Vikan


Vikan - 29.05.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 29.05.1941, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 22, 1941 það sást aðeins fimm eða sex metra út á hann. Ef þau gætu farið þvert. yfir akurinn án þess að sjást, mundu bófamir ef til vill halda áfram inn i skóginn. Hann ákvað á hætta á það. „Gangið hægt,“ sagði hann, og svo héldu þau af stað þvert yfir akurinn. Hún sagði ekkert. Henni var alveg sama, hvert þau fóru. Hann hélt niðri í sér andanum á meðan þau hnutu um hvert plógfarið á fætur öðru, og við hvert skref bjóst hann við að heyra skammbyssuskot frá skógin- um. En ekker skot heyrðist. Mick leit við, og sá óljóst móta fyrir trjátoppunum, sem báru við dimman himininn. „Beygið yður svo lítið meira, Clare,“ sagði hann, „og gangið eins varlega og þér getið. Ég held, að við höfum leikið á þá. Beygið yður nú og hlaupið.“ Clare beygði sig og hljóp áfram reikandi í spori. Mick hélt undir handlegginn á henni, en svo datt honum nýtt ráð í hug. „Gangið einar spölkorn, Clare. Ég bíð hér og ver yður, ef einhver er á hælum okkar. Ég næ yður strax aftur.“ Clare starði á hann. Augu hennar voru blóð- hlaupin og óttaslegin. Þar sem blóðið huldi ekki andlit hennar var hún náföl. Hún hristi höfuðið ákaft og opnaði skjálfandi varirnar. Mick greip í ofboði fyrir munn hennar og beið. Hann vissi, að ráðagerð hans var vonlaus. Clare mundi aldrei fást til að flýja ein og skilja hann eftir sér til vamar. Hann sá það um leið og hann leit á hana. Hún mundi missa stjórn á sjálfri sér og hrópa, ef hann reyndi að neyða hana til þess. 1 stað þess brosti hann hughreystandi til henn- ar. Það komu kippir í andlit hennar, og svo héldu þau áfram. En nú fóru þau löturhægt. Með stuttu millibili námu þau staðar. Mick vissi, að Clare gat ekki haldið áfram nema með mörg- um hvíldum og auk þess vildi hann hlusta eftir, hvort nokkur hljóð heyrðust að baki þeirra. Vonin fór nú smám saman að glæðast hjá Mick, þó að líkurnar væm enn ekki miklar. En með hverri sekúndu fjarlægðust þau skóginn og bóf- ana. Hann gizkaði nú á, að þau væru fimmtíu metra frá skógarjaðrinum, og var að hugsa um það, hvort þau mundu geta fundið nokkum felu- stað, þegar þau væm komin yfir akurinn. „Aðeins þrjár, fjórar mínútur enn,“ hvíslaði hann hughreystandi," og þá getum við kvatt bóf- ana fyrir fullt og allt. Ef þér bara getið haldið áfram svo lengi, er allt í lagi. Þér hafið staðið yður prýðilega." En Mick hafði freistað forsjónarinnar of oft, og andartaki síðar hljómuðu orð hans eins og naprasta háð. Clare, sem nú gekk tveim skrefum á undan honum, steig fram vinstra fæti, en fóturinn mætti engri viðspymu. Hún baðaði út höndunum og rak upp nístandi óp um leið og hún steyptist á höfuðið. 