engu að tapa. Það er mér full ljóst núna. Og sama máli gegnir víst með Marty. Vincent gæti tæplega farið ver með mig, en að skjóta mig og fleygja mér út í skurð. Látið mig heyra, hvað þér viljið fá að vita.“ „Við skulum taka þetta allt í réttri röð, Slim. Hvað eru þið margir að leita að stúlkunni?" „Ég þekki þá ekki alla. 1 mínum flokki eru um tiu menn. En það eru ekki nærri allir. Vincent á heilmarga félaga í London, sem hafa unnið hjá honum fyrir vestan. Hvað þeir gera, veit ég ekki.“ „Hvað áttuð þið að gera, ef þið fynduð stúlk- una?“ „Ef einhver okkar fyndi hana, átti hann að hringja til höfuðpaursins í London, og geyma stúlkuna vandlega, þangað til Vincent kæmi.“ „Og hver er höfuðpaurinn í London, þangað til Vincent kemur?" „Ég er ekki alveg viss um, hver það er. En ég held, að það sé Spider Harrison. Hann býr í norðurhluta London, og var í félagi við Vincent vestur i Ameríku í sjö eða átta ár.“ Mick varð undrandi. Spider Harrison! Það var undai'legt. Mick hafði komist í kynni við Harri- son og allt af álitið hann einn af minni spámönn- unum. „Hvenær er von á Vincent hingað til landsins ?“ „Það veit ég ekki. Hann fór frá Bandaríkjuuum daginn eftir að stúlkan fór. Það getur því varla liðið á löngu áður en hann kemur." „Með hvaða skipi ætli hann sé, og undir hvaða dulnefni ferðast hann?“ „Það veit ég ekki, Lefty segir engum siíkt. En þér megið vera viss um, að hann kemur. Hann er hvorki ráðalaus né peningalaus. Lefty sagði, að þó að það kostaði hann hundrað þúsund dollara, að koma stúlkunni fyrir kattarnef, mundi hann ekki hika við það. Og það sem hann lofav, efnir hann.“ „Kemur hann einn, eða er hann með einhverja af sínum mönnum með sér?“ „Hann hefir sjálfsagt eina tvo þrjá af þeim skæðustu með sér. Og þegar hann velur sér svona fylgdarmenn, eru það karlar, sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna." „Vitið þér, hvort hann hefir gert nokkrar aðrar ráðstafanir en þessa skipulögðu leit að stúlk- unni ?“ „Nei. Ég hefi sagt yður allt, sem ég veit. Og nú vonast ég til að þér standið við orð yðar.“ „Auðvitað. Clare, skvettið þessu vatni frarnan í Marty. Við getum ekki sloppið héðan, fyrr en hann getur gengið, og nú vil ég fara að komast af stað. Ég held ekki, að það sé hollt fyrir okkur að vera hér mikið lengur." „Þér eigið við —?“ Hún þagnaði. Mick sá, að hún skalf. Hann sá eftir að hafa sagt þetta og gekk nokkur skref aftur á bak á meðan hún baðaði andlit Martys. Hann leit á úrið sitt. Klukk- an var eitt. Og Marty lá hreyfingarlaus eins og trédrumbur. Clare sótti stöðugt meira vatn inn í litla herbergið. Lítill pollur safnaðist á teppið í kringum höfuðið á Marty. „Viljið þér ekki taka handjárnin af mér nú, þegar ég er búinn að játa allt?“ spurði Slim. „Ég skal ekkert gera af mér.“ „Nei, það skal ég sjá um. En mansjetturnar verða kyrrar þangað til ég er búinn að afhenda yður lögreglunni. Nuddið Marty í frarnan, Clare." Mick hélt áfram að ganga um gólf. Hann fann það alltaf á sér, þegar hætta var á ferðum. Nú fann hann, að hættan nálgaðist. Hann vildi sem fyrst komast burt frá þessu hóteli eins langt og hann gat. „Clare,“ sagði hann, „hættið þessu í bráðina. Takið yður heldur stöðu fyrir framan þá og miðið skammbyssunni á maga Slims. Gangið ekki svo nærri honum, að hann geti náð til yðar. Ég ætla niður og tala við veitingakonuna og manninn, ef hann er raknaður við. Ef eitthvað kemur fyrir, þá skjótið umsvifalaust, án þess að hiká.“ „Já, Mick,“ sagði hún. „Ég get vel passað þá.“ Mick flýtti sér niður stigann með skammbyss- una i hendinni. Húseigandinn sat á gólfinu með bakið upp að stóru klukkunni. Konan var að baða enni hans og hélt lyktarsalti fyrir vitum hans. Maðurinn var kominn til sjálfs sín, en virtist al- gerlega utan við sig. Konan hans leit upp ótta- slegin, þegar hún heyrði Mick koma. „Verið ekki hræddar," sagði hann. „Nú þurfið þér ekkert að óttast lengur. Ég skal skýra það allt fyrir yður. Manninum yðar virðist líða betur. Á ég að bera hann inn i stól?“ Hún opnaði munninn, en ekkert hljóð kom. Hún hafði orðið mállaus af hræðslu. „Verið nú ekki svona hræddar. Það er allt í lagi, og mennirnir tveir, sem réðust á manninn yðar, sitja í handjárnum uppi í svefnherberginu. Ég fer rétt strax með þá á lögreglustöðina. Skýr- ingin á þvi, sem skeð hefir hér í nótt, er þessi: Ég' er Mick Cardby ....“ Hann fékk ekki lokið máli sinu. Á sömu stundu greindi hann í bilmótor i fjarska. Svo heyrði hann,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.