Vikan


Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 13.03.1941, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 11, 1941 strandaði austur á Mýrdalssandi. Enginn vissi neitt um þann atburð né þá baráttu, sem þar var háð á auðnunum, fyrr en að- framkomnir skipbrotsmenn komu loks heim á bæ eftir langa og villusama göngu um veglausan sandinn. Skipið þeirra var að jagast sundur í brimgarðinum og þar hafði einn félaganna látið líf sitt, og hann hafði þá a. m. k. losnað við að hrekjast um sandinn, hann hafði losnað við hina löngu, árangurslausu bið að leiðarmerkj- um og verksummerkjum mannanna á þess- ari auðu strönd. Þetta er ekki fyrsti harm- leikurinn sömu tegundar um þessar slóðir, og ekki heldur sá átakanlegasti. Sandarn- ir austur þar hafa grafið mikil verðmæti og margur farmaður, innlendur og erlend- ur, hefir þar háð sitt hinnsta stríð. Þá hafði borið inn í eitt ofsalegasta brimrótið, sem getur hér við land, en bjargast í gegn- um það og fengið fast land undir fætur. En hvers virði var það? Þar var engin leiðbeining, aðeins auðnin, sandurinn allt í kring, eins og þar hefði aldrei maður fæti stigið. Þá kom það fyrir, að ströndin, land- ið, var háskasamlegra en brimið, sjórinn úti fyrir. Það ætti ekki að þurfa að koma fyrir, að skipsbrotsmenn væru að hrekj- ast þarna um sandana, án þess að sjá merki þess að menn byggja þetta land. Það ætti að vera kleift að setja upp leiðar- merki, sem vísuðu mönnum til byggða, svo ekki sé talað um hitt, ef þarna væru sælu- hús á söndunum, nægilega þétt og með nokkrum vistum. Þetta var aðeins eitt af fjölmörgum dæmum þess hvað mikið skortir á, að slysavarnir séu komnar hér á landi í það horf, sem okkur sæmir, eitt af f jölmörgum dæmum um það, hversu verkefni Slysa- varnafélagsins eru mörg og aðkallandi og hvílík nauðsyn það er, að við stöndum öll saman um þau málefni, sem það er helg- að. Þessi atvinnuvegur þjóðarinnar, sem af- kastamestur er um lífsafkomu þjóðar- heildarinnar, fiskimennskan og farmennsk- an, er hættulegur atvinnuvegur og verð- ur hættulegur lengst af, þó mannlegt hyggjuvit kunni enn að finna öruggari vamir gegn valdi höfuðskepnanna en orð- ið er. Undursamleg heill og gifta hefir fylgt skipunum okkar um hættusvæði hafsins í yfirstandandi styrjöld og það er ekki eins fjærri hugsunarhætti sjómanns- ins eins og einhverjir kunna að hyggja, sem lítt hafa við sjóinn fengist og ekki séð dauðann ganga hjá svo að segja í hverju spori, að hér hafi komið fram varðveizla æðri máttar. Það er eins satt eins og það var fyrir 25 öldum, að þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verzlun á hinum miklu vötnum, þeir hafa séð verk drottins og dásemdir hans á djúpinu. (Sálm. 107.) Þessi hamingja íslenzku sjómannanna hefir ekki aðeins komið fram í því, að þeim hefir reitt betur af í ferðum sínum, en við dirfðumst að vona, heldur hefir þeim og auðnast að verða öðrum til bjargar. Is- lenzkir menn hafa bjargað nærri 11 Brezk sjóhetja. Sir Andrew Cunningham, sem stjórnaði loft— árásum flotans á ítölsku flotahöfnina Taranto. Bretar héldu því fram, að í þessari loftárás hefðu þeir sökkt helmingnum af stærri herskipum Itala. hundruðum erlendra manna af skipreika á síðast liðnu ári, og skapað með því þann sjóð handa þessari þjóð í hjörtum margra manna erlendis, sem ef til vill verður henni ávaxtaríkari og ófallvaltari en allar inn- stæður í erlendum bönkum. En þegar þess- ir sömu menn, koma upp að sínu eigin landi bíða þeirra hættur nærri við hvert nes, og viðbúnaðurinn í landi til hjálpar, ef illa fer, ekki nærri því eins mikill eins og þarf að vera og vert er og skylt. Hér er verkefni Slysavarnafélagsins, og ekki þess eins, hér er verkefni okkar allra, hvers einasta manns og hverrar einustu konu. Og hér er okkur hollt að