Vikan - 07.08.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 32, 1941
7
Brezk orustuflugvél rarmsökuð.
Flugvélarnar í brezka flug-
flotanum eru rannsakaðar
mjög gaumgæfilega. Eftir
hverja flugferð eru flugvél-
arnar teknar til nákvæmrar
skoðunar og gert strax við
þær, ef með þarf. — Mynd
þessi sýnir slíka rannsókn á
orustuflugvél í vestur-eyði-
mörkum Libyu.
Þegar hann var á leiðinni til baka, kom
hræðileg hugsun upp í huga hans. Díana!
Eftir kvöldið í kvöld myndi hann aldrei
sjá hana. Nú var verkinu lokið, og Calig-
nac myndi áreiðanlega aldrei leyfa honum
að koma oftar inn í íbúðina.
Hann mundi aldrei sjá hana oftar!
Bon Bon ráfaði um göturnar í þungum
þönkum og gat ekki hugsað um neitt ann-
að en Díönu. Hvað átti hann að gera?
Calignac mundi áreiðanlega aldrei leyfa
honum að koma inn aftur. Ef til vilí myndi
hann selja Díönu. En það var engin von
til þess, því að frændi hans hafði gefið
honum hana. Átti hann að stela henni?
Það voru aðeins heimskulegir draumórar;
Leon myndi sjá það.
Að lokum fór Bon Bon aftur til íbúðar
Calignac. Calignac beið eftir honum í
angist. Bon Bon fékk honum pokann og
starði stöðugt á Díönu. Tákn allra drauma
hans, eini hluturinn á jörðinni, sem hann
elskaði, það eina, sem endurgalt ást hans
með viðkvæmni og skilningi — og hana
varð hann að yfirgefa.
Hann heyrði Calignac hrópa upp yfir
sig í fögnuði:
,,Það er allt! Þér hafið náð í allt! Dá-
samlegt! Við verðum að halda þetta hátíð-
legt — já, við skulum fá okkur glas af
kampavíni!“
Það var varla búið að hella kampavíninu
í glösin, þegar dyrabjallan hringdi. Calig-
nac gægðist út um gluggann og skelfingin
lýsti úr andliti hans. „Þetta er frændi!“
hvíslaði hann náfölur. „Hann er úti. Þau
hafa farið snemma úr leikhúsinu og hafa
uppgötvað þetta! Hann vissi, að ég var í
peningaþröng og er tortrygginn, og nú vill
hann komast upp. Verið þér fljótir að fara
út um gluggann á bakhlið hússins! Ég tef
fyrir honum niðri eins lengi og ég get.“
Hann hrúgaði dýrgripunum í pokann,
setti hann undir púða og hljóp niður.
Bon Bon skildi, að nú varð hann að fara.
Hann gekk alveg til Díönu og horfði
fast á hana í síðasta sinn. Augu hans flutu
í tárum. Hann gat ekki yfirgefið hana
svona. Hann reyndi að finna eitthvað, sem
hann gæti sagt, gert eða sýnt henni, hve
mikils virði hún væri honum. — Eins og
þruma úr heiðskíru lofti kom hugmyndin
í huga hans..
Robert frændi var að koma upp stigann,
en Bon Bon flýtti sér ekki, þótt hann lieyrði
það. Með ósegjanlegri viðkvæmni skildi
hann ofurlítinn hlut eftir hjá Díönu til
minningar um sig. Síðan flýði hann úr her-
berginu, hryggur — en honum hafði létt
við göfuglyndi sitt. Hann klifraði út um
gluggann á bakhliðinni. #
Á næsta augnabliki kom Robert frændi
þjótandi inn og Calignac öskugrár á hæl-
unum á honum. Allir hlytu að hafa tekið
eftir því, og Robert frændi gerði það líka.
„Hvað er þetta?“ spurði hann og hrifs-
aði gamla gullhringinn konunnar sinnar af
útréttum fingri Díönu.
Riddarinn frá Richmond
Pramhald af bls. 5.
hrópaði hún. „Getið þér náð í Farrar yfir-
foringja?“
Rawley beygði sig niður að eyra hennar
og hvíslaði:
„Við skulum senda eftir honum.“
Hugsanirnar flugu í gegnum huga hans.
