Vikan


Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 7

Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 17, 1941 7 ,,'Ég hefi leitað að yður vikum saman.“ ,,Það veit ég.“ Hann kinkaði kolli. „Mér hefir verið sagt það.“ Svo bætti hann við og brosti vingjarnlega: „Og hvers óskið þér af mér, þegar þér nú loks hafið fundið mig?“ Ég sagðist fyrst og fremst vilja fá leyfi til að taka myndir af þessu, og því næst vildi ég gjarnan fá ítarlegt viðtal við hann. Hann sagði, að ég mætti taka eins margar myndir og mig lysti. Hér væri ekkert, sem þyrfti að fela. Ég hljóp um og tók hverja myndina á fætur annarri, dauðhræddur um að fólkið myndi vakna áður en ég væri búinn. „Þér þurfið ekki að flýta yður svona,“ sagði hann með rólegri röddu. „Þetta fólk sefur á meðan ég vil. Þér megið reyna að vekja það. Þér getið það ekki.“ Ég þreif í öxlina á nokkrum, en þeir sváfu, eins og þeir væru dauðþreyttir eftir erfiðan dag. Ég reyndi jafnvel að kalla til þeirra, en það bar engan árangur. „Látið mig vita, þegar þér eruð búinn, þá skal ég vekja þau,“ sagði hann að lok- um. Hann sagði það ósköp blátt áfram og án nokkurrar sjálfhælni yfir því furðulega áhrifavaldi, sem hann hafði yfir þessu fólki. Ég sagðist vera búinn að taka þær myndir, sem ég vildi, og maðurinn snéri sér þá að hópnum og sagði hvað eftir ann- að orðið „Wuga“. Fólkið stóð upp hvert á fætur öðru, teygði sig og geispaði. Það varð dauðskelkað, þegar það sá mig, en hvíti maðurinn sagði þeim, til hvers ég hefði komið, og þá varð það rólegt. „Nú langar mig til að biðja yður að segja mér eitthvað um þetta,“ sagði -ég. „Hvar getum við talað saman í næði?“ „Á hæðinni þarna fyrir handan er búð,“ sagði hann. „Þar getið þér. fundið mig. Ég er kaupmaðurinn. I dag er sunnudagur, og ég hefi nógan tíma eftir hádegið. Þér getið komið til mín þá.“ Hann reið af stað á jarpa hestinum sín- um og nokkrir negrar fylgdu honum. Ég sneri mér að fylgdarmanni mínum. „Hver er þessi maður?“ spurði ég. „Sagði hann þér það ekki? Ég sá, að þú talaðir við hann?“ ) ' ::-------------L—---:-----------:— Gamli Zulunegrinn, sem hjálpaði mér til að finna Ba’ba Pila. „Hann bauð mér heim til sín. Ef þú segir mér það ekki, spyr ég hann að því sjálf- an,“ sagði ég hálf skömmustulegur. Svertinginn varð vandræðalegur, en sagði svo, að kaupmaðurinn væri þekktur meðal Zulunegranna undir nafninu Ba’ba Pila — faðir Pétur. Seinna um daginn kom ég í búðina til kaupmannsins. Ég held, að ég hafi aldrei orðið eins undrandi og þegar hann sagði mér, að hann héti Peder Titlestad, og að læknirinn í Nkandhla væri yngri bróðir sinn. Það var skýringin á því, hvers vegna læknirinn varð allt í einu svo sagnafár, þegar ég lét í ljósi vantrú mína á frásögn hans um dávaldinn. Titlestad-bræðurnir eru fimm, synir norsks trúboða, sem kom til Suður-Afríku rétt fyrir aldamótin og settist að í Natal. Þegar Peder var 14 ára, fór að vakna hjá honum áhugi fyrir sálarfræði og dáleiðslu. I fyrstu lagði hann ekki mikinn trúnað á þetta sjálfur. En dag nokkurn reyndi hann lærdóm sinn á innfæddum vini sínum, sem hafði tannpínu. Honum til mikillar undr- unar sofnaði maðurinn, og þegar hann vaknaði, var tannpínan algerlega horfin. Nokkrum árum seinna dáleiddi hann um tvö hundruð Zulunegra í svefn í nágranna- bænum á flötinni fyrir framan skrifstofu yfirvaldanna, og gleymdi að vekja þá aft- ur. Þetta var um hádegið, og þegar embættismennirnir og lögreglan komu frá mat, fundu þeir alla negrana steinsofandi. Það var ómögulegt að vekja þá. Það upp- lýstist þó brátt, hvernig Peder hafði svæft þá, og svo var hann sóttur, og hann vakti þá og sagði þeim að fara aftur að vinna. Yfirvöldin bönnuðu Peder stranglega að reyna þetta uppátæki aftur. En af því að hann áleit, að í dáleiðsl- unni væri falinn lækningamáttur, ákvað hann að hef ja starfsemi á meðal negranna, en hann hefir aldrei tekið eyri fyrir það. Hann bannaði negrunum að minnast á þetta, af því að trúboðunum var ekki um þessa starfsemi hans. Þeir álitu, að það styrkti þá í trú þeirra á yfirnáttúrlega krafta. Af þessu stafaði sú leynd, sem allt var hulið, er við kom dávaldinum. Læknayfirvöldin voru heldur ekkert hrifin af honum — að undanteknum bróð- ur hans í Nkandhla, — en Zulunegrarnir elska Ba’ba Pila sinn, og hann hefir gert og gerir þeim margt gott. Það er sagt, að hann hafi gefið lömuðum mátt og daufum heyrn, og jafnvel læknað alvarlega sjúk- dóma, þegar ómögulegt var að ná í læknis- hjálp í tæka tíð. Tannpína og aðrir smá- kvillar eru barnaleikur fyrir hann. En sé hvítu læknunum ekki vel við Title- stad, þá er svörtu galdralæknunum það enn síður. Þeir eru öfundsjúkir yfir því valdi, sem hann hefir náð á negrunum og óttast samkeppni hans. Peder Titlestad bauð mér að vera, því að eftir nokkra daga ætlaði hann í heim- sókn til ættflokks eins þar í nágrenninu. Galdralæknir ættflokksins hafði lýst því yfir, að hann gæti vakið þá, sem Peder dáleiddi. Peder hafði tekið áskorununni, og hann bauð mér að horfa á keppnina. Framh. á bls. 14. Svarti galdralæknirinn gekk djarflega fram og skipaði hermönnunum að vakna - og eitt augnablik leit svo út, sem honum ætlaði að takast að vekja þá ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.