Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 6
6
VIKANV nr. 17, 1941
,,Wuga“, ,,Wuga“, kallaði hann til fólksins hvað eftir annað, og einn á fætur öðrum stóð það upp,
teygði sig og geispaði.
grendinni, á meðan ég biði eftir, að svert-
inginn, vinur minn, kæmi með leyfið frá
höfðingja sínum.
Þrem dögum síðar, á sunnudegi, kom
vinur minn, og hafði höfðingi hans gefið
honum leyfi til að fara með mig á sam-
komu, sem dávaldurinn ætlaði að halda,
með því skilyrði, að ég lofaði því, að segja
engum frá því, sem ég sæi án leyfis dá-
valdsins sjálfs.
Ég skildi ekki, hvað þessi leynd átti að
þýða, en lofaði að þegja í von um, að ég
gæti komizt að samningum við manninn
sjálfan — ef ég sæi hann þá nokkurn tíma.
Við fórum ríðandi niður dal, sem var
3—4 mílur frá nýbýlinu. Leiðin lá eftir
krákustígum, þangað til við komum á há-
sléttu; þar fórum við af baki. Við bundum
hestana við kjarrið og brutum okkur leið í
gegnum það.
AUt í einu blasti við okkur opið svæði
með stórgrýti hér og þar. Innan um stein-
ana voru samankomnir um hundrað Zulu-
negrar, karlar, konur og börn. Sumar kon-
urnar voru í Evrópubúningi. Þau höfðu
bersýnilega verið við guðsþjónustu í litlu,
norsku kirkjunni, sem ég hafði leitað
skjóls í fyrir fáum dögum. Aðrar voru
klæddar í búning innfæddra, rauða skikkju
yfir herðunum, hárið sett upp í hrauk, eitt
fet á hæð — til merkis um það, að þær
væru giftar — og með perlufestar ogji
málmhring um háls, handleggi og ökla. |
Allt sat fólkið og horfði upp á hæð þar j
rétt hjá. Upp hæðina lá stígur, og ég þótt-
ist vita, að maðurinn mundi koma þaðan.
Það leyndi sér ekki, að hann kunni að
koma fram á áhrifamikinn hátt — eins
og spámaður, sem stígur niður af fjall-
inu til lýðsins. Og meðan ég beið varð ég
líka gripinn af eftirvæntingu.
Það fór eins og ég hafði búizt við. Fram
af hæðarbrúninni kom allt í einu í ljós
maður ríðandi á hesti. Feitlaginn, hvítur
maður á jörpum hesti. Hann reið niður
brekkuna, og þegar hann kom að hópnum,
steig hann af baki og heilsaði nokkrum
af Zulunegrunum. Svo steig hann rólega
upp á einn af stærstu steinunum, og fólkið
hópaði sig í kringum hann. Síðan tók hann
til máls.
Hann talaði á þeirra eigin máli með
rólegri, hljómmikilli röddu, en þó svo lágt,
að ég gat varla heyrt til hans úr fylgsni
mínu. Ég hafði góða aðstöðu til að athuga
hann nánar. Hann var lágvaxinn, eldri
maður á sjötugsaldri, en hárið var enn þá
dökkt. Klæðnaður hans benti helzt til, að
hann væri efnaður kaupmaður, bóndi eða
trúboði. Hann bandaði ekki með höndun-
um eða notaði aðra tilburði, sem vönum
ræðumönnum er títt. Allur hópurinn, karl-
ar, konur og börn, hlustaði eins og dáleidd-
ur af rólegum málflutningi eða persónuleg-
um mætti þessa manns. Ég spurði negrann
við hliðina á mér, hvað hann væri að segja.
Hann sagði, að hvíti maðurinn væri að
segja fólkinu, að hann ætlaði bráðum að
svæfa þau öll, og þegar þau vöknuðu aftur,
myndu þau vera hamingjusamari og glað-
ari en áður, og þeir, sem liðið hefðu þján-
ingar, myndu verða heilbrigðir, og þeir,
sem borið hefðu sorg eða hatur í brjósti
myndu gleyma því.
Nú þagnaði hann allt í einu — og svo
brýndi hann röddina í fyrsta skipti. Hann
stóð hreyfingarlaus í nokkrar sekúndur
með útréttan hægri arm, og svo gaf hann
stutta en ákveðna skipun.
Áhrifin voru furðuleg. Eins og hermenn
við æfingar, féll fólkið til jarðar, sumt í
hinum undarlegustu stellingum — og sofn-
aði. Nokkur börn hikuðu við að hlýða
skipunum hans, en brátt féllu þau líka til
jarðar og sofnuðu. Ég hefði ekki trúað
þessu, ef ég hefði ekki séð það með eigin
augum. Þetta var stórkostlegt dæmi um
fjöldadáleiðslu. Ég vildi — já, ég varð
fyrir hvern mun að ná mynd af þessu. Ég
varð að hafa myndir, sem gátu fært sönn-
ur á mál mitt. Og ég gekk fram úr fylgsni
mínu.
Hvíti maðurinn stóð hreyfingarlaus. Svo
kom hann auga á mig og snéri sér hægt
í áttina til mín. Enn á ný hóf hann upp
raust sína yfir sofandi ,,söfnuði“ sínum og
endurtók hvað eftir annað þessi orð: „Ni
za ku la’la — Ni za ku la’la,“ sem ég seinna
fékk að vita að þýddi: Nú sofið þið —
nú sofið þið. Ég nam staðar nokkur skref
frá honum og beið eftir, áð hann gæfi mér
merki um að koma nær. Hann leit rólega á
mig og án minnstu undrunar. Svo gaf hann
mér merki um að koma nær.
„Hvers vegna eruð þér hingað kominn?“
spurði hann á ensku.
Þegar við nálguðumst þorpið, komu hermenn í fullum herklæðum til móts við okkur.