Vikan - 29.05.1941, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 22) 1941
opnaði augun, bauð hann henni góðan
daginn. Hirðmeyjarnar báru henni morg-
unverð, og fuglinn át hrísgrjón úr lófa
hennar og baðaði sig í undirskálinni. Síðan
drakk hann líka af skálinni. Hirðmeyjun-
um þótti það lítið hreinlæti að drekka bað-
vatnið sitt, en September prinsessa sagði,
að svona væri listeðlið. Þegar fuglinn var
búinn að borða, tók hann að syngja aftur
og söng svo fagurlega, að hirðmeyjarnar
urðu mjög undrandi, enda höfðu þær aldrei
heyrt annað eins, og September prinsessa
var hreykin og hamingjusöm.
Hún rétti út þumalfingur hægri handar,
til þess að hann gæti verið setstöng fyrir
litla fuglinn, sem flaug til hennar og sett-
ist á fingurinn. Því næst fór hún um höll-
ina, með hirðmeyjarnar á hælum sér, og
heimsótti prinsessurnar hverja á fætur
annarri og byrjaði á Janúar, því að hún
vildi hafa rétta röð á öllu, og endaði á
Ágúst. Og litli fuglinn söng sinn sönginn
fyrir hverja prinsessu. En páfagaukarnir
gátu aðeins sungið „Guð verndi konung-
inn“ og „fagra Polly“. Og að lokum sýndi
hún konunginum og drottningunni litla
fuglinn. Þau urðu bæði undrandi og glöð,
er þau sáu hann og heyrðu.
„Þessi fugl syngur miklu betur en páfa-
gaukarnir,“ sagði konungurinn.
„Ég bjóst við, að þú værir orðinn þreytt-
ur á því að heyra fólk segja „Guð verndi
konunginn," sagði drottningin. „Ég skil
ekkert í því, að telpurnar skyldu fara að
kenna páfagaukunum það líka.“
„Hugsunin er falleg,“ sagði konungur-
inn, „og ég verð aldrei þreyttur á að heyra
þessi orð. En ég er orðinn leiður á að hlusta
á páfagaukana segja „fagra Polly“.“
„En þeir segja það á sjö tungumálum,“
sögðu prinsessurnar.
„Já, þeir gera það,“ sagði konungurinn,
,,en það minnir mig of mikið á ráðherr-
ana mína. Þeir segja hið sama. sjö sinnum
með sitt hverju móti og það er jafn gagns-
laust, hvernig sem þeir koma orðum að
því.“
En prinsessurnar, sem voru bitrar í
skapi, eins og fyrr segir, urðu gramar út
af þessu, og jafnvel páfagaukarnir urðu
önugir. En September prinsessa fór um
öll herbergi hallarinnar og söng eins og
lævirki, og litli fuglinn flaug í kringum
hana og söng eins og næturgali, end'a var
hann það.
Allt gekk sinn vanagang í nokkurn tíma,
en dag einn tóku prinsessurnar átta að
stinga saman nefjum. Þær fóru til Sept-
ember og settust í hring í kringum hana
og- huldu fætur sínar, eins og síamiskum
prinsessum ber að gera.
„Aumingja September," sögðu þær. „Við
erum mjög hryggar yfir dauða fallega
páfagauksins þíns. Það er hörmulegt fyrir
þig að eiga ekki eftirlætisfugl eins og við.
Vegna þess höfum við safnað saman öllum
vasapeningum okkar og við ætlum að
kaupa handar þér indælan páfagauk, græn-
an og gulan.“
„Mér er engin þægð í því,“ sagði Sept-
ember. (Þetta var ekki fallega sagt af
henni, en síamiskar prinsessur eru oft
stuttar í spuna hver við aðra.) „Ég hefi
eftirlæfisfugl, sem syngur fyrir mig yndis-
lega söngva og hvað ætti ég þá að gera
við grænan og gulan gáfagauk?“
Fyrst saug Janúar upp í nefið, svo Fe-
brúar og síðan Marz — allar prinsessum-
ar sugu upp í nefið, en auðvitað í réttri
röð. Þegar þær voru allar búnar að sjúga
upp í nefið, spurði September:
„Hvers vegna sjúgið þið allar upp í
nefið? Eruð þið með kvef?“
„Heyrðu, elskan mín,“ sögðu þær.' „Það
er ekki hægt að segja, að þú eigir þennan
fugl, þegar hann getur farið allra sinna
Báðar eru þær
fallegar!
