Vikan


Vikan - 07.08.1941, Side 11

Vikan - 07.08.1941, Side 11
VIKAN, nr. 32, 1941 11 Han hélt í múrsteinana í hrúgunni með báðum höndum og reyndi að rýna í gegnum reykinn og rykið. Síðan kveikti hann á annari eldspýtu. Hann fékk hóstahviðu, og líkami hans skalf. En hann sá nógu mikið til þess að geta svarað flestum spurpingum, sem flugu í gegnum þreytt höfuð hans. Hurðin var ekki til lengur. Mikið af veggn- um var horfið. Andartak komst aftur hraði á hugsanir Micks. Hann gerði sér ýmislegt ljóst. Eitt af því var það, að hann gæti aldrei verið of fljótur að komast þangað, sem dymar höfðu ver- ið. Hann skreið yfir hrúguna með samanbitnar tennur og hrukkur i enninu af kvölum. Hugsun- in um það, að hann yrði að komast að dyragætt- inni rak hann áfram, enda þótt hann gerði sér ekki ljóst, hvað hann ætlaði að gera, þegar þang- að kæmi. Sumir múrsteinarnir voru glóandi heitir og brenndu hendur hans, en aðrir runnu undan hon- um. Þegar hann að lokum var kominn alla leið upp, var hann fljótur að komast niður hinu megin. Hluti af hrúgunni rann til, og hann valt alla leið niður á gólf og rakst þar á eitthvað hart og homótt. Hugur hans rak hann enn áfram og neyddi hann til að bæla niður máttleysi og ógleði- kennd, sem kom yfir hann eins og í bylgjum. Að lokum komst hann þangað, sem eikarhurðin hafði verið, tók nýja eldspýtu og hlustaði augna- blik, áður en hann kveikti á henni. Mennirnir tveir, sem höfðu verið á verði, lágu úti í ganginum. Andlit annars þeirra var eins og blóðug kássa. Hinn lá með fæturna vöðlaða inn- undir sig. Andartak stóð Mick kyrr og horfði á mennina. Þá neyddi hugur hans hann áfram. Um leið og hann fór aftur af stað, sá hann ofurlítinn hlut. Skammt frá öðrum manninum upp við vegg- inn lá skammbyssa. Um leið og Mick tók byss- una upp, heyrði hann, að einhverjir komu hlaup- andi eftir gangi lengra frá. Mick lyfti höfðinu upp og hristi það, til að reyna að hugsa skýrara. Hann áttaði sig smám saman. Hann skreið aftur í gegnum opið á veggn- um og hnaut á múrsteinunum, þegar hann reyndi að komast sömu leið til baka. Eldhúsið, sem einu sinni var, hafði nú fyllzt af reyk. Likami hans var eins og opið sár, þegar hann skreið yfir hrúguna og aftur í hornið, þar sem Clare lá enn meðvitundarlaus. Hann lyfti hægri hend- inni og beit fast í vísifingurinn. Hann mund,i allt í einu eftir, að gamall misindismaður hafði einu sinni sagt honum, að þannig gæti maður gert hendina örugga, þegar maður þyrfti að skjóta. Mick vissi ekki, hvort það var til nokkurs. Allt var eins og í þoku fyrir honum. Nú gat hann heyrt raddir mannanna ekki mjög langt frá. „Andskotinn sjálfur! Hver hefir vasaljós ?“ öskraði Lefty Vincent. ,,Það nægir ekki að kveikja á eldspýtum. Ég æði ekki áfram í blindni." „Við erum komnir þangað!" hrópaði Evans. Mick hnipraði sig saman bak við rústimar, þegar hann sá ljós á ganginum. Andartak var dauðaþögn. Þá þekkti Mick rödd Finos, sem hrópaði. „Drottinn minn dýri! Þau eru bæði dauð. Sjáið þið hérna. Það hlýtur að hafa orðið sprenging. Allur þessi endi hússins er hruninn. Cardby og Framhaldssaga stúlkan hljóta að vera kramin í klessu. Komið þið, við skulum aðgæta þetta nánar.“ „Vertu ekki svona fljótur á þér,“ hreytti Vin- cent út úr sér. „Ég ætla ekki að leggja neitt á hættu.“ Mick beygði sig betur niður með múrsteinun- um og beið með byssuna í hendinni og saman- bitnar tennur. Hann heyrði mennina bölva og sparka í múrsteinana, þegar þeir reyndu að kom- ast inn í eldhúsið. „Hver andskotinn hefir gengið á? Þetta minn- ir bara á heimsstyrjöldina,“ muldraði Evans. „Ég sldl ekki, hvernig hefir getað orðið sprenging. Hér var hvorki gas né sprengiefni. En svo mikið er víst, að enginn getur lifað svona jarðskjálfta.“ „Við verðum að hverfa héðan hið bráðasta," sagði Crossley. „Hávaðinn hlýtur að hafa heyrzt langar leiðir. Það er líka sviðalykt hér og þá er ekki ráðlegt að bíða, þangað til brunalið og lögregla kemur. Við höfum heldur ekki eftir neinu að bíða. Við skulum koma okkur af stað, foringi." „Þú bíður,“ hvæsti Vincent, „þangað til ég gef skipun. Ég tek ekki við ráðum frá vesal- menni eins og þér.“ „Ég held, að Crossley hafi rétt fyrir sér,“ sagði Evans þrjózkulega. „Ef þið viljið laumast burt, aumingjamir ykkar, þá megið þið það mín vegna.“ Mick beið órólegur eftir því, sem nú myndi ske. XXI. KAPÍTULI. Siðustu viðskiptin. „Það er ekki fjarri sanni, sem þér segið, Evans," sagði Marty. „Við græðum aldrei á að vera hér lengur. Þér vitið, foringi, að ég er engin raggeit, en það þarf ekki mikið vit til að sjá, að það er brjálæði að vera hér lengur. Ég er að hugsa um að læðast burtu.