Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 11, 1941
„Hve mörg, hvað?“
„Ár, ár.“
„Ár? Viltu fá að vita, hvað ég er gam-
all? Hvað kemur það þessu máli við?“
Hann hristi höfuðið og varð allur blár í
framan um leið og hann tautaði eitthvað í
sífellu. I þetta skipti tókst mér að komast
að meiningunni og ég glápti á hann, og leit
síðan á Richie. Undir venjulegum kringum-
stæðum mundi ég hafa hlegið eða brosað.
En ég gerði hvorugt.
„Heyrðirðu, hvað hann sagði?“ spurði
ég. Richie kinkaði vandræðalega kolli.
„Hvað sagði hann?“ spurði Grace.
„Karlinn er með lausa skrúfu," hvíslaði
hann að henni og hélt svo áfram í hærri
tón: „Hann segist taka myndir til þess að
sýna mönnum, hvemig þeir kunni að líta
út eftir svo og svo mörg ár.“
Maðurinn horfði með athygli á hann á
meðan hann var að tala. Hann hristi
höfuðið.
„Ekki, hvernig þeir kunni að líta út,
heldur, hvernig þeir muni líta út,“ sagði
hann. „Vélin sér þig ekki núna, heldur eins
og þú munt verða. Hve mörg ár? Fimm,
tíu, tuttugu?“
Þrátt fyrir hið fjarstæðukennda í þess-
um orðum, voru það þó skiljanlegustu orð-
in, sem hann hafði enn sagt. Grace veifaði
til mín.
„Áfram, Bert. Nefndu einhverja tölu.“
„Ég kæri mig ekkert um, að láta hafa
mig að fífli,“ sagði ég. „Hann sprautar
líklega vatni á mig úr kassanum."
Maðurinn hleypti brúnum og hallaði sér
upp að veggnum með krosslagðar hendur.
„Já eða nei. Á ég að taka mynd eða
ekki? Mér er alveg sama.“
„Sá er merkilegur með sig,“ sagði Mark
og hikstaði. Grace hló.
„Flýttu þér nú, það er að verða dimmt,“
sagði Richie óþolinmóður.
„Gott og vel,“ sagði ég. „Smelltu þá af.“
Maðurinn bjó sig til að taka mynd. „Hve
mörg?“
„Æ, það veit ég ekki,“ sagði ég, mér
fannst þetta allt svo bjánalegt.
„Segðu tíu ár,“ sagði Mark. „Við skul-
um sjá, hvernig þú lítur út eftir tíu ár.“
Maðurinn bjó sig strax mjög faglega til
að taka myndina. Hann stakk höfðinu und-
ir klæðið og lagaði þrífótinn lítilsháttar.
Siðan leit hann á sjónglerin, tók upp þráð-
inn og smellti af án frekari fyrirvara. Því
næst tók hann filmuna úr og setti hana í
málmílát með vökva í. Svo tók hann að
stíga fram á stokkinn og flauta einhverja
lagleysu. Ég horfði á hann með athygli.
Hann var ákaflega ógeðfeldur maður.
Eftir stundarkorn tók hann upp myndina,
leit á hana og fékk mér hana. Hendur
hans voru hnýttar og óhreinar, en ég tók
eftir því, að hann gætti þess að snerta mig
ekki. Svo gekk hann aftur upp að veggn-
um, en hin söfnuðust í kringum mig.
Myndin af mér var skýr, þó að bak-
grunnurinn væri þokukenndur og ógreini-
legur.
„Þetta eru svik,“ sagði Richie. „Hann
lítur alveg eins út.“
„Jú, hann er svolítið öðruvísi," sagði
Grace. „Það eru dýpri drættir í andlitinu,
og hann er feitari."
„Það er bara illa framkallað,“ sagði
Mark.
Ég varð fyrir vonbrigðum. Ég veit ekki,
hvers ég hafði vænzt.,
„Tíu ár eru nú ekki svo mikið. Hann
verður þá aðeins þrjátíu og fimm ára. Þú
hefðir átt að segja tuttugu ár,“ sagði
Grace. „Ég ætla að gera það.“
Hún ýtti mér til hliðar og tók sér stöðu
fyrir framan myndavélina. Ég gekk til
Midge og leit á myndina aftur. Þá tók ég
í fyrsta skipti eftir að fötin, sem ég var í
á myndinni voru með óvenjulegu sniði.
Hönd mín skalf.