1 ofboði greip Mick i handlegg hennar, drógst með, reyndi að ná jafnvæginu og stakkst svo líka á höfuðið. Áður en hann gæti nokkuð að gert var hann kominn á bólakaf i ískalt vatn! Um leið og hann sökk, læsti Clare handleggj- unum um háls honum. Hann hristi höfuðið og reyndi að losa sig úr faðmlögunum. En hún greip aðeins enn fastar. Hann opnaði munninn, gleypti vænan sopa af hálffúlu vatni, leitaði fyrir sér með fótunum, en botnaði ekki. Um leið og þeim skaut upp á yfirborðið varð hugsun Micks skýr- ari. Hann þrýsti höndunum á milli handleggja hennar og losaði takið. Svo sneri hann henni við, lagði olnbogann undir höku hennar og þreifaði fyrir sér eftir föstu taki. Allt i einu varð líkami hennar máttlaus. Og því varð hann feginn. Hann synti áfram í blindni með Clare í eftir- dragi. En hann hafði ekki tekið nema tíu sund- tök, þegar fætur hans námu við botn. Hann óð áfram og dró Clare meðvitundarlausa á eftir sér. Þegar hann kom að landi, varð fyrir honum hár, snarbrattur bakki. Hann fikaði sig fram með honum, en alls staðar var hann jafn hár og brattur. Og fætur hans sukk-u stöðugt dýpra og dýpra niður í botnleðjuna. Mick brosti kulda- lega. Kapphiaupið við dauðann leiddi hann frá einni plágunni til annarar. En hann var þó að minnsta kosti enn þá lifandi! En staða þeirra varð vonlausari með hverri mínútu. ískalt vatnið gerði hann tilfinningalaus- ann, og þungi þeirra beggja þrýsti þeim lengra niður í leðjuna, svo að nú náði hún honum í hné. VIPPA-SÖöUR Vippi veiðir silung. ----- BAKNASAGA. -- Vippi var heppinn að lenda i hönd- unum á Stínu litlu þama á sveitabænum. Hún var góð stúlka og henni þótti verulega gaman að því að hafa fengið svona lítinn og skringilegan leikbróður. Vippi var líka þægur við hana og enginn minnt- ist framar á flengingu eða hvenær hann héldi áfram ferðinni. Hann kom sér dæmalaust vel við alla á bænum, en stundum gerði hann þó smá axar- sköft. Stína og Siggi áttu lítið hús úr torfi og grjóti niður við bæjarlækinn. Það var svo stórt, að þrír litlir krakkar gátu vel verið inni í því í einu. Þama léku þau sér að leggj- um og kjálkum. Það vom húsdýr barnanna. Einn daginn, þegar krakkarnir fóru með Vippa niður að læknum, hafði Stína litla veiðistöng og ætlaði að veiða silung, en það var mikið af hon- um í læknum. Eftir stutta stund var hún búin að veiða fimm silunga. Vippa þótti afskaplega gaman að sjá, þegar fiskurinn beit á og kippti í og var dreginn spriklandi upp á bakkann. En auðvitað gerði hann skammar- strik eins og vant er! I eitt skiptið, þegar Stína tippti silung upp úr læknum, losnaði hann sjálfur af önglinum og lá spriklandi í grasinu. Vippi hljóp þangað, tók silunginn og kastaði honum aftur út í lækinn og hrópaði upp af fögnuði, þegar hann sá viðbragðið, sem fisk- urinn tók, er hann kom í vatnið. En nú varð Stína reið. „Heldurðu að ég sé að veiða sil- unga, til þess að láta þig henda þeim í lækinn aftur, strákkjáninn þinn?“ sagði hún og stappaði niður fætin- um fyrir framan Vippa og hvessti á hann augun. „Það væri bara rétt- ast, að ég ræki þig heim!“ „Nei, gerðu það ekki, góða Stína! Ég skal aldrei gera þetta framar, ef þú lofar mér að vera hjá þér,“ sagði Vippi hálfkjökrandi, því að honum þótti orðið innilega vænt um leik- systur sína. „Jæja, seztu þá þama á steininn og ef þú lofar því að sitja þar graf- kyrr, þangað til ég segi þér, þá máttu vera héma.