Vikan - 29.05.1941, Blaðsíða 1
Nr. 22,
29. maí 1941.
Sigrún Magnúsdóttir
Pað er eins og sumar manneskjur séu í
heiminn bomar til þess að létta öðr-
um stundimar á leiksviði lífsins. Þær
ganga brosandi um meðal manna og mýkt
og yndisþokki einkennir framkomu þeirra
og ljúfa lund — þær em eins og „meyjan
af ókunna landinu" í kvæðinu eftir Schiller.
Hún kom í „dal þar hjarðfólk örsnautt
undi“:
„Hún aldin bar og ótal blóma,
sem annar foldarreitur gaf,
við æðri sólar ahð ljóma
og eðli sælla getið af.
Ástgjafir rétti hún öllum gumum,
ávexti þessum, hinum blóm,.
unglingi jafnt sem öldung hmmum,
svo einskis hönd fór þaðan tóm.“
Sigrún Magnúsdóttir leikkona er ein af
þeim, sem dreifir frá sér „ástgjöfum" list-
arinnar, leikandi létt og brosandi, svo að
ómögulegt er annað en hrífast — og dást
að hæfileikum hennar.
Það hefir ekki verið látið hátt um leik-
starfsemi Sigrúnar, enda mun hún sjálf
hafa lítinn vilja á að hampa sér. Hún hefir
tekið Ustarhlutverk sitt alvarlega — að
vísu með bros á vör — og lagt á sig mikið
erfiði, eins og flestir hinna hæfustu
íslenzku leikara, og getur verið hreykin
af árangrinum.
Af því að Vikunni em Ijósar hinar miklu
og vaxandi vinsældir Sigrúnar Magnús-
dóttur, fór hún á fund leikkonunnar og bað
um mynd af henni sjálfri, eins og hún
lítur út, þegar hún brosir framan í ljós-
myndarann — án alls „leikaraskapar". En
það leit næstum út fyrir, að hún hefði
aldrei tíma til að láta taka myndina, því
að íslenzkir leikarar verða að vinna meira
og lengur en flest annað fólk. Þeir em
varla einhama í þreki sínu og áhuga.
Myndin var tekin, og birtist hér í allri
sinni dýrð, en þá hafði leikkonan ekkert
að segja um sjálfa sig — að henni fannst.
En lesendur Vikunnar eru forvitnir,
þegar um fólk eins og Sigrúnu ér að ræða
og hér fara á eftir nokkrar upplýsingar
um leikkonuna, sem fengnar vom í sam-
tali við hana. Framhald á bla. 7.
er af leikurum komin og afi hennar var leikrita-
höfundur — og sjálf tekur hún hlutverk sitt alvar-
lega, pó að hún leiki pað brosandi.