Vikan


Vikan - 29.05.1941, Blaðsíða 14

Vikan - 29.05.1941, Blaðsíða 14
14 Dætur Síamskonungs. Framh. af bls. 6. „Hvaða íeikur er þetta?“ „Þetta er enginn leikur,“ sagði Septem- ber. „En einn kötturinn hennar mömmu hefir verið á ferli hérna í kvöld, svo að það er öruggast fyrir þig að vera í búrinu.“ „Jæja, mér er sama í þetta skipti,“ sagði litli fuglinn, „en þú sleppir mér út í fyrra- málið.“ Hann át ágætan kvöldverð og byrjaði svo að syngja, en hætti'í miðjum klíðum. „Ég veit ekki, hvernig á því stendur,“ sagði hann, „en mig langar ekkert að syngja núna.“ „Það gerir ekkert til,“ sagði September, „farðu bara að sofa.“ Þá stakk hann höfðinu undir vænginn og var sofnaður eftir augnablik. September fór líka að sofa. I dögun vaknaði hún við, að fuglinn kallaði eins hátt og honum var unnt: „Vaknaðu, vaknaðu!“ sagði hann. „Opn- aðu búrið og hleyptu mér út. Ég ætla að fljúga dálítið meðan döggin er enn á jörð- inni.“ „Þú ert betur kominn, þar sem þú ert,“ sagði September. „Þú ert í fallegu gull- búri. Bezti smiðurinn í ríki pabba míns bjó það til og pabbi var svo hrifinn af því, að hann lét lífláta manninn, svo að hann gæti ekki búið annað eins búr.“ „Slepptu mér út, slepptu mér út!“ hróp- aði litli fuglinn. „Hirðmeyjarnar færa þér þrjár máltíðir á dag. Allan sólarhringinn þarftu engar áhyggjur að hafa og þú getur skemmt þér við að syngja.“ „Slepptu mér út, slepptu mér út!“ sagði litli fuglinn. Og hann reyndi að þrengja sér út á milli rimlanna, en auðvitað bar það engan árangur. Svo réðist hann á hurðina, en það fór á sömu leið. „Vertu nú ekki að þessari vitleysu," sagði September. „Ég setti þig inn í búr- ið, af því að ég er svo hrifinn af þér. Ég veit miklu betur en þú sjálfur, hvað er þér fyrir beztu. Syngdu nú eitthvað fallegt fyrir mig og ég skal gefa þér mola.‘r' En litli fuglinn stóð í horni búrsins og horfði þaðan á bláan himininn og stein- þagði. Hann var hnípinn allan þann dag og söng ekkert. „Hvaða ólund er þetta?“ spurði Sept- ember. „Því syngur þú ekki burtu sorgir þínar?“ „Hvernig á ég að geta sungið?" sagði fuglinn. „Mig langar til að sjá trén og vatnið og grænu hrísgrjónaakrana.“ „Ef það er allt, sem þig vantar, þá skal ég fara með þig í gönguferð," sagði September. Og hún tók búrið og fór með það út og niður að vatninu, en kringum það uxu píl- viðartrén og hún stóð og horfði yfir hrís- grjónaakrana, sem breiddu sig út eins langt og augað eygði. „Ég skal fara með þig út á hverjum VIKAN, nr. 22, 1941 90. krossyáta Vikunnar. Lárétt skýring: 1. þjóðaraðdáun. — 12. fljótið. — 13. hendir. — 14. sunds. — 15. greip. — 17. leynd. — 19. bjargför. — 20. skammst. — 21. erfiðum. — 24. hvinnsku. — 26. atviksorð. — 28. fjölda. — 29. hraust. — 30. ops. — 32. blæs. — 33. lúi. — 34. ending. /— 35. forar, —- 37. endi. — 39. brekka. — 40. angi. — 41. færa. — 43. bætti við. — 45. drýldni. — 46. Baldursbana. — 48. klæði. — 49. húð. — 51. slóði. — 53. hreyfing. — 55. sagga. — 57. þrótts. — 59. haf. — 60. gnúði. — 62. tíma. -— 64. not- andi. — 66. teymdi. — 67. árása. — 69. ekki mörgu. — 70. þvera. — 72. hrukkur. — 74. neitun. — 75. borða. — 77. siða. — 78. tveir eins. — 79. krökkt. — 80. sjódýr. — 82. þrír samstæðir. — 84. Skandinavar. Lóðrétt skýring: 1. sogvindur..— 2. get. — 3. ós. — 4. yxna. — 5. greinir. — 6. skýr. — 7. þyngdarein. — 8. á skipinu. — 9. rándýr. — 10. innsigli. — 11. svöng. — 16. stofns. — 18. rafta. — 19. hús. — 20. tog. — 22. bók. — 23. skordýr. — 24. fúsa. — 25. mæli. — 28. ílát. — 31. helgi- rit. — 33. dragnast. — 36. rústa. — 38. hæð. — 40. fjúk. 42. húsdýra. — 44. reykur. — 47. stirð í höndum. — 49. ærnafn. — 50. rniðs. — 52. lim- irnir. — 54. ljósmeti. — 56. drukkna. -— 58. kenna. -— 59. bati. 61. ruggi. — 63. andaðist. — 65. þjálfuð. — 67. oftraust. — 68. gata. — 71. ferð. — 73. vagg. — 76. menn. — 79. klukka. — 80. fisk. — 81. útt. — 83. hreinsa. Lausn á 89. