Vikan


Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 10

Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 10, 1941 Heimilið Matseðillinn. Sagósætsúpa. l/2 1. vatn, 75 gr. sagógrjón, 1 sítróna, 100 gr. sveskjur, 2 dl. kræki- berjasaft, 75 gr. sykur. Suðan er látin koma upp á vatninu, þá er grjónunum stráð út í og stöðugt hrært i þar til sýður í pottinum; soðið unz grjónin eru orðin glær. Sveskjumar eru þvegnar í sjóðheitu vatni og soðnar í súpunni í 15 min. Sítrónan er þvegin og skorin í sundur og soðin í 10 mín. í súpunni. Saft og sykur látið í súpuna áður en hún er framreidd. Fiskdeig. 1 kg. fiskur (þorskur eða ýsa), salt, 25 gr. kartöflumjöl, 1 dl. rjómi, köld mjólk. Fiskurinn er hreinsaður og flakaður með beitt- um hníf; flökin eru þurrkuð vandlega, lögð á skurðarfjöl og roðið látið snúa niður. Flökin eru skafin með beittum hníf og salti stráð á, fiskur- inn hnoðaður þar til deigið er orðið seigt, síðan hakkað fjórum sinnum í kjötkvörn; tvö síðustu skiptin með mjölinu. Deigið þá hrært með mjólk og rjóma, sem er bætt út í smátt og smátt. Þannig tilbúið fiskdeig má hafa í búðinga, hring- mót, bollur, fisksnúða o. s. frv. Lambasteik. 11/2 kg. lambakjöt (læri), pétursselja, salt, jurtaseyði, 2 matskeiðar feiti, 4 dl. kjötsoð, sósulitur. Himnan er tekin utan af kjötinu, sem er stungið með oddmjóum hníf og pétursseljunni stungið inn í skurðina. Kjötið er síðan látið inn í vel heitan ofn og brúnað í skúffunni. Þegar steikin er orðin fallega brún, er feitinni hellt af og kjöt- soðinu og jurtaseiðinu hellt í skúffuna. Soðið í iyz kl.st. Við og við þarf að ausa soðinu yfir steikina. Hálfri stundu áður en steikin er soðin, er soðið síað; hveitið er hrært út í rjóma og síðan bætt út í soðið; sósulitur og salt eftir smekk. Soðnar kartöflur, agúrkusalat og höfuð- salat er borið fram með steikinni. (Helga Thorlacius: Matreiðslubók. H.f. Leiftur). HÚSKÁÐ. Körfustóla ætti að hreinsa með því að bursta þá fyrst með stíf- um bursta. Þvo þá síðan úr volgu sápuvatni með svolitlu af borax í, einn- ig með stífum bursta. Ef leðursetan í stóln- um verður límkennd eða stöm, má hreinsa hana og gera hana hála með því að nudda hana með benzíni, og bera síðan á hana gljákvoðu, þegar hún er orðin þurr. því skyni að fá þá beina, þungar yfirsængur eða teppi, sem eru vafin svo fast utan um barnið, að það getur lítið eða ekkert hreift sig, þykkar og mjúkar undirsængur, sem barnið sekkur á kaf í, o. s. frv., allt er þetta til ills eins). Það hefir hingað til verið gert of mikið af því að banna börnum að skriða; hreifingin er þeim ein- mitt holl, og sérlega vel til þess fallin að styrkja hryggvöðva þeirra og liðaböndin á hryggjarliðun- Meðferð ungbarna 1 síðasta blaði var skýrt frá því, þegar barnið byrjar að lyíta höfði og reisa sig. 1 þessum kafla segir frá áframhaldandi þroska barnsins I því efni. Úr því að barnið er orðið fimm mánaða fer það að reisa sig enn betur upp, styður fram- handleggjunum á dýnuna eða koddann, sem það liggur á, og loks höndunum. Við þessar hreif- ingar stælast langvöðvar hryggsins og verða smám saman færir um að bera uppi hryggjar- súluna. Áframhaldandi framfarir í þessa sömu átt eru það að barnið fer að skríða, og er eftirtekt- arvert að þá beitir það einmitt vinstri hendi og hægra hné í senn, og hinum á