Vikan


Vikan - 07.08.1941, Page 8

Vikan - 07.08.1941, Page 8
8 VIKAN, nr. 32, 1941 Gissur tekur rögg á sig. i Frú Geirþrúður: Ó, góða, í yðar stöðu í þjóðfélag- inu ættuð þér að hafa tvo kjallarameistara. Þeir, sem voru hjá frú Axlaröxl eru atvinnulausir. Þér ættuð að ráða þá til yðar. Rasmína: Kæra frú, stórkostleg hugmynd. Hvar get ég náð í þá? Frú Geirþrúður: Látið mig um það. Ég skal láta senda þá heim til yðar. Ég er viss um, að yður líkar vel við þá. Þeir eru mjög fullkomnir við vinnu sína. Rasmina: Ágætt! Látið þér þá fara beint heim. Maðurinn minn verður heima til að taka á móti þeim. Rasmina: Já, elskan. Þeir koma eftir klukkustund. Vertu heima, þegar þeir koma. Ég kem seinna. Gissur: Kjallarameistara, hal? Jæja, ég skal hræða þessa pilta, fyrst þeir vilja fá vinnu hér. Gissur: Heyrið þið! Ég get varla lynt við sjálfan mig. Það er erfitt að gera mér til hæfis. Og ég er mjög skapríkur. 1. kjallarameistari: Það gerir ekkert til. Þér eigið ekki að gera okkur til hæfis. 2. kjallarameistari: Við eigum að gera yður til hæfis, og ef yður þóknast, þá mun það gleðja okkur að geta gert yður til hæfis. •*----------------------------- ----------------------------------- I t Gissur: Haldið þið, piltar, að þið getið matreitt handa mér? Verið ekki með nein kjánalæti! Ég er sérvitur með mat. 1. kjallarameistari: Og við eldum sérvitringslegan mat. Er nokkur sérvitringslegur jafningur, sem yður þykir góður? 2. kjallarameistari: Að sjálfum yður undantekn- um? Gissur: Þið eruð bara að eyða tímanum, með því að fara inn í eldhúsið. Ég borða ekki það, sem þið búið til. Ég sendi eftir lögreglunni! 1. kjallarameistari: Gerið þér það ekki strax. Sjá- ið fyrst, hvemig yður líkar maturinn. Gissur: Drottinn minn! Ég verð að dást að þessari sprengdu uxabringu og toppkálið er framúrskarandi gott. 1. kiallarameistari: Þakka yður fyrir, herra minn. Ég vona, að þér hafið ákveðið að taka okkur. Og ef svo er, hvað eigum við þá að fá í laun ? 1. kjallarameistari: Þér eruð prýðilegur! Við höfð- um ekki gert okkur vonir um svo há laun. Gissur: Það er allt í lagi. Mér líkar vel við ykkur, og nú verðið þið að heilsa frúnni. 2. kjallarameistari: Með svona há laun, þurfum við enga frídaga. Gissur: Rasmína, hér eru kjallarameistararnir, sem þú réðir. Gissur: Heyrið þið, piltar! Ég skal tvöfalda launin ykkar. Rasmína: Ágætt! Láttu þá bíða í eldhúsinu. Ég hringi og segi þeim fyrir- 2. kjallarameistari: Nei, nei! skipanir mínar. 1. kjallarameistari: Nei og aftur nei og nei að eilífu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.