Vikan - 07.08.1941, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 32, 1941
Veiðigyðjctn
DIANA.
Leon kallaði á Bon Bon inn á skrif-
stofu sína. ,,Ég hefi smávegis handa
þér að gera,“ sagði hann. „Reyndu
nú að taka eftir, því að þetta er áríðandi.“
„Já, ég skal reyna,“ sagði Bon Bon og
setti upp svip, sem hann vonaði að væri
gáfulegur. Hann vissi, að Leon var mjög
duglegur maður. Hann fann ótal smávik
fyrir Bon Bon og borgaði honum vel fyrir
það. Leon var í orði kveðnu bókhaldari,
en í raun og veru verzlaði hann með stolna
muni.
„Það er ungur maður að nafni Calignac,"
sagði Leon mjög hægt og greinilega, „sem
er ekki alveg eins mikill fáráðlingur eins
og þú, en slagar þó hátt upp í það. Hann
þarf að fá peninga. Hann vantar þá mjög
tilfinnanlega. Annars verður hann tekinn
fastur fyrir skuldir. Hann á ríkan frænda
og frænku, sem hafa ekki allt of háar hug-
myndir um hann, og ef svona fer fyrir
honum, þá eru þau vís til að strika hann
út af erfðaskránni. En það eru skartgripir
geymdir þar í peningaskáp í veggnum.
Calignac kann ekki að opna hann og er
hræddur við að reyna það, og það eigum
við að hjálpa honum við. Calignac kemur
öllu fyrir, en þú opnar skápinn og svo fá-
um við hluta af þýfinu. Skilurðu það?“
Bon Bon vissi, að hann var heimskur —
þeir voru ekki svo fáir, sem höfðu sagt
honum það — en leikni hans við peninga-
skápa var dæmalaus. Hann brosti breiðu
brosi. s,Hvenær eigum við að byrja?“
spurði hann.
„Þú verður að búa fáeina daga í íbúð
Calignac,“ sagði Leon. „Hús frænda hans
er við hliðina, og Calignac getur sent þig
út, þegar tækifæri gefst. Þetta er mjög
góð íbúð. Þú mátt ekki brenna allt með
sígarettum og sparka í húsgögnin. Reyndu
að koma prúðmannlega fram. Og þvoðu
þér við og við, það drepur þig ekki.“
Gerard Calignac var ungur maður, hor-
aður og fölleitur. Hann horfði á Bon Bon
með augljósum viðbjóði, þegar þeir hitt-
ust. Það gerði ekkert til; Bon Éon var van-
ur að vera fyrirlitinn og fótum troðinn,
og hann var allt of hrifinn af íbúðinni til
að taka eftir nokkru öðru. Hann trítlaði
inn í dagstofuna, þrýsti húfunni fast að
brjóstinu og horfði flóttalega í kring um
sig. Calignae reigði sig og sagði: „Þér get-
ið verið í herbergi þjónsins míns. Ég gaf
honum frí í viku og kom því svo fyrir, að
maturinn verður sendur upp til yðar, þar
sem mér hefir skilizt, að þér eigið að halda
kyrru fyrir hér, þangað til — eh, þessu
litla verki er lokið.“
Hann leit á klunnalega fætur og stórar
hendur Bon Bon og hreytti út úr sér: „Og
í öllum guðanna bænum, brjótið þér ekki
neitt!“
Bon Bon kinkaði sljólega kolli. En þegar
hann var að stara í kring um sig, hafði
hann komið auga á éitthvað, sem vakti
Smásaga
eftir
Henri Duvernois.
athygli hans. „Heyrið þér, herra minn,“
sagði hann aumingjalega, „hvað er þetta
þarna?“
Calignac leit þangað, dlm Bon Bon
horfði. „Ó, þetta! Það er líkneski af Díönu.
Það er hræðilegt, en frændi minn gaf mér
það, svo að ég get ekki hent því. Hérna
eru vikublöð, bækur og spil handa yður.“
Það var óþarfa pappírseyðsla að fá Bon
Bon vikublöð, bækur og spil; en það var
öðru máli að gegna með líkneskið. Nú var
það hann, sem leit á Calignac með fyrir-
litningu. „Hræðilegt?” sagði hann. Hvernig
gat manninum dottið þetta í hug.