Kisan, sem stúlkan er með í
fanginu er af persnesku kyni
og hlaut fegurðarverðlaun á
sýningu í Californíu. Kisa
flaug frá New York til Cali-
forníu með vinstúlku sinni,
sem vafalaust mundi verða
kynsystrum sínum hættuleg
í svipaðri samkeppni.
ferða.“ Þær litu í kringum sig í herberg-
inu.
„Mættum við spyrja, hvar fuglinn þinn
er núna?“ spurðu þær.
„Hann er í heimsókn hjá tengdaföður
sínum,“ sagði September prinsessa.
„Og hvaða tryggingu hefirðu fyrir því,
að hann komi aftur?“ spurðu prinsess-
urnar.
„Hann kemur alltaf aftur,“ sagði Sept-
ember.
„Heyrðu, ejskan mín,“ sögðu prinsess-
umar átta, „ef þú vilt fara að okkar ráð-
um, ættirðu ekki að eiga plíkt á hættu.
Ef hann kemur aftur, mundu það, já, geri
hann það, þá skaltu setja hann inn í búrið
,og halda honum þar. Það er eina ráðið til
þess að vera örugg um að missa hann
ekki.“
„En mér þykir svo gaman að láta hann
fljúga um herbergið," sagði September
prinsessa.
„Öryggið er fyrir öllu,“ sögðu systur
hennar uggvænlega.
Þær hristu höfuðin og gengu út úr her-
berginu og skyldu September eftir í öng-
um sínum. Henni fannst það dragast mjög
á langinn, að fuglinn kæmi og skyldi ekkert
í, hvað hann gæti verið að gera. Eitthvað
hlaut að hafa hent hann. Valurinn gat hafa
hreppt hann eða einhver veiðimaður.
Ómögulegt var að vita, hvað fyrir hann
gæti komið. Ef til vill gleymdi hann henni
líka eða hændist að einhverjum öðrum..
Það væri hræðilegt. Ó, hve hún óskaði þess
innilega, að hann væri kominn heill á húfi
aftur. Gullbúrið stóð þarna tómt og tilbúið.
Þegar hirðmeyjarnar brenndu dauða páfa-
gaukinn höfðu þær skilið búrið eftir á sín-
um gamla stað.
Allt í einu heyrði September þyt í lofti
rétt við eyrað á sér og litli fuglinn settist
á öxl hennar. Hann hafði farið svo hljóð-
lega, að hún varð hans ekki vör fyrr en
hann var alveg kominn til hennar.
„Ég var að brjóta heilann um, hvar þú
gætir verið,“ sagði prinsessan.
„Ég bjóst við, að þú mundir undrast um
mig,“ sagði litli fuglinn. „Sannleikurinn er
sá, að það munaði minnstu, að ég kæmi
ekki í kvöld. Það var veizla hjá tengda-
föður mínum, og allir vildu, að ég yrði
kyrr, en ég bjóst við, að þú yrðir kvíða-
full.“
Þetta var það óheppilegasta, sem litli
fuglinn gat sagt, eins og á stóð.
September fekk ákafan hjartslátt og
hún ákvað að eiga ekki neitt á hættu
framar. Þess vegna tók hún litla fuglinn
á milli handa sinna. Hann var því vanur,
því að henni þótti gaman að finna hjarta
hans slá í lófa sínum og ég held, að hon-
um hafi liðið vel á milli mjúkra og hlýrra
handa hennar. Fuglinn átti sér því einskis
ills von og varð mjög undrandi, er hún
bar hann að búrinu, stakk honum inn í
það og lokaði því. Hann var orðlaus af
undrun. Eftir nokkur augnablik hoppaði
hann upp á setstöngina og sagði:
Framh. á bls. 14.