víxl, alveg eins og ferfættu dýrin. Næsta stigið verður þá að ná með höndunum í eitthvað sem er hærra en gólfið, sem það skríður á, og geta með því reist sig upp, til hálfs fyrst, og síðar alveg, svo að barnið stendur nú upprétt með því að halda sér; svo fer það að geta fært sig úr stað, svona upprétt, með öðrum orðum, barnið fer að ganga með, og loks að sleppa sér, þegar það treystir sér til; vöðvarn- ir þá orðnir svo styrkir og jafnvægis-stjórn á þeim fengin svona nokkurn veginn (eins og kunn- ugt er beita börn, sem eru að komast upp á að ganga, mjög svo handleggjunum til jafnvægis- auka). Telja læknar þessa aðferð miklu öruggari til eflingar á öllum vöðvum barnsins og til þess að afstýra hryggsveigjum á ungbarnsaldrinum, en vilja banna allar tilraunir fóstrunnar eða for- eldra til þess að láta bam sitja uppi (oft áður en það hefir uppisetumátt) og til þess að æfa bam í gangi áður en það er fært til þess, en það finn- ur barnið bezt sjálft. Vöðvar þess þurfa að styrkjast, og þann styrk fá þeir ekki með neinu móti nema með hreifingu, æfingu. — Það skilst væntanlega af framansögðu, að allar hömlur á frjálsum hreifingum ungbarnsins em því skað- legar (vafningar í reifa, spelkur við fætur, í Fimm mánaða gamalt barn í sínum uppáhalds- stellingum. Hentugasta stellingin til myndatöku. um og yfirleitt alla vöðva og liðamót. Sumir hafa haft það á móti skriði bama, að þau óhreinkuð- ust svo mjög á höndunum á gólfinu, sem þau skriðu á, bæru svo höndurnar upp í munninn, eins og börnum er títt, og gætu með þessu móti fengið állskonar óþrif upp í sig og óhollustu, meðal annars gerla ýmiskonar, sem alls staðar Þessi dragt klæðir ungar stúlkur einkar vel. — Kraginn er tvöfald- ur og er úr stönguðu satíni og einnig böndin á öxlunum. Skriðandi bam farið að ganga á fjórum fótum; fer bráðum að ganga upprétt. eru. Þetta er eiginlega skynsamlega hugsað, og því hefir verið reynt að sigla fyrir þetta sker. Móðirin eða fóstran þvær vandlega blett af gólf- inu, hæfilega stóran, og er hann svo afgirtur með kistlum, rimlagirðingu eða á annan hátt; þetta verður þá leikvöllur bamsins, sem það get- ur skriðið um og leikið sér á; það getur teygt sig upp á kistlana, fengið þar handfesti til þess að rétta sig upp þegar það finnur sig geta það eða handstyrkt sig á rimlunum og svo gengið með o. s. frv. Eins mætti líka breiða hreint lak eða teppi á ,,leikvöllinn“. En áður en bamið er komið svo langt, að farið sé að taka það fram úr, á rúmið að vera aðal-leikvöllur þess. Einstaka barn gengur áfram fyrir afmælið, flest nokkmm vikum eða mánuðum eftir það, og yfirhöfuð er það afarmisjafnt hvenær börn þora að sleppa sér. En það kemur öllum læknum saman um, að það sé rangt að vera að herða að bömum með að ganga áfram áður en þau eru fær um það. Svör við spurningum á bls. 2. 1. 304,80 m. 2. Já. 3. Salvo errore et omissione (latína): með fyrir- vara, hvað skekkjur og úrfellingar snertir. 4. Já, hlutföllin em tíu á móti einum. 5. Eyja við austurströnd Afríku. 6. Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður. 7. Norskur skíðakappi, sem varð meistari í skíðastökki á síðustu Olympiuleikum og kom hingað til lands fyrir fáum árum. 8. 15. marz 1939. 9. Steingrimur Steinþórsson. 10. 32 gráður á Celsius.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.