Vikan


Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 14

Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 11, 1941 Götuljósmyndarinn. Framh. af bls. 4. in, sem var sýnilega tóm, var brotin upp um hnéð. „Ertu að gefa í skyn, að ég eigi eftir að missa fótinn?“ sagði hann höstugur við ljósmyndarann. „Hvað á svona grátt gam- an að þýða?“ Richie var greinilega brugðið. Hann rið- aði á fótunum og það stríkkaði á hálssin- unum. Maðurinn yppti öxlum og horfði til himins. Skýin voru dimm og samfelld. „Fimm fyrir einn dollara. Ein eftir.“ „Ég ætti að mola á þér hausinn,“ sagði Richie loðmæltur. „Ég ætti að mola á þér hausinn.“ „Jæja, nú er röðin komin að þér, Midge. Flýttu þér nú,“ sagði Mark. Við forðuðumst að líta hvert á annað og fundum allt í einu hráslagann og kuldann í veðrinu. Skuggarnir höfðu vaxið og rökkrið seig óðum að. Köld vindhviða þaut fram götuna, og ég skalf. .' „Já, Midge, þú ert næst,“ sagði Grace. Midge hristi höfuðið og ríghélt sér í handlegginn á mér. „Nei, ég vil fara heim. Gerið það, komið þið heim.“ „Ég er búinn að borga honum,“ sagði Richie. „Láttu nú ekki svona.“ „Ég vil það ekki. Ég skal borga þér það aftur,“ sagði Midge, en ég losaði tak henn- ar og ýtti henni áfram. Hún hikaði enn þá, en við hvöttum hana með undarlegri gremju og óþreyju. „Ég fer ekki með þér út oftar,“ sagði ég. „Ég veit ekki, hvers vegna ég fór að taka þig með.“ „Láttu nú ekki svona,“ sagði Grace. „Þú getur aldrei verið með.“ „Hættu þessu snökti,“ sagði Mark. „Látið mig í friði. Ég kæri mig ekkert um mynd,“ sagði Midge með augun full af tárum. „Þetta er allt í gamni,“ sagði Richie. „Svona nú.“ Midge lét undan og tók sér stöðu fyrir framan myndavélina. „Hve mörg?“ spurði ljósmyndarinn. „Fimm, tíu, tuttugu?" „Ég veit það ekki,“ sagði Midge ótta- slegin. „Segðu honum það,“ sagði Grace. „Get- urðu ekki sagt eitthvað?" „Fimm, fimm,“ sagði Midge óðamála. „Fimm?“ sagði Grace. „Við hvað ertu hrædd? Mín var tuttugu ára. Viltu ekki rætast, áður en gripið hafði verið til ör- þrifaráða. Við þurfum heldur ekki að efa það, að bændurnir á Norður- og Austurlandi fögn- uðu sumrinu, þá loksins það kom og þótt- ust vel hafa sloppið úr þessum þrek- raunum. Það er ekkert að mæta erfiðleikum, ef menn ganga sigrandi af hólmi í baráttunni við þá. láta Bert sjá, hvernig þú eigir eftir að verða?“ „Ég sagði fimm,“ sagði Midge þrjósku- lega. Ljósmyndarinn lagði sjónglerin í vélina, gekk svo til hliðar og smellti af. Hann var fljótur að gera myndina, leit svo upp í loftið og rétti henni myndina um leið. Hún horfði á hana stundarkorn og leit svo hikandi á mig. „Hún er auð,“ sagði hún. „Það sést ekkert.“ Við litum öll á myndina og síðan á ljós- myndarann. „Takið aðra,“ sagði Grace hranalega. „Þessi kom ekki út.“ „Vélin tekur, það sem hún sér.“ Hann var enn kverkmæltari. „Hún er auð, það sést ekkert,“ sagði Midge og fór að snökta. „Af hverju er mín mynd auð? Hinar voru ekki auðar.“ „Hún tekur aldrei slæmar myndir. Hún tekur það, sem hún sér,“ sagði ljósmynd- arinn. Hann hafði gengið upp að veggnum og stóð í skugganum, svo að aðeins sá móta fyrir honum. Midge fór að kjökra, og stóð þarna ein, lítil og lotin, og myndin skalf í höndum hennar. „Hún er auð, hún er auð,“ sagði hún kjökrandi. „Það sést ekkert.