Vikan


Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 17, 1941 3 SHERWOOD ANDERSON: Fadir og sonur. Eitthvert undarlegasta fyrirbrigði mannlegs sambands er sambandið milli föðurs og sonar. Ég veit það nú eftir að ég hefi sjálfifr eignast syni. Sérhver drengur krefst einhvers sér- staks af föður sínum. Það er sagt, að feður vilji, að synir þeirra verði það, sem þeir sjálfir gátu ekki orðið. En mín reynsla er, að því geti einnig verið öfugt farið. Ég man, að þegar ég var lítill drengur, óskaði ég þess heitt, að faðir minn væri öðru vísi. Ég vildi, að hann væri þögull og virðu- legur í framkomu. Þegar ég var með öðr- um strákum, og hann gekk fram hjá á göt- unni, þráði ég að geta sagt með hreykni: ,,Þarna er hann. Þetta er pabbi minn.“ En hann var ekki þannig. Hann gat ekki verið það. Mér fannst þá, að hann væri alltaf að leika. I bænum, sem við áttum heima í, voru oft leiksýningar. Lyfsalinn,' skósalinn, dýralæknirinn og fleiri máttar- stólpar bæjarins stóðu að þessum sýning- um. Faðir minn fékk oft aðalskophlutverk- ið. Ef það var til dæmis leikrit úr þræla- stríðinu, lék faðir minn skoplegan, írskan hermann og gerði alls konar hundakúnstir. Fólki þótti gaman að þessu, en mér ekki. Mér fannst það hræðilegt. Ég skildi ekki, hvernig móðir mín gat þolað það. Hún hló jafnvel með hinu fólkinu. Ef til vill hefði ég hlegið líka, ef hann hefði ekki verið faðir minn. Þegar skrúðganga var á þjóðhátíðar- daginn, fjórða júlí, var hann alltaf með, og venjulega fremstur í fylkingu og reið hvítum fáki, klæddur eins og marskálkur. En hann var klaufi að ríða og stundum datt hann af baki og þá æptu allir af hlátri, og honum var alveg sama. Honum þótti gaman að þessu. Ég man eftir því, að einu sinni vakti hann almennan hlátur á miðri aðalgötu bæjarins. Ég var með nokkrum öðrum strákum, sem voru að hrópa og hlæja að honum, en hann kallaði á móti og skemmti sér engu síður en þeir. Ég hljóp niður trjágöng á bak við nokkur vörugeymsluhús, faldi mig í kirkjunni og grét lengi. Stundum, er ég var háttaður á kvöld- in kom pabbi heim góðglaður og oftast menn með honum. Hann sást varla nokk- urn tíma einn. Áður en reiðtygja-verzlunin hans varð gjaldþrota, var allt af fullt af mönnum í búðinni. Hann varð auðvitað gjaldþrota af því að hann lánaði of mikið. Hann gat ekki neitað neinum. Mér fannst hann vera kjáni. Ég var jafnvel farinn að hata hann. Oft voru menn með honum, sem ég hafði elj:ki haldið að hefðu gaman af að fíflast með honum. Stundum var það jafnvel skólastjórinn eða rólyndi maðurinn, sem rak járnvöruverzlunina. Einu sinni man ég, að með honum var gráhærður maður, sem var gjaldkeri í bankanum. Það var merkilegt, að þeir skyldu vilja láta sjá sig með öðrum eins vindhana. Því að það fannst mér hann vera. Nú veit ég, af hverju menn hópuðust svo að honum. Það var af því, að lífið í bænum — eins og í öðrum smábæjum var oft fremur fábreytt og gleðisnautt og hann f jörgaði það upp. Hann vakti hlátur. Hann gat sagt sögur. Hann gat jafnvel fengið menn til að syngja. Ef þeir komu ekki heim með honum á kvöldin, þá fóru þeir venjulega út á litla grasflöt við litla á. Þar elduðu þeir mat, drukku öl og sátu umhverfis hann og hlustuðu á sögur hans. Hann var allt af að segja sögur af sjálf- um sér. Af einhverju furðulegu, sem hann hafði lent í. Gjarnan var það eitthvað broslegt, eitthvað, sem gerði hann að fífli. Honum var alveg sama um það. Ef Iri kom á heimilið til okkar, sagðist pabbi vera Iri. Hann sagði í hvaða héraði hann væri fæddur á írlandi, og hvað skeð hefði þar, þegar hann var drengur. Hann sagði frá þessu svo eðlilega og sannfær- andi, að ef ég hefði ekki vitað, að hann var fæddur í suður Ohio, hefði ég trúað því sjálfur. Ef Skoti kom í heimsókn, endurtók sama sagan sig. Röddin fékk skozkan hreim. Eins gat hann verið Þjóðverji eða Svíi. Hann var allt af sömu þjóðar og gest- urinn. Ég held, að þeir hafi allir vitað, að