Vikan


Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 1

Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 1
Vik Ógnir hafs og nauða. H||||||AFIÐ skapar oss fs- lendingum örlög. Undir 1111 duttlungum þess er af- koma vor að miklu leyti komin. Það er vort líf — og vor dauði. Ofsi þess og mildi mótar upplit og viðmót manna og kvenna. Björgin er sótt í banvænt fang hafsins, en stundum bregður það svo hramminum, að skip og menn hrekjast um þróttvana, eins og kufungar og skeljar, og lenda í hinum mestu nauðum úti á reginsjó eða uppi við land- steina. Síðustu daga febrúar og það, sem af er þessum mánuði hefir mörg slys borið að höndum: Vélbáturinn Hjörtur Pétursson frá Siglufirði hefir farizt með allri áhöfn, 6 mönnum. Togar- inn Gullfoss er talinn af; á honum voru 19 menn. Tvö skip, annað danskt, en hitt portu- galskt, strönduðu við Rauðar- árvíkina í Reykjavík. Mann- björg varð, enda rösklega unn- ið að björgunarstarfinu. Belg- iskt skip, 5 þús. smál., strand- aði við Kötlutanga, austan Hjörleifshöfða; allri áhöfn var bjargað. Margir bátar slitnuðu upp á innri höfninni í Reykja- vík og rak þá í land og sumir sukku. Fjórir vélbátar í Kefla- vík og Njarðvíkum, brotnuðu 1 spón, en ekkert slys varð á mönnum. Sex menn fórust í lendingu í Vík í Mýrdal. Brezk- ur togari sigldi vélbátinn Olgu frá Vestmannaeyjum í kaf; einn maður drukknaði. Vélbát- urinn Þórir frá Reykjavík og brezkur togari strönduðu á Skerjafirði; mannbjörg varð. — Það hörmulega slys vildi og til á Isafirði, að snjóflóð varð tveimur telpum að bana. Sjá grein séra Sigurbjörns Einarssonar á bls. 3. Níðhöggur styrjaldar fer um lönd og loft og höf og grandar mönnum og eyðileggur mannvirki. Vér Islend- ingar erum ekki ófriðaraðili, en meðal vor er pó háð barátta við höfuðskepnurnar upp á líf og dauða og pjóðin geldur í pví stríði mikið afhroð á ári hverju. Mynd þessi er tekin í kirkju einni í London. Loftvaxnaflauturnar hljóma — enginn veit, hvar næsta fórnin verður færð. Mannlegur máttur gerir sitt ítrasta til að koma í veg fyrir slysin og bjarga og hjúkra — en oft er enga huggun að fá nema líkn bænarinnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.