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. flón. — 5. hafur. — 9. þörf. — 13. rómar. — 15. pár. — 16. þarar. — 17. og. — 18. matargerð. -— 21. fæ. — 23. kær. — 24. slá. -—• 26. klek. - 30. gopi. - 32. ólek. - 34. afl. - 36. fólk. - 38. dreng. - 40. ákoma. — 43. nei. — 45. Njarðar. .— 47. rák. — 49. ái. — 50. kná. — 51. fum. — 52. sú. — 53. fró. — 55. illgeng. — 58. ást. —- 59. þinli. — 61. naust. — 63. .röng. — 64. mön. — 66. rýta. — 68. bákn. — 71. ramb. — 73. hús. •— 75. hor. — 77. is. — 79. þyrkingur. — 82. ös. — 83. mótak. 85. eða. — 86. mergs. — 88. stór. — 89. kiaki. — 90. fáni. degi,“ sagði hún við fuglinn. „Ég elska þig og ég vil, að þú sért hamingjusamur.“ „En þetta er ekki nema svipur hjá sjón,“ sagði litli fuglinn. „Hrísgrjónaakrarnir og vatnið og pílviðartrén eru allt öðruvísi, þegar maður sér þetta úr búrinu.“ Svo fór hún aftur heim með búrið og lét fuglinn hafa kvöldmatinn. En hann snerti ekki á matnum. Prinsessan var áhyggjufull út af þessu og spurði systur sínar ráða. „Þú verður að vera staðföst," sögðu þær. „En hann deyr, ef hann vill ekki éta,“ svaraði hún. „Svo vanþakklátur verður hann ekki,“ sögðu þær. „Hann má til að skilja það, að þú vilt honum vel. Ef hann þrjózkast og deyr, er honum það mátulegt og þá máttu verða fegin að losna við hann. September kom ekki auga á, að hvaða gagni henni kæmi, að hann dæi á þennan hátt, en hún var ein á móti átta og hinar eldri en hún, svo að hún mótmælti þeim ekki. „Ef til vill verður hann á morgun farinn að venjast búrinu,“ sagði hún. Og þegar hún vaknaði morguninn eftir kallaði hún „góðan daginn," glaðlegri röddu. En hún fekk ekkert svar. Hún stökk fram úr rúminu og hljóp að búrinu. Hún rak upp óp, því að litli fuglinn lá með lokuð Lóðrétt: 1. frosk. — 2. lóg. — 3. óm. — 4. nam. — 6. apar. — 7. fár. — 8. urgs. — 9. það. — 10. ör. — 11. raf. — 12. fræði. — 14. rak. — 16. þrá.. — 19. tær. — 20. eld. — 22. seldi. — 25. molar. — 27. ló. — 28. ker. — 29. æf. — 30. góm. — 31. pk. — 33. kenning. — 34. aga. — 35. láð. — 36. forugur. — 37. snáfa. — 39. Njáll. — 41. kafna. — 42. skúta. — 44. eir. -— 46. róg. — 48. áss. — 54. óþökk. — 56. lim. — 57. enn. — 58. áttar. — 60. inn. — 62. sýr. — 63. rá. — 65. öl. — 67. an. — 68. brims. — 69. múr. — 70. tog. — 72. bassi. — 73. hyk. — 74. skel. — 75. hnak. — 76. rum. — 78. sót. — 79. þar. — 80. iða. — 81. ref. — 82. ögn. — 84. tó. — 87. rá. augun á hliðinni á botni búrsins og virtist vera dauður. Hún opnaði búrið, rétti inn hendina og tók hann út. Það var sem þung- um steini væri létt frá brjósti hennar, því að hún fann, að litla hjartað bærðist enn þá. „Vaknaðu, vaknaðu, litli fuglinn minn!“ sagði hún. Hún fór að gráta og tárin runnu ofan á litla fuglinn. Hann opnaði augun og sá, að hann var ekki lengur inni í búrinu. „Ég get ekki sungið, nema ég sé frjáls og ég dey, ef ég syng ekki,“ sagði hann. Prinsessan varp öndinni léttilega. „Þá skaltu verða frjáls,“ sagði hún. „Ég lokaði þig inni í gullbúrinu, af því að ég elskaði þig og vildi hafa þig út af fyrir mig. En mér datt aldrei í hug, að það gæti orðið þér að bana. Þú mátt fara. Fljúgðu í skóginum við vatnið og yfir grænu hrís- grjónaakrana. Mér þykir svo vænt um þigv að ég ann þér þess að leita hamingjunnar samkvæmt þínu eigin eðli. Hún opnaði gluggann og setti litla fugl- inn varlega í gluggakistuna. Hann hristi sig ofurlítið. „Þú mátt koma og fara, þegar þú vilt, litli fugl,“ sagði hún blíðlega. „Ég skal aldrei setja þig í búr framar.“ „Ég kem aftur, af því að mér þykir vænt um þig, litla prinsessa," sagði fuglinn. „Og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.