Vikan


Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 17, 1941 óragur og óvitlaus. Aldrei mistekizt neitt, seg- irðu? Þetta verður þá í fyrsta skipti. En,“ það brá fyrir brosi á andliti Vincents, ,,ég held, að ég láti Crossley taka hann til bæna, ég á það hjá honum, að hann veiti mér svolitla ánægju, fyrir að hafa blandað sér óbeðinn í mín málefni. Já, það verður gaman að sjá þá Cardby og Crossley berjast nokkrar lotur.“ Lefty Vincent var svo ánægður með þessa til- hugsun, að hann sofnaði með bros á vörum. Evans tók eftir því, að jafnvel í svefni tók Vincent ekki hendina upp úr vasanum, sem skammbyssan var í. Það var liðið að miðnætti, þegar Vincent vakn- aði. Hann var glaðvaknaður á sama augnabliki og hann opnaði augun. Hann þekkti hvorki syfj- andahátt né hálfvelgju, sjálfstjóm hans var óvenjuleg. „Það mun sjálfsagt gleðja yður, Vincent,“ sagði Evans, ,,að við verðum komnir á ákvörðunar- staðinn eftir fjórar eða fimm mínútur." ,,Já, auðvitað gleður það mig. Og undir eins og við komum inn, verðið þér að hringja til Spider Harrison, segja honum, að maðurinn, sem hann hafi átt von á, sé kominn, og að honum sé mjög umhugað að frétta eitthvað. Og bætið við, að vegna heilsu sjálfs hans, voni maðurinn, að það verði góðar fréttir. Ég hefi látið bjóða mér næst- um því meira en ég get þolað, Evans, og næsti maður, sem gerir einhverja vitleysu, fær að fara sömu leiðina og aðrir, sem hingað til hafa valdið mér óþæginda. Og þér eruð ekki undanskilinn, Evans.“ Evans svaraði ekki. Stundum var það þögnin ein, sem gat bjargað lífi manns í návist Vincents. Þeir beygðu inn á mjóa þverbraut einn kílómeter frá Royston. Þeir námu staðar fyrir framan langa, lága byggingu, sem var algerlega óupp- lýst. Evans stökk út úr bílnum og vísaði veginn. Hinn billinn var enn ekki kominn. ELLEFTI KAPlTULI. Ný æfintýri. Um það bil sem flugvél Lefty Vincents lenti á afskekktum heiðafláka í Yorkshire, var Mick á leiðinni til Newmarket í Cambridgeshire. Hann áleit, að hann hefði nú ekið i nógu miklar króka- leiðir til að óvinir hans væru búnir að tapa slóð- inni. Clare hafði setið þögul i margar minútur. „Eruð þér að hugsa um, hvað þér eigið að gefa mér í jólagjöf?“ spurði Mick. „Nei. Ég var að hugsa um, að nú er Vincent kominn hingað til landsins. Það er ekki beinlínis skemmtileg tilhugsun." „Verið þér ekki að hugsa um það. Ég eyði aldrei huganum í að hugsa um það, sem óþægi- legt er.“ Þessi yfirlýsing Micks hefði varla getað staðizt nánari rannsókn. Síðasta klukkutímann hafði hann brotið heilann um fréttina í kvöldblaðinu, getið sér þess til, hvert bófarnir mundu nú snúa sér, og brotið heilann um það, hvar öruggast væri að leita hælis. Allan þennan tíma hafði hann breytt eftir þeirri reglu, að hlutur, sem er á si- felldri hreyfingu fram og aftur, er vandfundnari en hlutur, sem er kyrr. En þegar frá leið, fann hann enga huggun í þessari reglu. „Ég trúi yður ekki,“ sagði Clare. „Ég er viss um, að þér eruð bara að reyna að vera fyndinn til að fá mig til að trúa því, að ekkert sé að óttast.