“ Vippi settist á steininn og sat þar og horfði á Stínu draga hvern sil- unginn á fætur öðrum og stundum fekk Siggi litli að halda á stönginni, en systir hans hjálpaði honum við að draga fiskinn á land. Þegar Vippi var búinn að sitja lengi á steininum, fór hann að verða óþolinmóður, en þorði þó ekki að hreyfa sig þaðan, vegna loforðsins, sem hann gaf Stinu. Og það var rétt af honum, því að menn eiga alltaf að halda loforð sín. Stína hafði lagt frá sér stöngina rétt við fætur Vippa og farið með Sigga inn í kofann sinn. Vippi beið og beið, en það var engu líkara en krakkarnir hefðu steingleymt honum. Eða voru þau að hegna honum með því að láta hann ekki koma líka inn í kofann? • Vippa var farið að dauðleiðast. Hann var ekki vanur því að sitja svona lengi kyrr á sama stað alveg aðgerðarlaus. Þama lá veiðistöngin við fætur hans og hann sat á lækjarbakkanum. Hann mátti ekki standa upp. En enginn hafði bannað honum að halda á veiðistönginni. Gaman væri að vita, hvort ekki biti á, ef hann renndi! Hann tók upp stöngina. Hún var að vísu nokkuð þung fyrir hann, en Vippi er sterkur eftir stærð og gat sveiflað færinu út í lækinn, án þess að standa upp. „Skyldi hann fá nokkuð,“ hugsaði Vippi. Skyldi hann fá nokkuð ? Nú var kominn mikill veiðihugur í hann. Hann næstum titraði af tilhlökkun. Allt í einu fann hann lítinn kipp og svo annan stærri. Vippi ætlaði að toga á móti, en það gekk ekki. Fisk- urinn dró með sér færið og það sner- ist ofan af hjólinu á stönginni með feikna hraða. Vippi þorði ekki að kalia á Stínu og beið þess, sem verða vildi. Þegar færið hafði allt dregizt út, ríghélt Vippi um stöngina, því að hann mátti hana ekki fyrir nokkurn mun missa. En silungurinn kippti i og Vippi var svo léttur, að fiskurinn dró hann og stöngina út í lækinn En þá gat Vippi ekki lengur á sér setið og hrópaði: „Hjálp! Hjálp, Stína! Ég ...“, svo heyrðist ekki meira, þvi að Vippi fór á bólakaf, en skaut þó fljótt upp kollinum aftur — og aldrei sleppti hann takinu af stönginni. Stína og Siggi heyrðu hrópið og hlupu út úr kofanum og urðu fyrst svo undrandi að sjá Vippa með stöng- ina úti í læknum, að þau stóðu sem steini lostin. En þegar Stína hafði áttað sig á því, sem gerzt hafði, hljóp hún niður með læknum. „Þú mátt ekki sleppa stönginni!1' kallaði hún til Vippa. „Maggi bróðir á hana.“ Ekki þurfti að minna Vippa á þetta, og nú tók silungurinn að þreyt- ast og Vippi komst upp á litla eyri og gat haldið við, þangað til Stína kom og dró silunginn í land. Stina var búin að hugsa sér á hlaupunum að hella skömmunum yfir Vippa fyrir þetta tiltæki. En þegar hún sá, að Vippi hafði veitt lang- stærsta silunginn, sem nokkurn tíma hafði komið á stöngina hjá henni, þá varð hún svo fegin að geta fært mömmu sinni svona mikið í soðið, að hún gleymdi alveg að ávíta litla prakkarann og meira að segja hældi honum: „Það var gott, að þú slepptir ekki stönginni. Fyrir bragðið veiddir þú stærsta silunginn og ég skal segja mömmu, að hann hafi bitið á hjá þér. En þú mátt aldrei reyna að veiða, nema þegar ég er viðstödd. Hugsaðu þér bara, ef silungurinn hefði dregið þig alla leið niður að fossi. Þá hefði farið illa fyrir þér, Vippi minn.“ „Verð ég þá ekki flengdur fyrir þetta?“ spurði Vippi, því að hann hélt sjálfur að hann hefði gert prakk- arastrik. „Nei, nei! Vippi minn,“ sagði Stina. „Og þakka þér fyrir veiðina!" Hún kyssti hann á kinnina. „Svona gerir mamma alltaf, þegar ég er dugleg að veiða.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.