Vikan


Vikan - 20.03.1941, Blaðsíða 13

Vikan - 20.03.1941, Blaðsíða 13
VIKAN. nr. 12. 1941 13 Ný leikföng vísindanna. Eftir QEORQ W. QRAY Náttúran hefir yndi af að fela sig,“ hefir einhver spakur maður sagt. " Hann hefði getað bætt því við, að maðurinn hefði yndi af að leita. Frá þess- um tveim andstæðum er sprottinn hinn «ilífi eltingaleikur, sem við köllum nútíma- vísindi. Eftir því sem leikurinn berst nær leyndardómum náttúrunnar, verður hún þögulli og leitar í skuggann, en hinn leit- andi mannsandi byggir nýjar árásarfyrir- ætlanir á áður fenginni reynslu og verður æ djarftækari. Þannig gengur eltingaleik- urinn í sífellu. Sumar aðferðir leitandans eru byggðar á beinni hugsun, útreikningum — og hefir furðulegur árangur fengizt með þessu, árangur, sem raunvísindin og tæknin síðan notfærðu sér. Aðrar eru áþreifanlegri, svo sem vélar og önnur tæki. Fyrir mörgum árum sagði rithöfundur- inn G. K. Chesterton, að vélar mannanna væru ekki annað en eftirlíkingar af leik- föngum barnsins. Þetta er að vísu djúpt tekið í árinni. en þó er það engu síður satt, að á rannsóknarstöðvum vísindanna má sjá alvörugefna vísindamenn nota áhöld, sem eru eins konar æðri eftirlíking af leik- föngum. Ég man, hve starsýnt mér varð á mann, sem var að skjóta örvum af boga í gegnum bráðið kvarts. Þegar örin flaug í gegnum heitan vökvann, dró hún á eftir sér fína þræði úr kvartsinu, sem storknuðu í loftinu. Með þessu leikfangi tókst mann- inum að framleiða þá hárfínu kvartsþræði, sem hann þurfti að nota við tilraunir sínar. Mundi yður þykja gaman að koma á bak stjörnukíki? Ég er ekki að gera gys að yður. Ef þér vilduð koma með mér í Palo- mar Mountain rannsóknarstofnunina í Californíu, munduð þér komast að raun um það. I flestum stórum stjörnukíkjum er stjörnuljósinu endurvarpað með stórum spegh í aftari enda kíkisins, á lítinn spegil, sem er í efri enda kíkisins og þaðan í gegn- um sjóngler athugandans. Hann situr á hreyfanlegum stóli, sem hann getur stillt eftir hæð sjónglersins, og úr þessum stóli, sem er við hlið kíkisins, fylgist hann með gangi stjarnanna og stjórnar ljósmynda- tökunni af honum. En í þessum risakíki í Californíu, hann er fimmtíu og fimm fet á lengd, er neðri spegillinn seytján fet í þvermál, og efri spegillinn yrði þá að vera fimm fet í þver- mál. Hví þá ekki að setja lítinn klefa á þann stað í kíkinum, sem litli spegillinn átti að vera, og láta stjömufræðinginn gera athuganir sínar þar, í staðinn fyrir að sitja í stólnum utan við kíkinn. Þetta var gert. Klefa, sem er eins og skothylki í laginu, og er fimm fet í þvermál, hefir verið kom- ið þar fyrir. Safngler, sem í botni klefans, safnar endurvarpinu frá stóra speghnum saman og varpar því á sjóngler athugand- ans, sem er inni í klefanum. Allir drengir kannast við slöngur og slöngukast. Slangan var án efa vinsælt leikfang þegar á dögum Golíats, eða kann- ske miklu lengra aftur í tímann. Að minnsta kosti er það ævagamalt leikfang. En á rannsóknarstofum nútímans hefir lögmál slöngukastsins verið tekið í þágu erfiðustu og eftirsóknarverðustu rann- sóknarefna vísindanna — rannsókninni á gerð