Vikan - 29.05.1941, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 22, 1941
Til útsölumanncs Vikunnar.
Tölublöð númer 6, 20 og 21 eru algerlega upp-
seld á afgreiðslu blaðsins. Þeir útsölumenn, sem
kynnu að hafa eitthvað af þessum blöðum óselt
í fórum sínum, eru beðnir að senda þau til af-
greiðslunnar tafarlaust. Önnur óseld blöð óskast
líka send.
Aígreiðsla Vikunnar.
Til Búðardals -
Stórholts — Kinnarstaða
eru bílferðir alla þriðjudaga kl. 7 árdegis.
Frá Kinnarstöðum alla fimmtudaga.
— Ekið fyrir Hvalfjörð í báðum leiðum. —
Afgreiðsla á Bifreiðastöð Islands. - Sími 1540.
GUÐBRANDUR JÖRUNDSSON.
irá Qjaldeyris- og innflutningsnefnd
Að gefnu tilefni eru innflytjendur hér með alvar-
lega varaðir við því að gera nokkrar ráðstafanir
til innflutnings á vörum til landsins, nema þeir
hafi í höndum nauðsynleg gjaldeyris- og inn-
flutningsleyfi.
Jafnframt skal vakin athygli á því, að nauðsynlegt
er, að umsóknir um leyfi séu sendar nefndinni með
nægum fyrirvara og fullnægjandi upplýsingum.
Skal sérstaklega tekið fram, eins og áður hefir
verið auglýst, að því er snertir leyfi til vörukaupa
frá Ameríku, að slík leyfi verða ekki veitt fyrir
lengri tímabil í senn heldur aðeins fyrir einstökum
pöntunum eða sérstaklega tilteknum kaupum og
verða ákvarðanir um slíkar leyfisveitingar teknar
að undangenginni rækilegri athugun. Þurfa um-
sækjendur því með löngum fyrirvara að gera
nefndinni rækilega grein fyrir öllum slíkum um-
sóknum.
Á öllum umsóknum um leyfi fyrir vörum frá
Ameríku verður að tilgreina bæði magn og verð
vörunnar, eins og áður hefir verið tilkynnt, en auk
þess er nauðsynlegt að á umsóknum um leyfi fyrir
vörum frá Bretlandi sé tilgreint, auk verðsins,
einnig magn vörunnar (þyngd) í þeim vöruflokk-
um, þar sem hægt er að segja til um þyngdina.
Reykjavík, 20. maí 1941.
Gjaldeyris- og innflutningsnefnd.
Sólin hœklcar óðum
en gæta þarf þess þá að liún brenni ekki húðina, þurrki
hana um of, og valdi hrukkum og sársauka.
Til þess að koma í veg fyrir J>að verðið þér að nota
LIDO-SUNAROME sólarolíu eða LIDO-SPORTKREM.
Berið LIDO SKIN FOOD á húðina, þá er yður borgið.
T ilkynning
til húsavátryggjenda
utan Reykjavíkur.
Um leið og ítrekast leyfi fyrra árs til
hækkunar húsavátrygginga án virðing-
ar allt að 60%, vekjum vér athygli á,
að húseigendur geta einnig látið meta
hús sín, ef téð hækkun þykir of lág.
Nánari upplýsingar hjá umboðsmönn-
um og aðalskrifstofu félagsins.
Brunabótaíélag íslands
Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarm.: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.