Vikan


Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 11, 1941 3 Minnist sjómannanna. Séra Sigurbjörn Einarsson flutti eftirfarandi erindi í útvarp á vegum Slysavarnafélags Islands. Þessi alvarlegu hvatningarorð eiga brýnan boðskap að flytja öllum íslendingum og ættu að falla í góðan jarðveg á þeim miklu slysatímum, sem verið hafa að und- anförnu með þjóð vorri. Þessar tvær myndir eru úr innri höfninni í Reykjavík. Til hægri sést varðbáturinn Óðinri ásamt tveim öðr- um skipum og- rak þau öll upp í fjöru. Til vinstri sést á möstrin og stýrishúsið á m/b Kristínu, sem sökk ásamt m/b Vestra í krikanum hjá Sprengisandi. r Iniðurlagi I. Tím. standa þessi orð: Bjóð ríkismönnum þessarar aldar að hugsa ekki hátt né treysta fallvaltleik auðsins, heldur guði, sem lætur oss allt ríkulega í té til nautnar. Bjóð þeim að gjöra gott, að þeir séu ríkir af góðum verk- um, séu örlátir, fúsir að miðla öðrum, safni handa sjálfum sér í f jársjóðu góðri undir- stöðu til hins ókomna, til þess að þeir höndli hið sanna líf. Það kami að koma á óvart að ég vel þessi orð að minnistexta fyrir okkur hér í kvöld. En þau eiga sérstakt erindi til okkar með tilliti til þess málefnis, sem þessar mínútur eru helgaðar. Getum við Islendingar ekki tekið til okkar þetta ávarp: Ríkismenn þessarar aldar, eða þessa tíma? Við vitum, að við höfum auðg- ast af þeim óhöppum, sem yfir heiminn hafa dunið, slys grannþjóðanna hafa snúið við okkar hag í ytra tilliti, neyð annarra hefir margfaldað verðmæti íslenzkrar vinnu og íslenzkra afurða. Það er öllum ljóst, að ekki getum við treyst þeim auðæf- um, sem okkur hefir í hendur borið, né hugsað hátt þeirra vegna. En það væri vel, ef við hefðum ráð postulans og létum þetta minna okkur á einfaldar staðreynd- ir, einfalda, sjálfsagða skyldu, sem við eig- um lífinu og guði að gjalda, að við yrðum almennt minnugri en ella á það, sem okkur ber að gera til þess að forða slysum og afstýra óhöppum, að við minntumst við mennina þeirrar skuldar, sem við stöndum í við þann guð, sem lætur okkur allt ríku- lega í té. — Við minnumst skipanna okkar, stórra og smárra, sem sækja á mið og til erlendra hafna í óvissum veðr- um útmánaðanna, og við að- steðjandi hættur úr ýmsum áttum, og við finnum til þess sjálfsagt öll, að það er okkar eigin lífsbarátta, sem þar er háð, við eigum líf okkar undir því, að þessar fleytur fljóti, njótum öll ávaxtanna af því áhættusama erfiði, sem þar er innt af höndum. Hvert hand- tak, sem á þeim er unnið er unnið í þágu alþjóðar, hver háski, sem að þeim steðjar, er þjóðarhætta. — Þetta finnum við öll, þegar slys ber að höndum við sjóinn. Hversu mörg slík fregn hefir ekki sleg- ið djúpri, dapurri þögn yfir þetta land, hversu dapurlega hef- ir ekki stormurinn gnúið á gluggum okk- ar hinna, sem lifum i öryggi fjærri boðum og brimofsa, er við vissum að hann var sigursöngur dauðans yfir bát eða skipi, hvílík grafarkyrrð hefir ekki búið í logn- inu eftir mannskaða- storminn, er við viss- um að í því fólst lík- söngur yfir vonum og framtíð margraheim- ila — hefir það ekki verið eins og kippt væri í líftaug hvers einasta Islendings? Það er ekki langt síðan að útlent skip Björgnn úr báðum skipunum fór fram á línu, eins og sjá má á mynd- inni. Mennimir úr portúgalska skipinu voru selfluttir yfir í danska skipið og þaðan í stól eftir línunni i land. Þessi mynd er af danska og portúgalska skipinu, sem stronduou á Rauðarárvíkinni í norðanveðrinu mikla, sem skall á aðfaranótt föstu- dagsins 28. febrúar. Björgunin fór vel úr hendi og tókst slysalaust.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.