Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 11, 1941
Heimilið
Matseðillinn.
Bollumjólk.
l/2 1. mjólk, 1 teskeið salt. 1 boll-
urnar: 40 gr. smjör, 50 gr. hveiti, 1
dl. vatn, 1—2 egg og salt á hnífs-
oddi.
Smjörið er brætt og hrært saman við hveitið
ásamt vatninu og egginu. Hrært þar til það losar
sig við skeið og skál. Úr deiginu eru búnar til litl-
ar bollur með skeið. Þær eru látnar í sjóðandi
vatn og soðnar í 3—4 mín., síðan teknar upp
með gataskeið og iagðar á fat þar til mjólkin
er framreidd. Þá eru bollumar látnar í skál og
sjóðandi mjólk hellt yfir. Kanel og sykur bor-
inn með.
vatni, sem í hafa verið settar þrjár teskeiðar
af hreinsuðum vínsteini.
Ef súkkulagi hefir hellzt ofan í hvítan dúk,
má ná því burtu með því að strá á blettinn
boraxi og vinda hann svo upp úr köldu vatni.
Steiktar villiendur.
2 endur, flesk, feiti, salt, 2 dl. jurta-
seyði, 2 dl. mjólk, i/2 úl. rjómi, 20 gr.
hveiti, 1 teskeið sykur, 1 teskeið ribs-
berjahlaup, sósulitur.
Endumar em hamflettar, skolaðar vel, lagðar
í mjólk, skolaðar síðan í köldu vatni og þerraðar
vel með hreinum klút. Því næst em þær spik-
þræddar með fleskinu, fylltar með hráum kart-
öflum, brúnaðar vel í potti og salti stráð yfir.
Síðan er mjólkinni og jurtaseyðinu helit. í pott-
inn og soðið með öndunum í 1% klst. Soðið er
síað og jafnað með hveitinu og rjómanum, sykur
og sósulitur og ribsberjahlaup er notað eftir
smekk. Áður en endumar eru framreiddar, em
þær skomar sundur. Brúnaðar kartöflur og salat
berist með.
Bjargfugla og fleiri villta fugla má matreiða
á sama hátt og endur.
(Helga Thorlacius: Matreiðslubók. Útgef. Leiftur)
Húsráð.
Bletti á borðplötum, sem komið hafa eftir heit
ílát, könnur eða föt, er gott að nudda með hús-
gagnaáburði, vaxi eða camfóruolíu. Þurrkið síðan
áburðinn burtu með mjúkum, hreinum klút. Vind-
ið svo mjúkan klút úr hreinu, volgu vatni, látið
þrjá dropa af ammoníaki drjúpa í hann og nuddið
blettinn vandlega með því. Farið svo strax á
eftir yfir með hreinum klút, vættum í hús-
gagnaáburði eða öðm því um líku.
Ef hvít flik hefir gulnað, má fá hana hvíta
aftur með því að sjóða hana fimmtán mínútur í
Heimakjóll.
Þessi skrautlegi heimakjóll (negligee) er úr
mjúku, ljósrauðu ullarefni. Axlirnar eru skreytt-
ar með samlitum storkfjöðmm (marabou).
Meðferð ungbarna
Hér birfast tvær myndir af því, hvernig EKKI
á að fara með börn á fyrsta ári, sem em aö
byrja að fá mátt í hyggvöðva og aðra vöðva
líkamans.
Þriggja mánaða gamalt bam látið sitja á sléttu
gólfi. Af því að hryggvöðvamir eru ekki orðnir
nógu stæltir kemur beygja í hrygginn.
Ef bömin em iátin sitja í halla, er þeim hætt við
að fá hryggskekkju. Þessi mynd er af bami, sem
er með hryggskekkju, af því að það hefir mikið
verið borið og alltaf á sama handleggnum.
Getur nokkra undursamlegri sjón en heilbrigt
bam, sem brosir á móti birtu og sól? Sænski
myndhöggvarinn Elmquist hefir túlkað þetta dá-
samlega í höggmynd sinni „Sólarroð", sem hér
birtist mynd af.
Faðirinn: ■— Ég heyri, að þú sért alltaf neðst-
ur i bekknum þínum. Geturðu ekki fengið annað
sæti?
Sonurinn: Nei, öll hin sætin em upptekin.
Málarinn: — Ég mála ekkert nema andlits-
myndir nú orðið. Hvemig finnst yður þessi mynd?
Gesturinn. — Jú ... hún er nauðalík ... e ...
hver er það?