„Fylgdu mér heim,“ hvíslaði Midge að
mér feimnislega í von um að hin heyrðu
það ekki.
En ég anzaði henni ekki. Ég starði lam-
aður á myndina af mér. Lítið ör virtist
vera á hægri kinninni á mér. Ég strauk
hendinni yfir slétta hægri kinnina á mér
og horfði á Ijósmyndarann. Hann stóð
framan við myndavélina og var að rjála
við sjónglerin.
„Hvað ertu að gera?“ spurði Grace.
„Hvaða gauf er þetta?“
„Ég er að stilla hana á tuttugu," sagði
hann stuttlega.
„Ef hann flýtir sér ekki, þá fer ég,“
Látinn sendiherra.
Þessi mynd er af Lothian lá-
varði (til vinstri), sendiherra
Breta í Bandaríkjunum, sem
fyrir skömmu er látinn. Hún er
tekin, þegar hann er nýstiginn
úr flugvél, sem hann kom með
yfir Atlantshaf frá Englandi.
Hann varð bráðkvaddur á með-
an verið var að lesa ræðu eftir
hann, en í henni fór hann fram
á aukna hjálp frá Bandaríkjun-
um Bretum til handa. Eftirmað-
ur hans var skipaður Halifax
lávarður.
sagði Mark. „Það er farið að svífa fjandi
mikið á mig.“
Ljósmyndarinn greip í þráðinn og smellti
af án frekari fyrirvara.
„Heyrðu,“ sagði Grace gremjulega. „Ég
var ekki tilbúinn, af hverju varaðirðu mig
ekki við?“
„Það gerir ekkert,“ hreytti hann út úr
sér og fór að öllu eins og með myndina
af mér.
Þegar Grace fékk myndina, þyrptumst
við öll í kringum hana, en hún skyggði
á hana með hendinni, svo enginn nema hún
gat séð hana. Hún brosti, svo hló hún.
„Þetta er ekki ég. Þetta er mamma."
Það var satt, myndin liktist móður henn-
ar. Hún var gildvaxin og virðuleg, og hár-
ið var grátt.
„Mamma þín er aldrei með svona hatt,“
sagði Richie. „Auk þess er þetta ekki alveg
eins og hún.“
„Hann lagar þær til þarna í málmílátinu.
Þetta er f jandi sniðugt. Hann ætti að geta
grætt peninga á þessu. Ég er næstur. Lof-
aðu mér að sjá, hvernig ég lít út eftir
tuttugu ár.“
Maðurinn stóð hreyfingarlaus upp við
vegginn.
„Ekki fleiri myndir, fyrr en ég fæ pen-
ingana,“ sagði hann.
Richie fleygði til hans einum dollara.
„Hérna eru peningarnir. Hafðu þig nú
að þessu.“
Grace var enn að skoða myndina. Allt
í einu hrópaði hún upp yfir sig:
„Nei, sko, ég er með drekanæluna,
Richie. Þessa, sem við sáum í glugganum
í gær og þú sagðist ætla að kaupa handa
mér, þegar þú værir búinn að græða fyrstu
milljónina."
Richie þreif myndina af henni og leit á
hana. Svo rétti hann henni hana án þess
að mæla orð. Hann sneri sér að mér og
lyfti höndunum í þögulli spurningu.
Myndin af Mark var greinilega af hon-
um sjálfum og engum öðrum, nema að
'shann var jafnvel enn horaðri og nauða-
sköllóttur.
„Og að hugsa sér svo allt hárvatnið,
sem ég hefi notað, og alla þá vinnu, sem
ég hefi lagt í það, að bursta hárið og nudda
hársvörðinn," sagði hann. „Það þýðir bara
það, að það verður að koma, sem koma
skal.“
Hann talaði ekkert um svik í þetta
skipti, heldur starði látlaust og sýnilega
hvumsa á myndina. Þegar maðurinn tók
myndina af Richie upp úr málmílátinu, leit
hann á hana og hló kuldalega um leið og
hann rétti honum hana. Richie varð sót-
rauður, þegar hann leit á myndina.
„Heyrðu, hvað er þetta?“ sagði hann
höstuglega. „Á þetta að vera eitthvert
spaug?“ Röddi skalf.
Ég leit yfir öxlina á honum. Myndin var
af Richie, en þó var hann gildvaxnari og
ellilegri, ekki ósvipaður John frænda hans,
nema að einu leyti. Hann hafði hækju
undir hægra armi, og hægri buxnaskálm-
Framh. á bls. 14.