Vikan - 07.08.1941, Síða 13
VIKAN, nr. 32, 1941
13
Dularfullur atburdur
Framhaldssaga eftir AQATHA CHRISTIE.
Poirot er fræg persóna í skáldsögum Agatha Christie. Hann er leynilögreglumaður — hliðstæður Sherlock
Holmes í sögum Conan Doyle’s — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orstír fyrir uppljóstranir.
Mér var öllum lokið. Innst inni vissi ég, að ég
myndi njóta þess að sýna henni þetta. Mér kom
siðferði stúlkunnar heldur ekkert við. Ég var
dálítið smeykur við, hvað rannsóknardómarinn
myndi segja, en ég róaði sjálfan mig með því, að
þetta gæti ekki sakað neinn.
Við gengum fyrst þangað, sem líkið hafði fund-
izt. Lögregluþjónn stóð við gröfina, en hann
heilsaði virðulega að hermannasið, af þvi að hann
þekkti mig í sjón, og spurði ekki einu sinni, hver
það væri, sem var með mér. Sennilega hefir
hann haldið, að ég ábyrgðist hana. Ég sagði
„Öskubusku", hvernig verkamennirnir hefðu
fundið líkið, og hún hlustaði með athygli og
spurði við og við mjög gáfulegra spurninga. Síð-
an fórum við í áttina til hússins. Ég fór ekki
að neinu óðslega, því að í sannleika sagt, þá
langaði mig ekki til að mæta neinum. Ég fór
með ungu stúlkuna inn á milli runnanna og upp
að bakhlið hússins, þar sem litli skúrinn var. Ég
mundi, að Bex hafði fengið Marchand lögreglu-
þjóni lyklana, ef svo skyldi vilja til, að Giraud
vildi komast inn í skúrinn, á meðan við værum
uppi. Mél' fannst mjög sennilegt, að ef Giraud
hefði notað lyklana, þá myndi hann hafa fengið
Marchand þá aft,ur. Ég lét ungu stúlkuna bíða
úti hjá runnunum, á meðan ég fór inn í húsið.
Marchand stóð á verði fyrir utan stofudyrnar.
Ég heyrði ógreinilegt mannamál innan úr stof-
unni.
„Viljið þér tala við Hautet? Hann er hér inni.
Hann er að yfirheyra FranQOise aftur."
,,Nei,“ flýtti ég mér að segja, „ég þarf ekki
að tala við hann. En ég vildi gjarnan fá lyklana
að skúrnum hérAa úti, ef það er ekki á móti
reglunum."
„Með ánægju.“ Hann tók lyklana upp úr vasa
sínum. „Hér eru þeir. Hautet hefir gefið skipun
um, að við eigum að vera yður og vini yðar
eins mikið innan handar og unnt er. Þér gjörið
svo vei og skilið þeim aftur, það er allt og sumt.“
„Auðvitað.”
Ég iðaði af ánægju, þegar ég heyrði, að Marc-
hand áleit mig eins hátt settan og Poirot. Unga
stúlkan stóð og beið. Hún hoppaði upp af ánægju,
þegar hún sá, að ég var með lyklana.
„Þér gátuð þá náð í þá?“
„Auðvitað," svaraði ég þóttafullur. „En þér
gerið yður samt» vonandi ljóst, að það, sem ég
geri nú, brýtur í bága við allar reglur."
„Þér eruð prýðis maður, og því skal ég ekki
gleyma. Komið þér nú. Við sjáumst vonandi ekki
frá hiisinu?“
„Bíðið þér augnablik.” Ég stöðvaði hana. „Ég
skal ekki banna yður að fara inn, ef þér viljið
það endilega. En eruð þér sannfærðar um, að
þér viljið það? Þér hafið séð gröfina og allt um-
hverfi hússins og vitið allt, sem kemur málinu
við. Er það ekki nægilegt handa yður? Þetta
héma er óhugnanlegt, sjáið þér til — og óþægi-
Iegt.“
Hún horfði andartak á mig, og ég gat ekki les-
ið úr svip hennar, hvað hún var að hugsa, svo
hló hún.