“ „Ungfrú Fumess," sagði Mick, „þér ættuð að- búa í tjaldi og spá fyrir fólk. Á ég að byrja á að gefa yður tvo skildinga og sjá, hverju þér getið spáð mér? Ég vil gjarnan vera hjálplegur öllum byrjendum." „Ég sé dökkhærða konu á vegi yðar, ég heyri brúðkaupsklukkurnar hringja, og ég sé yður i fínustu fötunum yðar með rós í hnappagatinu. Er þetta nóg fyrir tvo skildinga?“ „Það hefði ég haldið. Hvað fæ ég þá fyrir tiu skildinga ? “ „Fimm dökkhærðar konur til að velja úr. Eruð þér ánægður með það?“ „Nei, alls ekki. Ég hefi aldrei verið neitt gefinn fyrir dökkhært kvenfólk, og að ganga með rós í hnappagatinu er uppskafningsháttur. Hvers vegna getið þér ekki séð fallega, ljóshærða stúlku og mig með litið gleym-mér-ei í hnappagatinu ? Það á betur við mig.“ „Þvi spái ég aðeins fólki, sem lætur sér nægja að borga hálfan skilding. En ef ég fæ heilt pund, get ég séð yður fyrir framan altarið með sjálfri Venus, og kirkjuna skreytta með orchidéum.“ „Það er ekki til neins. Ég mundi aldrei þora að sleppa augunum af Venusi og mér verður óglatt af orchidéu-ilm. Síðasta sólarhringinn hafið þér, Clare, séð næstum því allar veðhlaupabrautir Englands. Og bærinn, sem við nú komum til, er kóróna þeirra allra ■— Newmarket." „Þér eruð þaulkunnugur öllu, sem viðkemur veðreiðum Mick. Var það þess vegna, sem þér veðjuðuð á hestinn, sem tapaði í dag? Og hvenær veðjuðuð þér?“ VIPPA-SÖGUR Vippi á Hótel Borg -----BARNASAGA. _ \T ippi litli stóð á gangstéttinni v fyrir framan stórt hús og var að horfa á bílana, sem komu þar og fóru. „Hvaða hús skyldi þetta vera,“ sagði Vippi við sjálfan sig. „Hingað kemur mikið af fínu fólki. Það hlýt- ur að vera gaman að vera þarna inni.“ Við dyr hússins var drengur í brúnum einkennisbúningi með falleg- um gylltum hnöppum og skrítna húfu, sem hallaðist á höfðinu. Vippi gekk til hans og sagði: „Hvaða hús er þetta?“ „Það er Hótel Borg,“ svaraði drengurinn. „Átt þú húsið og hvað gerir allt þe'tta fólk inni í því?“ spurði Vippi. Drengurinn fór að hlæja og sagði: „Nei, ég á ekki Hótel Borg. Fólkið borðar og drekkur og dansar og sumir eiga hér heima lengri eða skemmri tíma. Það eru einkum menn frá öðrum löndum eða Islendingar utan af landi, sem eru á ferðalagi." „Mega ekki nema fínir menn vera hérna eða má ég kannske líta snöggvast inn?“ spurði Vippi ósköp auðmjúkur. „Gerðu svo vel!“ sagði drengurinn. Þetta er almennilegur drengur, hugsaði Vippi. Ef allir væru svona, sem maður hittir á lífsleiðinni, þá væri gaman að lifa. Vippi gekk nú inn í anddyrið. Þama í salnum sat fjöldi fólks við smáborð og át og drakk. 1 horninu á salnum við hliðina var hljómsveit, sem spilaði fjörugt lag. Þetta er gaman! hugsaði Vippi og smeygði sér inn á milli borðanna. Ég má til með að athuga þessa hljómsveit betur. Þetta eru vist allra flínkustu spilarar. Enginn tók eftir Vippa, af því að hann er svo lítill og hann komst óáreittur í námunda við spilarana. Hann sat undir einu borðinu og hlustaði á lögin, sem hljómsveitin spilaði og virti fyrir sér fætur fólks- ins. En hvað þetta