Vikan


Vikan - 07.08.1941, Page 4

Vikan - 07.08.1941, Page 4
4 VIKAN, nr. 32, 1941 nú eru bönnuð. Sigurvegarinn átti að taka þann yfirunna og kasta honum þrisvar til jarðar. I hnefaleikunum höfðu mennirnir leðurólar vafðar um hendurnar. I þær voru festar plötur úr hörðu kjarnaleðri. Hnefa- leikamennirnir vroru ekki fríðir; einn er með útflatt nef, annar hefir misst allar tennurnar, allir eru þeir meira eða minna afmyndaðir eftir fyrri viðureignir. Bardag- inn byrjar og blóð og sviti drýpur af keppendunum, en áhorfendurnir æpa og hrópa. Þessum hluta leikanna líkur með mjög grimmilegum leik, sem nefndur var ,,Pan- kration" og er sambland af hnefaleik og glímu. Kependurnir berjast me, öllum hlut- um líkamans: höndum, fótum, olnbogum, hnjám, hálsi og höfði. Þeir mega sparka, bíta og jafnvel reka augun úr mótstöðu- manninum. Oft höfðu þessir leikar dauð- ann í för með sér. Nú er fjórði dagur leikanna runninn upp. Þá er aðal-hátíðin: Kappreiðar með vagna og leikarnir fimm. - Kappreiðarnar eru háðar á ferhyrndri braut um morguninn. Vagnarnir eiga að fara 4600 m. og eru það 12 ferðir í kring- um völlinn. Þetta var leikur, sem hinir tignustu menn stóðu að. Furstar og auð- menn sendu gulli búna vagna. Duglegir ökumenn voru mjög kaupháir og hestarnir voru heldur ekki gefnir. Vagnarnir þjóta af stað, svipurnar hvína, rykið þyrlast upp og svitinn streym- ir niður andlit ökumannanna. Að lokum er 12. umferðinni lokið og sigurvegarinn er hylltur. Síðan hefjast leikarnir fimm. Þeir voru kallaðir „leikar hinna fögru manna“. Þess- ir leikar voru hlaup, stökk, kringlukast og glíma. Þeir kröfðust aliir jafnt krafta, lipurðar, hraða og þols. * ■ Leikunum er lokið, eftir er að afhenda sigurvegurunum lárviðarsveigana. Það er gert í hofinu á 5. deginum fyrir framan líkneskið af Seifi. Kallari hrópar mettöl- umar, sem keppendurnir hafa náð, og verðlaunin eru veitt. Nafn sigurvegarans, föður hans og fæðingarbær er kallaður upp. Mennirnir koma, hver á fætur öðrum, með hvít bönd um enni og sveigarnir eru settir á hÖfuð þeirra. Síðan ganga þeir að einu af 70 ölturum Seifs og færa honum þakkarfóm. Um kvöldið er veizla í ráðhús- inu fyrir sigurvegarana og vini þeirra. Næsta dag halda allir heim. Þar bíða sigurvegarans enn hátíðlegri móttökur. Fyrir utan hliðið em allir borgarbúar sam- ansafnaðir. Skrautvagn með fjórum hvít- um hestum flytur sigurvegarann að hofinu og þar leggur hann sigursveiginn á altarið. Um kvöldið er haldin hátíð til heiðurs hon- um. Ólympíu-sigurvegari gleymist aldrei. Hann þarf aldrei að borga skatt. I Spörtu naut hann þess heiðurs að fá að berjast við hlið konungsins í stríði. I Aþenu fengu þeir að borða ókeypis í ráðhúsinu aila æfi. Menn úr öllum stéttum streyma til Ólympíuleikanna allsstaðar að úr Grikklandi. £ t Helgi lundurinn, endurteiknaður með hofum, Seifshofinu o. fl. Málverk á skrautkeri af grískum hlaupurum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.