„Díana,“ sagði hann við sjálfan sig. „Það
er, fallegt nafn, já, það er mjög fallegt
nafn.“
Líkneskið stóð rétt fyrir innan hurðina
í stofunni. Það sýndi Díönu ofurlítið minni
en í líkamsstærð. Gríska veiðigyðjan stóð
á tánum, rétt eins og hún svifi, kjóllinn
var með belti og sýndi vel grannan líkams-
vöxtinn, annar handleggurinn hékk niður
með hliðinni, en hinum handleggnum hélt
hún á lofti og hálf benti með fingrinum.
Þetta var mynd af fallegri stúlku og ein-
hvern veginn bar hún með sér allan yndis-
þokka æskunnar.
Eftir því sem dagarnir liðu, varð Bon
Bon meira og meira hrifinn af líkneskinu.
Það var engu líkara en einhver af fegurstu
kvikmyndastjörnunum, sem hann hafði
séð, væri stöðugt hjá honum í herberginu,
nema hvað Díana var enn fegurri. Bon Bon
vissi, að allir sögðu, að hann væri heimsk-
ur, en einfeldningarnir eiga líka sína
drauma og Díana hefði getað verið tekin
beint úr leyndasta draumi hans. Fallegar
varir hennar brostu stöðugt og augu henn-
ar voru alltaf viðkvæm og hún hélt hand-
leggnum alltaf útréttum — til hans, ef
hann var á réttum stað.
En þrátt fyrir þetta þorði Bon Bon ekki
að nálgast hana fyrstu dagana. Hann var
vanur að færa sig ofurlítið nær henni, þeg-
ar Calignac var sofandi eða úti, og stóð
þá í hæfilegri f jarlægð og horfði á drauma-
dísina sína. Honum fannst, að ef hann
kæmi nær, þá mundi Díana mótmæla því.
Hvemig gat hann líka jafnazt á við hana?
Ljótur, fyrirferðamikill og stirður uxi,
nema auðvitað þegar hann var að opna
peningaskápa.
Það var ekki fyrr en á fjórða degi, að
hann þorði að koma nær henni. Þann morg-
un hafði hann líka gert dálítið einkenni-
legt. Hann hafði þvegið allan líkama sinn.
Það var sannarlega leiðinlegt verk, en ein-
hvern veginn var það svo, að honum fannst
Díana eiga það skilið. Daginn eftir þvoði
hann sér öllum aftur, skjálfandi frá hvirfli
til ilja. Ef til vill var það brjálæði, en það
borgaði sig, því að sama kvöldið, þegar
Calignac var farinn út, þá fékk hann að
lokum kjark í sig til að ganga beint til
Díönu og standa fast hjá henni — og horfa
inn í augu hennar.
Hún virtist horfa enn viðkvæmar en
áður á hann. Hann hefði getað svarið, að
ljós skini úr þeim, og með andköfum horfði
hann á hendina, sem virtist benda á hann
— hann einan.
Hann var í sjöunda himni. Hann var
hamingjusamari, en hann hafði nokkru
sinni verið áður.
En hrifningin fór út um þúfur. Calignac
kom allt í einu inn í herbergið. Fölar kinn-
ar hans voru nú rjóðar og augu hans leiftr-
uðu.
„Þau eru farin í leikhúsið," sagði hann
æstur, „og þjónustufólkið á frí. Við gæt-
um ekki fengið betra tækifæri, þótt við
biðum í heilt ár. Ég opnaði gluggann í stof-
unni, áður en ég fór út með þeim. Gætið
þess nú að gleyma engu — ég á við arm-
bandið, ennisdjásnið og smaragðafestina.
Ég veit, að þetta er allt saman þarna, því
að hún er ekki með neitt af þessu á sér.
Hitt, sem er þar, er eintómt gamalt rusl;
þér getið hirt það, ef þér viljið. En flýtið
þér yður nú!“
Bon Bon tók á öllu, sem hann átti til,
að koma aftur niður á jörðina úr skýja-
borgum sínum. Hann bjó sig undir vanda-
samt verk.
Verkið sjálft var mjög einfalt. Hann
smeygði sér inn um gluggann og fékkst
við skápinn í hálfa klukkustund í skininu
frá vasaljósinu sínu; þá gaf lásinn eftir
og hurðin opnaðist. Hann sópaði innihald-
inu út. Höfuðdjásnið, hálsmenið og arm-
bandið setti hann í flauelispoka, sem hann
hafði komið með sjálfur. Síðan athugaði
hann hina munina, sem Calignac hafði
kallað „gamalt rusl“. Hann kærði sig ekki
um neitt af því, nema demantsprjón og
gamlan, þungan gullhring, sem hann bjóst
við að mundi vera éinhvers virði. Hann
stakk þessu í vasa sinn og fór í skyndi
eins og hann hafði komið.