Vikan


Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 9

Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 9
VTKAN, nr. 17, 1941 9 Sir Archibald Wavell, yfirmaður brezka hersins í nálægari Austur- löndum, er nú í Grikklandi og stjórnar hemaðaraðgerðum Breta þar. Hann sést hér á myndinni (til vinstri) vera að tala við mann úr breskri verkfræðingadeild um byggingu fallbyssustæðis einhvers- staðar í Grikklandi. 1 baksýn sést ein af þeim mörgu, öflugu loftvarnabyssum, sem Bretar hafa komið upp í Grikklandi. Þessi mynd er af Mrs. Chiyo Kent og syni hennar, Peter, þriggja ára. Þau em nýkomin frá Kína, en þar hafði maðurinn hennar, sem var flugmaður, beðið bana, þegar hann var að fljúga farþega- flugvél frá Hong-Kong til Kungming. Eftir því sem fréttir segja, skutu fimm japanskar hemaðarflugvélar á flugvél hans með vél- byssum, þar sem hann hafði lent í þorpi er orðið hafði fyrir loft- árás. Auk hans biðu átta menn bana, en hann var eini Ameríku- maðurinn i hópnum. Þegar Halifax lávarður (í miðju) var gerður að sendiherra Breta í Bandaríkjunum, var Anthony Eden (til hægri) gerður að utanríkismálaráð- herra í hans stað. Eden var utanríkismálaráð- herra á árunum 1936—'38, en sagði þá af sér í mótmælaskyni gegn undanlátssemi Chamberlains forsætisráðherra við öxulríkin. Við stöðu Edens sem hermálaráðherra tók David Margesson vinstri). (til Halifax í Kanada er á sömu gráðu norð- lægr?.r breiddar og Feneyjar á Italiu. —- Árið 1939 var að meðaltali framið eitt innbrot á einni minútu og fjörutíu sekúndum í Bandaríkjunum. — Ibúar eyjarinnar Nias i hollenzku Austur-Indíum eru sennilega fræknustu hástökkvarar í heimi. Jafnvel litlir drengir geta stokkið yfir sex feta háa veggi. STU-SON, That hanþy man, BRIHOS A GKANÞFATHEie CL.OCK UP TO DATE (COTTWIOHT, Itl. KIWO rxATORK8 KTWrHCATK, fi. WORIJ) RtQHTa RKMCKVTO ^ I —It Pétur laghenti yngir upp gömlu klukkuna. ,,Ég held, að það sé bezt að ég taki út þennan tveggja hestafla mótor og setji hálfs hestafls mótorinn í staðinn."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.