Vikan - 07.08.1941, Page 10
10
VIKAN, nr. 32, 1941
Heimilið
Matseðillinn.
Saltfiskrönd.
50 gr. smjörliki, 60 gr. hveiti,
% 1. mjóík, 4 egg, 200 gr. salt-
fiskur, y2 teskeið sykur, pipar.
Smjörlíkið er brætt, hveitinu hrært
út í, þynnt út með mjólkinni og suð-
an látin koma upp. Þetta gr kælt
ofurlítið, eggjarauðunum, fiskinum,
sem hefir verið hreinsaður frá bein-
unum, roðið tekið af og hakkaður,
kryddinu og þeyttum eggjahvitunum
er bætt út í. Hringmót er smurt vel
með smjörlíki og þakið innan með
muldum tvíbökum. Síðan er deigið
látið í mótið, svo að mótið sé rúm-
lega hálffyllt. Mótið er sett inn i vel
heitan ofn og bakað við fremur sterk-
an hita í % úr klukkustund. Þegar
hvolft er úr mótinu, er bezt að losa
aðeins frá börmunum með hníf. Rétt-
inn má borða með hrærðu smjöri eða
einhverjum káljafningi.
Rabarbarasúpa.
% kg. rabarbari, 2% 1. vatn,
% kg. sykur, 40 gr. kartöflu-
mjöl, 2 eggjarauður.
Rabarbaraleggirnir eru hreinsaðir,
skomir niður og soðnir í vatninu i
hálfa klukkustund. Þá eru þeir síað-
ir frá og safinn settur aftur á elda-
vélina. Þegar sýður, er kartöflumjöl-
inu, sem áður hefir verið hrært út í
ofurlitlu vatni, bætt út í.
Eggjarauðurnar eru hrærðar með
sykrinum, þangað til þær eru stifar.
Þá er sjóðandi súpan þeytt út i þær.
Eggjarauðunum má sleppa og er þá
sykurinn bara settur út í.
I
Mynd þessi er af hinni fögru, 17
ára gömlu Anne Bullitt, dóttur
William C. Bullitt, sem áður var
sendiherra Bandaríkjanna í Frakk-
landi. Myndin var tekin, þegar ung-
frú Bullitt var kynnt í samkvæmis-
lífi Philadelphiu. Yfir 1000 gestir
voru í veizlunni.
Ðökkblár útikjóll.
Dökkblár litur er mjög í tízku nú
sem stendur. Þetta er dökkblár úti-
kjóll með hálflöngum ermum. Blúss-
an gengur niður á mjaðmir en í mitt-
inu era tekin lítil ,,lek“ og haft belti.
Hún er hneppt alla leið niður. Krag-
inn og uppslögin eru úr hvitu og bláu,
þunnu, stífu efni. Pilsið er fellt allt í
kring. Það má hafa pilsið heilt upp í
mittið og láta blússuna ganga útyfir
það, svo að hægt sé að nota pilsið
eitt út af fyrir sig.
Qleðjið vinina
Kaupið smekklegar
og ódýrar
tækifærisgjafir
r
1
Meðferð ungbarna.
Skipting máltíða.
Réttast er að bamið fái að borða
4 sinnum á dag með 3—4 tíma milli-
bili. 1 meltinguna gengur talsverð
vinna, sem tekur nokkrar klukku-
stundir eftir hverja máltíð, og melt-
ingarfærin þurfa helzt að fá nokkra
hvíld eftir þetta starf. Það virðist
þvi fremur auðskilið mál, hver fá-
sinna það er, að vera alltaf að smá-
troða í bamið hinum og þessum mat,
hvað ofan i annað; maginn fær þá
aldrei frið né hvíld, meltingin trufl-
ast á margvíslegan hátt og upp
koma hinir og þessir meltingarkvill-
ar, sem oft á tíðum er illt við að fást.
Auk þess venst bamið á þann óvana,
að vera sífellt að troða upp i sig hinu
og þessu af eintómri rælni. Af þess-
um sökum er það ekki nema sjálf-
sagt og rétt að hafa reglu á máltíð-
unum.