„Mér þykir gaman að öllu, sem er skelfilegt,”
sagði hún. „Komið þér nú“-
Við gengum þögul í áttina til skúrsins. Ég opn-
aði hurðina og við fórum inn. Ég gekk að líkinu
Forsaga:
Hercule Poirot, leynilög-
reglumaður, hefir hvatt
félaga sinn til að skrifa niður frásögu af
dularfullum atburði, sem gerðist í námunda
við „Villa Geneviéve" í Frakklandi, en þeir
bjuggu saman i London, er þetta átti sér
stað. Frásögumaður byrjar á þvi, að hann
hittir í járnbrautarlest einkennilega stúlku,
sem segist vera leikkona. Hún kallar sig
„Öskubusku", þegar þau skilja. Nafn sitt
vill hún ekki segja honum. Poirot fær bréf
frá miljónamæringnum Renauld, sem biðst
hjálpar, af því að hann er hræddur um líf
sitt. Hann býr í „Villa Geneviéve" í Frakk-
landi. Þegar þeir félagar koma þangað, er
þeim sagt, að Renauld hafi verið myrtur.
Poirot ákveður að taka þátti í rannsókn
málsins með frönsku lögreglunni. Rann-
sóknardómarinn yfirheyrir Francoise ráðs-
konu. Hún segir frá konu, frú Daubreuil,
sem Renauld hafi verið i þingum við og
hafi heimsótt hann kvöldið áður. En Denise,
þjónustustúlka segir, að það hafi verið
önnur kona. Hótanabréf, undirritað „Dulcie“
finnst í frakkavasa Renaulds. Þeir skoða
skrifstofu Renaulds og Poirot finnur hom
af rifinni ávisun, sem á er ritað nafnið
„Duveen“. Eftir það fara þeir að skoða lík-
ið. Ráðskonan kemur og segir, að frú Ren-
auld geti tekið á móti þeim. Þeir fara upp
til hennar og hún segi;' þeim frá því, sem
bar við um nóttina. Þeir finna úr,, sem
morðingjarnir hafa brotið á glerið. Sonur
hennar er á ferðalagi til Buenos Aires og
Santiago. Síðan fara þau í líkhúsið. Þar
fellur frúin í yfirlið, er hún sér lík manns
síns. Eftir likskoðunina fara þeir að rann-
saka morðstaðinn. Rétt fyrir utan húsið
finna þeir spor í blómsturbeði, en halda að
þau séu eftir garðyrkjumanninn. Þeir hitta
Giraud leynilögreglumann, sem er líka að
rannsaka málið, en hefir ekki sömu að-
ferð og Poirot. Siðan fara þeir og tala
við frú Daubreuil, en verða engu nær. Á
eftir eltir dóttir hennar þá og er mjög
áhyggjufull. Hún spyr þá um málið, en fer
svo aftur heim. Morguninn eftir fara þeir
til hússins og tala fyrst við Léonie, stofu-
stúlkuna. Á eftir fer Hastings einn út og
hittir þá „Öskubusku".
og dró lakið til hliðar, eins og Bex hafði gert
daginn áður. Lá stuna kom frá vörum ungu
stúlkunnar, og ég snéri mér við og leit á hana.
Nú lýsti sér skelfing í andliti hennar og öll
kátínan var á bak og burt. Hún vildi ekki þiggja
ráð mitt og nú hefndist henni fyrir að hafa ekki
gert það. Ég var einkennilega miskunnarlaus við
hana. Það var bezt að hún fyndi til þess alls.
Ég sneri líkinu hægt við.
„Þarna sjáið þér,“ sagði ég. „Það var rekinn
rýtingur í bakið á honum."
Rödd hennar var næstum óheyranleg.
„Með hverju?"
Ég kinkaði kolli í áttina til glerskálarinnar.
„Með rýtingnum þarna?“
Allt. í einu skjögraði unga stúlkan og datt á
gólfið. Ég hljóp til hennar til að hjálpa henni.
„Yður verður illt. Við skulum flýta okkur út.