leggja á hjartað áminningu postulans, að gjöra gott, vera rík af góðum verkum, fús að miðla. Slysa- varnastarfseminni ber okkur öllum að taka þátt í með allri okkar samúð, með öllum þeim liðstyrk í fjármunum, sem við getum henni lagt. Þið, sem þessir slysa tímar hafa fært óvænta fjármuni, ættuð að minnast þeirrar starfsemi, sem miðar að því að forða slysum hér við land og afstýra óhöppum. Það er gamall og góður siður að gefa til guðsþakka og það er mikið guðsþakkarverk að gerast liður í þeirri starfsemi, sem vinnur að því að slysum fækki og öryggið verði meira við hinn áhættusama lífsveg þessarar þjóðar. Ég get ekki hugsað mér annað en að sá, sem það gerir, safni handa sjálfum sér í fjár- sjóðu góðri undirstöðu til hins ókomna, til þess að hann höndli hið sanna líf. En þú, lifandi guð, þú, sem hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns, þú, sem læt- ur oss allt ríkulega í té, við biðjum þig að blessa það starf, sem unnið er til þess að bjarga og hjálpa, og eins og vér vitum, að þú vakir yfir hverju slíku starfi með þinni velþóknun, eins biðjum vér, að þú vildir gera oss að lifandi, vakandi og fórn- fúsum þátttakendum í því. Haltu almátt- ugri verndarhendi þinni yfir hverjum Is- lending á sjó og landi. Miskunnaðu þig yfir mannkynið allt. Faðir vor, þú sem ert á himnum...... „Verið pér sælir, hr. Chipsu D ithöfundurinn James Hilton skrifaði árið 1933 skáldsögu og skýrði hana heitinu „Verði þér sælir, hr. Chips.“ Sagan er um enskan skólakennara, en faðir höf- undarins var enskur kennari. Það var ekki hægt að segja um þessa sögu, að hún væri stórfengleg, ekki heldur, að létt væri yfir henni og frásögnin var í fyllsta máta smá- munasöm. Enda fór ekki mikið fyrir henni á bókamarkaðinum ameríska, fyrr en einn frægasti gagnrýnandinn vestra, Alexander Woolcott, hellti yfir hana hóli í útvarps- erindi. Eftir það seldist sagan geysimikið. Sagan var kvikmynduð, eins og títt er um bækur, sem ná söluhámarki, og mynd- in hlaut sömu vinsældir. Hún var tekin í Englandi með hjálp eins hinna gömlu heimavistarskóla. Tvö hundruð drengir í Repton-skólanum gáfu tvær vikur af sumarleyfi sínu til þess að taka þátt í töku myndarinnar. James Hilton hóf ritstörf mjög ungur. „Manchester Guardian“ birti fyrstu grein hans og var höfundurinn þá 17 ára gamall. „Verið þér sælir, hr. Chips“ var skrifuð á met-tíma. Hilton hafði verið beðinn um að skrifa langa sögu í jólahefti „British Weekly“ og hún þurfti að vera tilbúin innan hálfs mánaðar. Hilton datt ekki söguefnið strax í hug, en þegar hann hafði fengið hugmyndina, skrifaði hann söguna á fjórum dögum. „Verið þér sælir, hr. Chips“, er nýkomin út í íslenzkri þýðingu Boga Ólafssonar menntaskólakennara, en Stefán Ögmunds- son er útgefandi bókarinnar. Kvikmyndin hefir verið sýnd hér á landi og þótti af- burða góð. Þótt sagt hafi verið, að saga þessi sé ekki stórfelld, þá verða menn gagnteknir við lestur hennar. Ferill skólakennarans í öllum sínum einfaldleik er svo látlaus og eðhlegur og á köflum hrífandi, að lesand- anum finnst hann hafa verið að lesa sanna sögu og hugljúfa. Bóndi. Hann fékk það starf að rækta grýttan reit og reisa hús — og verða sveitarstoð, og Islands vætta átrúnaðargoð. Já, einn af mörgum — þegn í fríðri sveit. • Á morgni lífs síns hóf ’hann hérna verk með hetjulund og átti viljans móð, og hendur tvær og óþreytt æsku blóð; þá orkulind er reyndist nógu sterk. Sjá, dagur líður, æfin á sér kveld og æsku týndu lífsins hörðu kjör. En þegar svo er siglt að hinstu vör er sælust dvöl við heimakveiktan eld. Við sáum, árla, ungan, hraustan mann en öldung síðla, genginn hvílu til. En milli þeirra brúar jörðin bil sem blessun fyrir líf og starf hans fann. Óskar Þórðarson frá Haga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.