“ Fallegasti undirforinginn í her Bandaríkjanna hefir þessi stúlka verið kölluð. Hún er i hjúkrun- arliði hersins. Þessi stúlka heitir Helga Schleuter og er þýzk, en búsett í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu var hún áhorfandi að skrúðgöngu brunaliðsmanna í New York og hljóp þá einhver fítonsandi í hana, hún þreif fánann af fánaberanum, fleygði honum í götuna, tróð á honum og hrópaði: ,,Ég er nas- isti!" Mikil æsing greip fjöldann en stúlkan var tekin föst. 79. krossgáta Vikunnar. Lárétt skýring: 1. heldri menn. — 11. gröf. — 12. feður. — 13. heiður. — 14. rugga. — 16. samþykkja. — 19. eign. — 20. for. — 21. frost. — 22. iðka. — 23. málfr. sk. — 27. þræl. — 28. grjót. — 29. leiðar- merkið. — 30. persónufornafn. — 31. gylta. — 34. tvéir eins. — 35. kvenskárts. — 41. hafs. — 42. heimspekirit. — 43. heilladrykkur. — 47. á fæti. — 49. forsetning. — 50. atviksorð. — 51. þjóðleið. — 52. naut. — 53. tónn. — 56. tveir eins. — 57. umhyggja. — 58. gáfur. — 59. tré. — 61. ganga. — 65. tregu. — 67. verkfæri. — 68. hraust. — 71. fóru. — 73. hugþekkur. — 74. son- ur Loka. Löðrétt skýring: 1. hvarmur. — 2. hræra. — 3. dvali. — 4. dæg- ur. — 5. skammt. — 6. iða. — 7. á burknum. — 8. tvihljóði. — 9. hrufa. — 10. fara á sjó. — 11. þernan. — 15. fatnaður. — 17. veik. — 18. slegnri. — 19. flæktu. — 24. kona. — 25. tindur. —- 26. verkfæri. -— 27. fornafn. — 32. eldhúsgagn. — 33. hrúga. — 35. sterk. — 36. lætur lítt ásjá. — 37. vana. — 38. ílát. — 39. konu. — 40. stofu. — 44. spendýr. — 45. á höfði. — 46. skapstór. — 48. matur. — 49. vopna. — 54. álpast. — 55. skör. — 57. liðamót. — 60. votu. — 62. hás. — 63. vit- leysu. — 64. sjá. — 66. næsta á undan. — 68. fornafn. — 70. tala. — 71. endi. — 72. beygingar- ending. Lausn á 78. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. rafts. — 6. satan. — 11. flíki. ■— 13. lifað. — 15. mg. — 17. ábúð. — 18. öttu. — 19. fá. — 20. ala. — 22. rak. — 23. sjö. — 24. mal. — 25. kalsára. — 27. takmark. — 29. aðla. — 30. æðin. — 31. silar. — 34. fuður. — 37. raðar. — 39. konur. — 41. ká. — 42. risa. — 44. álar. — 45. ló. — 46. ask. — 48. lin. — 49. tað. — 50. sel. — 51. flandri. — 53. trippin. — 55. tapa. — 56. roða. — 57. gassi. — 60. skari. — 63. linna. -— 65. skána. — 67. kk. — 69. rænt. — 70. málg. — 71. uu. — 72. óla. — 74. rat. — 75. ála. — 76. álf. — 77. góðvini. — 78. nirfill. Lóðrétt: 2. af. — 3. flá. — 4. tíbrá. — 5. skúar. — 6. sitja. — 7. aftök. — 8. tau. — 9. að. — 10. ómaka. — 12. iðka. — 13. löst. — 14. tálkn. — 16. glaðs. — 19. farir. — 21. allir. — 24. maður. — 26. salar. — 28. mæður. — 32. aðild. -— 33. rasir. — 34. folar. — 35. unaði. — 36. skaft. — 38. rani. — 39. kátt. — 40. kólna. — 42. áslag. — 45. leiði. — 47. kapal. — 50. spora. — 52. nasir. — 54. prang. — 58. snæri. — 59. innan. -— 60. skáli. — 61. kálar. — 62. skóg. — 64. atti. — 65. smán. — 66. dufl. — 68. kló. — 71. ull. — 73. að. — 76. ái. Svör við spurningum á bls. 2: 1. Borneo. 2. 90° norður breiddar. 3. I Síam. 4. Frá Suður-Ameríku. 5. Já. Eðlisþyngd gulls er 19,3 en siifurs 10,5. 6. Portúgalska. 7. Isbjöminn. 8. Benjamin Franklín, árið 1752. 9. 1000. 10. Portúgalski landkönnuðurinn Magellan.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.