Hann kallaði á einn af mönnunum. „Náið
þér í Farrar yfirforingja og biðjið hann
að koma hingað," sagði hann.
Hermaðurinn horfði undrandi á hann, en
svaraði kveðjunni og fór út.
Rawley sneri sér aftur að stúlkunni.
„Þér komuð frá Richmond? Hafið þér
skilaboð?“
„Já,“ tautaði hún, „boð frá Beauregard
hershöfðingja — til Johnstons hershöfð-
ingja —.“
Hjarta Rawleys barðist, og hann kraup
á kné við höfðalag hennar. Nú byrjuðu
kvalirnar aftur, svo að stúlkan engdist
sundur og saman. Hún reis upp við dogg,
greip í öxl yfirforingjans og hélt sér fast
í hana. Rawley studdi hana og reyndi að
láta fara betur um hana í rúminu. Stúlk-
an datt aftur hjálparvana niður í rúmið.
Hún strauk ákaft um einkennisbúning
Rawleys. Hún brosti, þegar hún snerti
hnappana og leggingarnar. Það kom ein-
kennilegur svipur á andlit hennar, sem
Rawley skyldi ekki.
,,Ég elska þessa einkennisbúninga.“ Hún
brosti. Hún fitlaði við axlaskúfinn á öxl
hans og snerti gullnu líninguna á krag-
anum.
„Ég hefi saumað þá svo marga.“ Hún
lokaði augunum og beit í vörina, þegar
dauðastríðið fór að harðna. Rawley talaði
blíðlega við hana. Hún kvaldist ákaflega.
„Farrar yfirforingi,“ hrópaði hún. „John!
John!“
„Þeir eru að sækja hann,“ sagði Rawley
blíðlega. „En skilaboðin yðar. Þau eru
mikilsvarðandi. Verið þér hughraustar.“
Stúlkan andvarpaði og barðist við að
tala; það var um að gera, að hún færi rétt
með þessi skilaboð.
„Beauregard — ræðst á McDowell —
hjá Manassas,“ stundi hún upp. „Þarf
enga menn — segið Johnston — að gera
áhlaup — í dögun — nota aðeins 35000
menn — senda hina — lengra norður —.“
Þetta hafði tekizt! Rawley lagaði um
hana og benti mönnunum að fara út.
Johnston hafði yfir 35000 menn tilbúna til
að gera áhlaup. Orðrómurinn hafði þá
verið sannur!
Áður en sólin kom upp í Shenandoah,
var Patterson kominn með alla menn sína,
20000 að tölu, úr hættu. Þeir voru komnir
•til Charles Town í Vestur-Virginia.
*
Orustan við Manassas 21. júlí var stór
sigur fyrir Norðurríkin. Her McDowells
rak her Beauregards aftur á bak, stöðvaði
Longstreet og Jackson og hrakkti þá úr
Henry hæðunum. Þá skeði það, sem öllum
kom að óvörum. Johnston hershöfðingi,
sem allir héldu að væri gjörsamlega yfir-
unninn í Shenandoah-dalnum, ruddist
fram til að styrkja Bandamenn. Þetta sneri
.öllu gjörsamlega við. Suðurríkjamenn
ráku flóttann nærri til Washington.
Patterson var alvarlega áminntur, fyrir
að hafa trúað orðrómi og sögusögnum og
látið Johnston sleppa. En hann hafði sína
sterku varnarmenn. Hvað átti hann að
gera á svona óráðnum tímum, þegar sam-
göngur voru óáreiðanlegar og orðrómur og
skipanir líktust hvað öðru? Hvernig átti
hann að vita, að Johnston hefði aðeins
9000 menn í dalnum og væri algjörlega
upp á hans náðir kominn? Og stúlkan og
skiptin á einkennisbúningunum, það var
bara bragð, sem hafði misheppnazt. Hvern-
ig áttu þeir að vita, að Beauregard hefði
beðið um allan þann liðsstyrk, sem hægt
væri að fá?
Það var ótrúlegt, að stúlka gæti breytt
skilaboðum svona, þegar hún var að berj-
ast við dauðann. Enn ótrúlegra, að hún
skyldi geta þekkt tvo litla bletti á ein-
kennisbúningi elskhuga síns.