Vikan


Vikan - 20.03.1941, Side 12

Vikan - 20.03.1941, Side 12
12 VIKAN, nr. 12, 1941 nokkrum klukkutímum þekktum við alls ekki hvort annað, en síðan við hittumst, hefi ég í fyrsta lagi verið systir yðar, þar næst giftist ég yður í Gretna Green og nú er ég eftir öllum sólarmerkjum að dæma frú Wheeler frá London. Hvað ætli ég verði næst?“ „Þér getið sem bezt orðið móðursystir mín. Þér eruð einmitt gæddar þeim eiginleikum, sem ég mundi meta mikils hjá ungri, elskulegri móð- ursystur. Er yður nokkuð ógeðfelt að eiga mig fyrir systurson ?“ „Því þá ekki heldur ...“ 1 þessum svifum kom næturvörðurínn aftur og setti bakka með flöskum og glösum á borðið. „Hvað viltu, elskan min?“ spurði Mick ástúð- lega. „Svolítið konjak og sódavatn. Og tvær kex- kökur." „Látið mig fá tvo konjaks snapsa, og flýtið yður nú.“ „Undir eins og næturvörðurinn var farinn, lagði Mick höndina á öxl Clare og leit brosandi fram- an í hana. „1 guðanna bænum setjið hanzkann upp aftur. Ég hefi aldrei á æfi minni séð nokkuð eins nakið og þennan baugfingur, sem giftingarhringurinn. á að prýða. Og verið svo dálítið fýlulegri á svipinn, Clare. Þér líkist alls ekki giftri konu.“ Þegar þau höfðu lokið við að drekka, tók næt- urvörðurinn töskumar þeirra og vísaði þeim upp í svefnherbergið. Þegar hann var farinn, rann- sakaði Mick herbergið og gluggana. Svo tók hann stól og setti hann við hurðina, þannig, að bakið nam undir snerilinn, og síðan sneri hann lykl- inum í skránni. VIPPA-SÖGUR Flugvélin hans Edda. ----- Bamasaga eftir Halvor Asklov. - Tveir þorparar höfðu rænt Vippa litla og ætluðu síðan að heimta fyrir hann lausnargjald af Madsen kvikmyndastjóra. En það fór illa fyr- ir þeim. Lögregluþjónn tók þá fasta, af þvi að þeir óku bílnum upp á gangstéttina. Steve hafði stungið Vippa ofan í vasa sinn, til þess að lögregluþjónninn sæi hann ekki. En í sama vasa var skammbyssa og fór Vippi að fikta við gikkinn á henni og hleypti skoti óvart af. Það sakaði þó engann, en Vippi féll í yfirlið af ein- skærri hræðslu. Lögregluþjónninn fór með þorparana á lögreglustöðina. Á lögreglustöðinni kom það í ljós, að Steve og Georg voru alræmdir af- brotamenn, sem lögreglan hafði lengi verið á hnotskóg eftir. Þeir voru því lokaðir inni í klefum, sem rammgerð- ar jámgrindur voru fyrir. Þar áttu þeir að híma þangað til þeir yrðu yfirheyrðir. Þegar Steve var orðinn einn, fóf hann ofan í vasa sinn og tók Vippa upp úr honum. Vippi var nú raknaður úr rotinu, en hann var ennþá svo lamaður af hræðslunni, sem greip hann, er skot- ið hljóp úr byssunni, að hann vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og horfði undr- andi í kringum sig. Hvað hafði kom- ið fyrir, og hvers vegna var hann hér innilokaður í þessu mikla fuglabúri með ókunnugum manni? En svo minntist hann allt í einu alls þess, sem fyrir hafði borið. „Slepptú mér, bamaræninginn þinn!“ hrópaði Vippi fokvondur og brá við svo skjótt, að hann losnaði úr höndum Steve og komst niður á gólf- ið. „Ég skal svei mér segja frá því, hvað þér hafið gert af yður,“ sagði hann reiðilega. Steve þaggaði niður í honum. „Já, nú ertu hræddur, karl minn,“ sagði Vippi borginmannlega. „Nei, nei! Hafðu bara hátt, ef þú vilt láta taka í lurginnn á þér,“ sagði Steve illgimislega. En Steve ætlaði með þessu að hræða Vippa til þess að flýja, áður en lögreglan sæi hann og kæmist að því, hver hefði rænt honum. „Taka í lurginn á mér,“ sagði Vippi dauð-hræddur. „Heldurðu kannske, að lögreglu- þjónninn verði mjúkur á manninn við þig, þegar hann fær að vita, að það varst þú, sem skauzt úr byssunni?“ spurði Steve. „Ég skaut ekki á neinn,“ sagði Vippi. „Ég hefi ekki gert á hluta nokkurs manns." „Þú segir það, piltur minn! Þú ert auðvitað að hugsa um að Ijúga þig út úr öllu saman. En þú ætlaðir nátt- úrlega að skjóta á lögregiuþjóninn." Þetta sagði þorparinn til þess að hræða aumingja Vippa. Nú varð hann líka ofboðslega hræddur. „Það datt mér aldrei í hug,“ mót- mælti hann og var mjög áhyggjufull- ur. Þetta var þokkaleg klípa, sem hann var lentur í. Átti nú að fara að „Það væri laglegt, ef ég færi að hleypa yður út, svo að þér gætuð rænt mér aftur,“ sagði Vippi. bera það upp á hann, að hann hefði ætlað að skjóta mann. Það var hræði- legt! Ekki kom til nokkurra mála, að hann biði eftir því, að menn tækju hann saklausan fastan. Hann hljóp eftir klefagólfinu og smeygði sér út á milli jámrimlanna. „Nú bið ég að heilsa og þakka fyrir mig,“ sagði Vippi. „Vittu, hvort þú getur ekki náð í lykil og hleypt mér út,“ sagði Steve og hafði skipt um tón og var vin- gjarnlegur í málrómnum. En svo ein- faldur var Vippi litli ekki. „Ég ætti ekki annað eftir!