“ „Þetta lítur illa út,“ sagði annar af mönnum Evans. „Þeir, sem vilja vera eftir, mega það gjarnan mín vegna. Ég er farinn. Cardby og stelpan eru auðvitað dauð fyrir löngu síðan, og leifar þeirra liggja undir múrsteinunum. Fjand- inn hirði mig, ef ég fer að grafa eftir þeim. Ef einhvern langar til þess, þá er mér sama. Ég fékk meira en nóg af þessum tveimur líkum frammi í ganginum. Foringinn vildi láta stelpuna deyja. Hún er dauð og hefir tekið Cardby með sér yfirum. Hann getur ekki þrjózkast lengur. En það væri ekkert notalegt fyrir okkur, ef lög- reglan kæmi og færi að spyrja okkur, áður en við sleppum héðan.“ „Mér verður óglatt af að hlusta á ykkur," sagði Vincent hæðnislega. „Segjum svo, að nokkr- ir lögregluþjónar kæmu. Hvað þá? Haldið þið, að ég sé smeykur við að skjóta þá niður? Það væri þá ekki í fyrsta skipti og heldur ekki seinasta.“ „Ég myndi vera kyrr, ef það væri nokkur ástæða til þess,“ sagði Evans. „Ég hefi aldrei far- ið, þegar eitthvað hefir verið að gera. En hvaða gagn er i að ráfa hér, þangað til lögreglan kem- ur ?“ „Ég er ekki sannfærður um að Cardby og stelpan séu dauð,“ sagði Vincent, „og ég fer ekki aftur til Bandaríkjanna, fyrr en öllu er lokið. Við vitum allir, að Cardby er harður í hom að taka.“ eftir DAVID HUME. „Það voru þessir tveir líka,“ sagði Evans og benti á limlest likin fyrir framan sig. „Reynið þér nú að nota skynsemina, Lefty, og farið þér héðan, áður en gamanið fer að grána.“ „Þið emð bærilegir náungar," sagði Fino. „Ef foringinn vill vera hér, þá verð ég kyrr. Nú hafið þið heyrt mitt álit.“ „Mér er djöfulinn sama um yðar álit,“ sagði Evans. „Ég og mínir menn hafa fengið nóg af þessu. Við vitum betur en þér og foringi yð.ar, hvað óhætt er hér i Englandi. Ef þér viljið vera hér og leika hetju, þá megið þér það min vegna. Ég vil ekkert meira við þetta fást. Það vilja mínir menn ekki heldur.“ Mick reyndi að anda gætilega. Hann ímyndaði sér, að hjartsláttur sinn og andköf hlytu að heyrast. „Það er svei mér laglegur félagsskapur, sem við höfum unnið með, Fino“ hrópaði Lefty Vincent. „Mig langar mest til að skjóta ykkur alla. Hvers vegna í andskotanum byrjuðuð þið á þessu, ef þið ætlið nú að svíkja okkur?“ „Heyrið þér nú,“ sagði Evans rólega. „Ég held, að það borgi sig ekki fyrir yður að skjóta núna, Vincent. Ef til vill gætuð þér skotið mig niður og ef til vill ekki. En það er áreiðanlegt, að áður en þér hefðuð lokið því, þá mundu menn mínir hafa sent yður og Fino til annars heims." Nú varð dauðaþögn. Mick beið spenntur. Það var auðfundið, að eitthvað myndi gerast. Hvað mundi Vincent nú gera? „Er það alvara ykkar allra, að svíkja mig?“ hvæsti hann. „Já,“ svömðu allir mennirnir í einu. „Þá getið þið farið til andskotans allir saman, þið vesælu ragmenni. Hvaða gagn gæti ég svo sem haft af ykkur, þó þið yrðuð kyrrir? Farið þið! Mér þykir leiðinlegt, að ég skuli nokkum- tíma hafa séð ykkur. Evans, ég hélt að þér væruð karlmenni." „Já,“ sagði Evans jafnrólegur. „Og ég mun halda áfram að vera karlmenni mörg ár, eftir að þér emð dauður, Lefty. Þér hljótið að hafa slegið höfðinu við, fyrst þér ætlið að vera hér lengur. Þér hefðuð eins vel getað setið kyrr heima og setzt við að prjóna sokka. Jæja, piltar. Við þurfum ekki fleiri uppörfanir til að fara. Nú skulum við flýta okkur héðan. Nú fer ég.“ Mick heyrði fótatak þeirra deyja út og hon- um létti. Nú var komið meira jafnrétti í þetta. Mennimir þrír úti i ganginum stóðu kyrrir, þang- að til fótatak hinna heyrðist ekki lengur. „Svona em þá Englendingarnir,“ sagði Fino með fyrirlitningu. „Þetta skal verða í seinasta skipti, sem ég á viðskipti við þá.“ „Mér finnst nú,“ sagði Crossley, „að þeir séu hyggnari." „Nei, er það satt?" spurði Vincent háðslega. „Þú hefðir líklega laumazt í burtu með þeim, ef þú hefðir komizt til Bandaríkjanna án mín.“ Crossley svaraði ekki. Hann hafði fulla ástæðu til að þegja. „Hvað eigum við að gera, foringi?" spurði Fino. „Við skulum hefjast handa strax, svo að við verðum einhvem tima búnir. Við getum ekki verið hér að eilífu. Væri ekki bezt að leita ofur- lítið í rústunum að þeim dauðu?" Mick dró andann djúpt og hélt fingrinum fast á gikknum. Hann óttaðist, að Clare myndi vakna og æpa. Þá væri allt eyðilagt.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.