Þetta hefir verið of mikið fyrir yður.“ '
„Vatn,“ tautaði hún. „Vatn, fljótt.“
Ég lét hana liggja kyrra og hljóp inn í húsið.
Til allrar hamingju var ekkert af þjónustufólkinu
sjáanlegt, svo að ég gat óséður náð í vatnsglas
og hellt ofurlitlu koniaki úr vasapelanum mínum
út í það. Eftir fáeinar mínútur var ég kominn
út i ski^rinn aftur. Unga stúlkan lá, eins og ég
hafði skilið við hana, en eftir nokkra sopa úr
glasinu lifnaði hún aftur við.
„Hjálpið þér mér til að komast aftur út —
ó, fljótt, fljótt!“ hrópaði hún skjálfandi.
Ég studdi hana út. og hún sparkaði hurðinni
aftur á eftir sér. Síðan andaðj hún djúpt.
„Þetta var gott. Ó, það var hræðilegt þarna
inni! Hvers vegna létuð þér mig fara inn?“
Ég fann, hvað þetta var ósvikið kvenlegt, og
gat ekki stillt mig um að brosa ofurlítið. Innst
inni var ég alls ekki óánægður yfir, að hún
skyldi falla saman. Það sannaði, að hún var
ekki líkt þvi eins harðgerð, og ég hafði álitið. I
raun og veru var hún hreinasta barn, og forvitni
hennar var ekkert annað en hugsunarleysi.
„Ég gerði allt, sem i mínu valdi stóð, til að
aftra yður frá því,“ sagði ég blíðlega.
„Það er víst satt. Jæja, veriö þér nú sælir."
„Nei, heyrið þér nú. Þér getið ekki laumazt
svona burtu — alein. Þér eruð ekki uógu hraust-
ar til þess. Ég verð að fylgja yður aftur til
Merlinville.“
„Vitleysa! Mér líður prýðilega."
„Já, en ef það liði aftur yfir yður? Nei, ég
fer með yður.“
Hún barðist gegn því af öllu afli. Að lokum
fékk ég þó leyfi til að fylgja henni til útjaðars
bæjarins. Við gengum sömu leið, sem við höfð-
um komið, fram hjá gröfinni og komumst svo
út á þjóðbrautina. Þegar við komum að fyrstu
runnunum, nam hún staðar og rétti mér höndina.
„Verið þér sælir og þakka yður kærlega fyrir
alla vinsemdina."
„Eruð þér sannfærðar um, að þér komizt það,
sem eftir er?“
„Já, þakka yður fyrir. Ég vona, að þér komizt
ekki í neitt klandur, þó að þér hafið sýnt mér
þetta?“
Ég neitaði því hæðnislega.
„Jæja, verið þér þá sælir.“
„Verið þér sælar,“ sagði ég. „Við sjáumst aft-
ur, ef þér verðið hér í bænum.“
Hún brosti til min.
„Já, sennilega. Sjáumst heil.“
„Bíðið þér andartak. Þér hafið ekki sagt mér
heimilisfang yðar.“
„Ég bý á „Hótel du Phare“. Það er litið gisti-
hús en ágætt. Komið og heimsækið mig á morg-
un." ' ■
„Já, það getið þér verið sannfærðar um,“ sagði
ég og lagði óþarflega mikla áherzlu á orðin.
Ég stóð og horfði á eftir henni eins lengi og ég
gat séð hana, siðan sneri ég við og gekk til húss-
ins. Þá mundi ég eftir, að ég hafði gleymt að
læsa skúrnum. Til allrar hamingju hafði enginn
tekið eftir því, og þegar ég var búinn að læsa,
afhenti ég lögregluþjóninum lyklana. Allt i einu
datt mér í hug, að þótt „Öskubuska" hefði sagt
mér heimilisfang sitt, þá vissi ég enn ekki, hvað
hún hét.
IX. KAPlTULI.
Giraud finnur spor.
Inni í stofunni var rannsóknardómarinn önnum
kafinn við að yfirheyra Auguste gamla garð-
yrkjumann. Poirot og fulltrúinn, sem voru báðir