Strax og bamið fer að geta matað
sig sjálft á að kenna því að borða,
þriflega og snyrtilega. Það á ekki
að venjast á að ryðja matnum upp í
sig með áfergju og óskapagangi, láta
allt of mikið upp í sig í einu, og missa
svo og svo mikið niður á sig og á
gólfið, jóðla matnum um andlit og
hendur o. s. frv. Það kann að sýn-
ast óþarfi, að minnast á þetta, og
margar mæður máske vantrúaðar á,
að það hafi nokkuð upp á sig að
reyna að siða bömin svona snemma.
Þessar vantrúuðu mæður þyrftu að
sjá hve miklu má til vegar koma í
þessum efnum með þolinmæði og
festu frá fyrstu byrjun. Sama máli
gegnir er bamið fer fyrst að geta
setið til borðs; þá á að venja það á
að borða snyrtilega, spilla ekki matn-
um á dúkinn o. s. frv., og umfram
allt að tyggja vel og vandlega. Það
er vitaskuld, að foreldrarnir sjálfir
verða að vera bömunum fyrirmjmd
í þessu sem öðra, því að „það nema
böm sem á bæ er titt“. Sumum börn-
um hættir við að flýta sér allt of
mikið að borða, til þess að geta kom-
ist út eða farið að leika sér. Þau
borða sig þá kannske ekki hálfsödd,
en koma svo aftur eftir litla stund
og vilja þá fá meira. Þetta er mesta
skaðræði; maginn er þá í sífeldu
erfiði og ofþreytist, maturinn meltist
illa, og afleiðingarnar auðráðnar:
meltingarkvillar, óregla á hægðum
o. s. frv. Þau böm þrífast sjaldnast
vel sem þetta hendir. 1 öllum tilbreyt-
ingum um matartilhögun er bezt að
stilla öllu hóflega, láta aldrei verða
mjög snögg umskipti eða mikil í
einu; aldrei má heldur hóta bömum
til að borða þann og þann mat, sem
þau máske hafa ólyst á. Þá er betra
að beita lempni, og má þá langt kom-
ast oftast nær. Þetta og þvilíkt verð-
ur ekki kennt af bókinni, en sú mun
reyndin á, að hverri móður verði bezt
sýnt um að siða böm sín í þessu sem
öðru. Gott er að böm læri sem fyrst
að fara vel með matinn, skilja að
hann kemur ekki fyrirhafnarlaust
upp i hendur fólks, og að margt er
umstangið sem móðirin þarf að hafa,
og mörg fyrirhöfnin foreldranna til
þess að sjá fjölskyldunni farborða.
(D. Sch. Thorsteinsson: Bamið).
Húsráð.
Þegar hrufóttar, ógagnsæar rúður
verða óhreinar, þá leggið þær á lá-
réttan flöt og þurrkið þær vel með
mjúkum klút og ræstidufti. Hreinsið
vel báðum megin og fægið svo aftur
yfir með þurram, hreinum og mjúk-
um klút.
Ef þér hafið ekki rjóma í kaffi við
hendina, þá takið eggjarauðu, þeytið
hana og látið eina teskeið af sykri
og ofurlítið vatn út í. Látið síðan
lítið eitt af þessu í hvem bolla og
hellið kaffinu út í.
*
Nauðsynlegt er að þvo blómstur-
potta að minnsta kosti tvisvar á ári.
Auk þess verður oft að þvo þá til
þess að ná burtu slímlagi, sem sezt á
þá, og aftrar loftinu frá að komast
í gegnum pottana inn að rótunum.
*
Skór verða oft rykugir i þurrk-
um á sumrin. Manni líður því oft illa
að koma inn til kunningja sinna. Þá
er gott að hafa lítinn bursta í tösk-
unni og bursta aðeins yfir skóna,
þegar tækifæri gefst.
HEILOSÖLUBIROÐIR:
ÁRN! wÓNSSON,
HAFNARSTR.5 WEYKJAVÍK