frumeindarinnar, atomsins. Cyclo- troninn, hin volduga atom-sprengivél, sem eðlisfræðingar í Bandaríkjunum, Englandi og Danmörku og ef til vill víðar nota við rannsóknir sínar, er raunverulega ekki annað en rafmagns-slanga, sem slöngv- ar örsmáum eindum í atomin. I Cyclotroninum er skeytunum sveiflað í hringi með vaxandi hraða, þangað til hann er orðinn um þúsund mílur á sekúndu, þá er þeim sleppt, og má geta nærri, að högg- in séu mikil, enda hafa atomin þegar fall- ið fyrir þeim, eins og Golíat fyrir Davíð. 1 vélasal Columbía-háskólans er lítil, sterkbyggð hringekja úr stáli. Vísinda- mennirnir kalla það auðvitað ekki því nafni. En alveg eins og maðurinn í hring- ekjunni finnur, hvernig miðflóttaafhð leit- ast við fleygja honum út úr henni, þannig verða hlutir, sem settir eru í stálekjuna í Columbía-háskólanum fyrir sama aflinu eða þrýstingnum. Verkfræðingar háskól- ans nota þetta tæki til þess að mæla burð- arþol eða styrkleika bygginga. Þeir búa til lítil líkön af flóðgörðum, grunnum, námu- stoðum o. fl. Þessi líkön eru byggð eftir nákvæmlega sömu hlutföllum hvað styrk- leika og stærð snertir og eru þau svo sett í stálekjuna og þrýstingurinn, sem þau verða fyrir í henni er nákvæmlega mældur og má þannig reikna út, hve mikið burðar- þol þess, sem líkanið er af, er mikið. Á þakinu á rannsóknarstofu einni í Massachusett er ljósmyndavél með mörg- um linsum. Hún stendur á palli, sem snýst og hafa með henni verið gerðar nýjar upp- götvanir um eðli eldinga. Það er nýstárlegt atriði við þessar rann- sóknir, sem verðskuldar athygli og viður- kenningu. Yfir ljósmyndavélinni og rann- sóknarsvæðinu er hringmyndað þak, en af því að það er tilgangurinn að Ijósmynda þrumufleygana um leið og þeir myndast, og af því að þeir geta myndast á hvaða augnabliki, sem er og í hvaða átt sem er, verður útsýnið að vera opið í allar áttir. Það mega því engir útveggir vera. En eld- ingum fylgir oftast áköf rigning og storm- ur og er því hætt við að vindurinn lemji rigninguna inn undir þakið og á linsur myndavélarinnar. Rannsóknarmennirnir fundu snjallt ráð við þessu. Þeir komu fyrir leiðslum með háþrýstilofti eftir allri þakbrún hringmyndaða þaksins og komu því þannig fyrir, að stöðugur straumur af háþrýstilofti streymdi lóðrétt niður af þak- brúninni. Snörpustu vindhviðum tókst ekki að feykja rigningunni í gegnum þenn- an loftvegg, og þó er þessi veggur gagn- særri en gler. Það er þegar farið að hagnýta þessa að- ferð á úti-veitingahúsum og vafalaust á hún fyrir sér að verða tekin í notkun á öðrum sviðum. Ný aðferð hefir verið fundin til að stilla úr og klukkur. Venjulega tekur það úr- smiðinn nokkra daga að fá úrið til að ganga rétt. Fyrst þarf að láta það ganga í einn sólarhring til að sjá, hvort það flýtir Tveir vinir, Allir kettir hafa yndi af fugl- um — sér til smekkbætis, en- þessi köttur mundi aldrei láta sér til hugar koma að beita vin sinn, spörfuglinn, sem sést hér á myndinni, klóm eða kjafti. Hann sigraðist á freistingunni, fyrir fjórum árum, þegar spör- fuglinn var hirtur upp votur og hungraðyr fyrir utan gluggann þar sem kisa átti heima.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.