voru fallegir skór! Gaman væri að skoða þá svolítið nánar. Stúlkan hafði lyft öðrum fæt- inum ofurlitið frá gólfinu. Skyldi hún nokkuð verða vör við, þótt hann tæki af henni annan skóinn og skoðaði hann? Hann gerði það ofur varlega og stúlkan hreyfði sig ekki. Hún tók ekkert eftir því, enda var hún í áköfum samræðum við enskan liðs- foringja. Vippi tók skóinn og skoðaði hann í krók og kring. En hvað skelplatan á skónum var falleg. Gaman væri að vita, hvort skórinn héldi vatni. Við næsta borð var enginn maður, allt fólkið að dansa. Vippi flýtti sér upp á einn stólinn við það borð og hvolfdi úr sitrónflösku í skóinn. Auðvitað lak hann ekki! Vippi fór með skóinn fullan af sítrón og setti hann aftur undir borðið hjá stúlkunni. Síðan settist hann skammt þaðan. Nú bauð liðsforinginn stúlkunni, sem átti skóinn, i dans. Hún stóð upp. En — æ — hún hafði mist af sér annan skóinn! Hún bað manninn að bíða augnablik. Svo stakk hún fætinum með dýra sokknum beint ofan í skóinn, en hann var fullur af sítrón. Veslings stúlkan æpti upp. Hún „Átt þú húsið?“ spurði Vippi. átti alls ekki von á því að lenda í fótabaði. Vippi hafði alveg gleymt að hella úr skónum. En aumingja stúlkan hætti við að dansa og rauk burtu frá liðsforingjanum sínum, en hann skildi ekki neitt í neinu. Og nú sneri Vippi sér að hljóm- sveitinni. En hvað tromman var stór! Hann tók flösku og barði með henni í trommuna og faldi sig svo bak við hana. Manninum, sem spilaði á hana brá svo við að heyra þetta auka- hljóð, að hann fór út af laginu og hljómsveitarstjórinn horfði undrandi á hann. En Vippi var þá kominn upp á píanóið. Gaman væri að hoppa niður á nóturnar og vita, hvort ekki kæmi mikill hvellur. Einn — tveir — og — þrír! Brum-brum-brum! Öll hljómsveitin hætti að spila og fólkið, sem var að dansa, stanzaði steinhissa. Maðurinn við píanóið hafði hrokkið í kút og áður en hann gat áttað sig, var Vippi kominn í felur. Svo var aftur byrjað að spila og dansa. Einn maðurinn úr hljómsveit- inni söng enska vísu fyrir framan hljóðnemann. Gaman væri að syngja með, hugsaði Vippi og komst upp á öxlina á manninum, án þess að hann yrði þess var. Þegar maðurinn hætti að syngja, hrópaði Vippi í hljóðnem- ann: Ég heiti litli Vippi, ha, ha, ha, hæ, og læt alltaf eins og trippi, ha, ha, ha, hæ! Nú stanzaði allt fólkið, sem var að dansa, því að þessu bjóst það alls ekki við. En maðurinn, sem hafði sungið fyrir framan hljóðnemann, greip Vippa og hélt honum föstum. Og fólkið hópaðist í kringum þá til þess að skoða þetta viðundur. Og maðurinn hrópaði til gestanna: „Hvað eigum við að gera við þenn- an skrípakarl?“ „Halda uppboð á honum," svaraði einhver í salnum. Þetta þótti góð til- laga og uppboðið byrjaði: „Ein króna!“ „Tvær krónur!“ „Fimm krónur!“ „Tíu krónur!" Svona var haldið áfram að bjóða í Vippa, þangað til komið var hundrað krónu boð. Skipstjóri á ís- lenzkum togara hreppti Vippa fyrir þá upphæð og tók við honum, en fagnaðarlátum gestanna ætlaði aldrei. að linna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.