hann var að skrökva, en þeir virtust kunna því vel og þykja gaman að því þrátt fyrir það. Sem drengur gat ég ekki skilið þetta. Og svo var það mamma. Hvernig gat hún afborið þetta? Oft langaði mig til að spyrja hana að því, en ég gerði það aldrei. Hún var ekki þannig, að auðvelt væri að spyrja hana slíkra spurninga. Margar af sögum pabba voru frá þræla- stríðinu. Þegar maður hlustaði á hann segja þær, var helzt að heyra, sem hann hefði tekið þátt í öllum orustunum, sem háðar voru. Hann hafði þekkt Grant, Sherman, Sheridan og fjölda annarra. Einkum hafði hann verið nákóminn Grant hershöfðingja, og þegar Grant fór austur til að taka við yfirstjórn alls hersins, tók hann pabba með sér. Þannig voru sögurnar, sem hann sagði. Auðvitað vissu menn, að hann var að skrökva, en þeim virtist þykja jafngaman að þeim fyrir því. Þegar hann varð gjaldþrota og við höfð- um ekkert til að lifa af, haldið þið að hann hafi þá reynt að færa einhverja björg í bú? Nei. Ef ekkert matarkyns var til á ........................................... | Shenvood Anderson er amerískur rithöf- E ; undur. Hann var 35 ára, þegar hann byrjaði i ; að skrifa, en síðan hafa komið út eftir hann = 1 margar bækur, sem hiotið hafa alheims- i i athygli og mikið voru umræddar um eitt E í skeið. Skólaganga Andersons var óregluleg, | E og þegar móðir hans dó, er hann var 14 | E ára, hætti hann öllu námi. Hann vann svo E | að ýmsu, tók þátt í spánsk-ameríska stríð- E E inu og varð ioks forstjóri fyrir málningar- i i verksmiðju i Ohio. Dag nokkurn, þegar E i hann var í miðjum klíðum að semja verzl- i E unarbréf, ákvað hann að hætta öllum verzl- E i unarstörfum, tók hatt sinn og fór. Síðan E | hefir hann átt heima í Chicago, New Orle- | E ans og New York. Nú er hann 64 ára og 5 i starfrækir tvii dagblöð — annað demókrat- § E iskt og hitt republicanskt — í Marion í i Í Vancover. heimilinu, fór hann í heimsóknir á sveita- bæina í kring. Honum var alls staðar vel tekið. Stundum var hann burtu vikum sam- an. Mamma vann þá fyrir okkur, og ef hann svo kom heim með kjötlæri eða eitt- hvað þess háttar, sem einhver kunningi hans upp í sveit hafði gefið honum, fleygði hann því á eldhúsborðið og sagði: ,,Ég skal þó að minnsta kosti sjá um, að börnin mín hafi eitthvað að éta.“ Og mamma stóð og horfði brosandi á hann. Hún sagði aldrei eitt orð, þó að hann hefði verið vikur eða mánuði í burtu án þess að sjá okkur fyrir einum eyri til matar. Einu sinni heyrði ég hana tala við konu úti á götu. Ef til vill hefir konan verið að láta í ljósi samúð sína. „Það er allt í lagi,“ sagði mamma. „Hann er aldrei leiðinlegur eins og flestir mennirnir hér í kring. Það er aldrei dauft, þegar hann er einhvers staðar nálægt.“ En oft var ég fullur af beizkju, og stund- um óskaði ég, að hann væri ekki faðir minn. Ég skapaði mér jafnvel annan föð- ur í huganum. Til þess að halla ekki á móður rnín^,, bjó ég til sögur um leynilega giftingu, sem af einhverri ókunnri ástæðu varð aldrei heyrum kunn. Einhver mað- ur, til dæmis forstjóri fyrir járnbrautar- félagi eða þingmaður, hafði gifzt móður minni, af því að hann hélt að konan sín væri dáin, en svo kom í ljós, að hún var lifandi. Það varð því að þagga niður allt tal um þessa giftingu, en ég fæddist samt. Ég var í raun og veru ekki sonur föður míns. Einhvers staðar úti í heimi var háttsett- ur, virðulegur maður, sem var hinn rétti faðir minn. Ég var jafnvel sjálfur farinn að trúa á þessar hugsmíðar. Og svo kom nóttin. Móðir mín var ekki heima um kvöldið. Ef til vill hefir hún verið í kirkju. Pabbi kom heim. Hann hafði verið að heiman í tvær eða þrjáp vikur. Ég var einn heima, þegar hann kom, og sat við eldhúsborðið og var að lesa. Það var rigning úti og hann var holdvot- ur. Hann sat og horfði á mig langa stund án þess að mæla orð. Mér brá, því að ég hafði aldrei séð hann svona raunamædd- Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.