“ sagði hann háðslega. „Það væri laglegt, ef ég færi að hleypa yður út svo að þér gætuð rænt mér aftur." Nú var opnuð stór hurð í öðrúm enda gangsins. Fangavörðurinn var á ferðinni til þess að sækja Steve, því að það átti að fara að yfirheyra hann. Vippi notaði um leið tækifærið til að sleppa út. Hann hljóp eftir mörgum göngum og niður margar tröppur. Og skreið að lokum út um glugga og lenti niðri á gangstétt- inni. Þetta var snemma morguns og fátt fólk á götunni. Hvernig á ég nú að komast heim til Madsen ? hugsaði Vippi. Hann var mjög áhyggjufullur og settist á tröppur til þess að hugsa málið. . Skömmu síðar' var útidyrahurðin opnuð og drengur með stóran pakka undir hendinni kom á fjórum fótum út. Bandið, sem var utan um pakk- ann, slitnaði og lítil flugvél kom í ljós. „Þú sérð ekki fótum þínum for- ráð, Eddi!“ sagði móðir drengsins, sem kom út á eftir honum. Eddi var að skreiðast á fætur og ná í flugvélina. Hann sagði: „Ég meiddi mig ekkert, mamma." „En skemmdist flugvélin ekkert?“ spurði móðir hans. Eddi rannsakaði flugvélina vand- lega. „Hún er sem betur fer alveg heil!“ sagði hann alls hugar feginn um leið og hann setti umbúðimar í skyndi utan um flugvélina — ■ en gætti þess ekki, að Vippi lenti með henni í pakkanum. „Komdu nú! Við verðum að flýta okkur, svo að við missum ekki af lestinni," sagði móðir hans og þau flýttu sér á brautarstöðina. Eddi var sem sé að fara í heimsókn til frænda síns, sem bjó uppi i sveit. Eddi hlakk- aði mjög til þessarar ferðar, því að nú fékk hann loks tækifæri til að reyna jólagjöfina sína — spánýja flugvél. „Mundu nú eftir því, að þú verður að láta frænda hjálpa þér við að setja flugvélina á loft, þú mátt ekki gera það einn,“ sagði móðir hans, þegar hún kvaddi hann við lestina. Nokkrum klukkutímum síðar steig hann úr lestinni á lítilli járnbrautar- stöð við rætur hárra fjalla. Frændi hans var ekki mættur til þess að taka á móti Edda, en það gerir ekkert til, hugsaði hann, ég hlýt að finna sveitabæinn. Eddi var ekki fyrr komnin út úr lestinni en hann varð var við að það • var dálítið kul og heppileg flug- skilyrði. Hann langaði ósköp mikið til þess að reyna strax flugvélina. Mamma hans hafði að vísu sagt, að hann mætti ekki gera það einn. En það var óumræðilega lokkandi að vita, hvemig hún flygi og hann þurfti ekki að gefa nema lítið eftir af bandinu. Enn stóðst hann freistinguna dá- litla stund, en þar kom, að hann gat ekki á sér setið og reif umbúðirnar utan af henni. „En hvað hún er falleg!“ sagði hann í hrifningu við sjálfan sig, þótt hann væri búinn að skoða hana minnst hundrað sinnum. Svo kom hann auga á Vippa, sem sat eins og flugmaður inni í vélinni. „Nú, mamma hefir keypt handa mér flugmann!" hrópaði Eddi af kæti. Ég held hann megi halda, að ég sé brúða, hugsaði Vippi og sat graf- kyrr og sagði ekki neitt. En nú fannst Edda hann mega til með að vita, hvort flugvélin gæti borið flugmanninn. Hann hljóp því til, eins hratt og hann gat, sleppti henni síðan, en gætti þess að halda fast í bandið. Vélin stakst á ýmsa enda, tók hlið- arveltur, svo að Eddi varð að hlaupa lengra og gefa meira eftir af band- inu. Þá réttist hún við og sveif hærra og hærra upp í loftið. Eddi gaf alltaf meira og meira eftir af bandinu. Þetta var flugvél í lagi! En hrifning hans breyttist fljótt í áhyggjlr og vonbrigði. Hann var að missa stjóm á vélinni! Hún var orðin ,,óþekk“ og kippti fastar og fastar í bandið. „Nú dreg ég þig niður, óþekktar- anginn þinn!“ sagði Eddi við sjálfan sig og ætlaði að draga að sér vélina. En þá slitnaði bandið! Það lá nærri, að Eddi færi að gráta, þegar hann sá flugvélina, fallegu jólagjöfina sína, svífa burt í loftinu og engin von til þess, að hann fengi hana nokkurn tíma aftur. Svona var að gegna ekki mömmu! En Vippa þótti gaman! Nú var hann enn farinn að fljúga og það átti við litla vininn okkar. Gaman væri að lenda i Evrópu, hugsaði hann. Að vísu vissi hann, að langt var þangað, en hafði þó ekki hugmynd um, hve leiðin var löng, því að ef hann hefði vitað það, mundi hann ekki hafa fýst í svo langa flug- ferð. Auðvitað fór vel fyrir Vippa í þetta skipti, eins og oftast áður. Hann komst klakklaust niður á jörðin aftur — en það er önnur saga.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.