Vikan - 21.08.1941, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 34, 1941
Meðferð ungbarna.
Heimilið
Matseðillinn.
Kálbögglar.
1 hvítkálshöfuð. 100 gr. selleri.
200 gr. gulrætur. 200 gr. græn-
ar baunir. 200 gr. næpur. 200
gr. gulrófur. 40 gr. smjör. 1
matskeið rjómi. Pipar. Salt. 1
dl. rifið franskbrauð. Laukur. 1
egg-
Kálblöðin eru greidd í sundur og
soðin og þykkasti hluti stilkanna
skorinn af. Grænmetið er hreinsað,
skorið í litla bita og hakkað einu
sinni í hakkavél með smjörinu. Brauð-
ið er bleytt í egginu og bætt út í
ásamt kryddinu. Ein matskeið af
þessu deigi er látin á kálblað. Blaðið
er vafið utan um og bundið um bögg-
ulinn. Þegar búið er að rúlla öllum
bögglunum upp, eru þeir soðnir í salt-
vatni í einn stundarfjórðung eða
brúnaðir á pönnu. Að lokum eru þeir
bomir fram með brúnni sósu eða
tómatsósu. Uppskriftin nægir handa
sex manns.
Smjörgrautur.
250 gr. smjör. 500 gr. hveiti. 3
1. sjóðandi vatn. 2 teskeiðar
salt.
Eftirsóttasta stúlka
Ameríku.
Brenda Frazier er eftirsóttasta
stúlka Ameríku. Á myndinni er hún
á veitingahúsi í New York ásamt
John Simms Keliy. Þegar hún giftist
mun hún fá 100000. dollara séreign
frá föður sínum og á afmælisdegi
sinum, þegar hún verður 21 árs, fær
hún 4000000 dollara i viðbót. Kelly
er frægur knattspymumaður.
Smjörið er brætt og hveitið látið
út í. Þá er þynnt með vatninu og lát-
ið sjóða í fimm minútur. Síðan er
grauturinn saltaður.
Húsráð.
Ef yður finnst of dimmt inni í
sumarhúsi yðar, þá málið veggina
Ijósa eða alveg hvita. Ef yður finnst
herbergið vera of langt í hlutfalli við
breiddina, þá málið veggina í sín
hvomm enda herbergisins ofurlítið
dekkri en hina. Það virðist draga
veggina nær hvor öðmm.
Ef yður hættir til að missa rakvél-
ina á gólfið, þegar þér emð að raka
yður, þá bindið skóreim í enda rak-
vélarinnar og smeygið lykkjunni upp
á fingurinn. Þá er ekki hætt við, að
faún detti á gólfið.
Hafið ætíð handbæran sandpappír
í eldhúsinu. Ef erfitt er að opna gler-
kmkku með skrúfuðu loki eða dósir,
þá má setja sandpappír yfir lokið
og er þá oftast auðvelt að opna þær.
*
Blettum eftir varalit má ná úr
lérefti með því að nudda sápu vel á
blettinn og láta það svo bíða í 15
mínútur. Síðan er hann þveginn úr
á venjulegan hátt.
Sjúkdómar barna.
1—6 ára.
Á þessum aldri hreppa börnin iðu-
lega alla eða flesta næma sjúkdóma,
svokallaða bamasjúkdóma: mislinga,
kikhósta, skarlatssótt, bamaveiki
(difteri) og erki-óvininn allra barna,
berklaveikina.
Böm smitast ýmist í skólum, á
leikvöllum eða einhverjum slíkum
stofnunum, eða af leiksystkinum, sem
þau finna á fömum vegiutanheimilis,
eða heima hjá sér. Er oft illt að rekja
feril sumra sjúkdóma, og illt, eða
jafnvel ómögulegt að varast þá, þeg-
ar þeir em orðnir útbreiddir. Sumir
af þessum sjúkdómum, einkum kik-
hósti og mislingar, ráðast aðallega á
andardráttarfærin; slímhúð þeirra
verður þá svo veik að berklar eiga
þar greiðan aðgang og koma síðan
fram í ýmsum myndum, oft í eitlum
(hálseitlum, barka-eitlum og öðrum
innýflaeitlum). Er þá ekki lítið undir
þvi komið, að foreldrar geri sér ýtr-
asta far um að efla heilsu barna
sinna með öllu mögulegu móti, reyna
að gera þau svo hraust, að þau séu
brynjuð gegn berklasmitun eða svo
eifd af lífsmagni, að berklar nái eng-
um tökum á þeim, þótt þau kunni
að smitast. Það fer að sjálfsögðu, að
sterka gát þarf að hafa á því, að
enginn berklaveikur hafi náin mök
við börnin (fóstrur, leiksystkin,
frændfólk og kunningjafólk), og eins
að halda heimilinu svo hreinu sem
hægt er, svo að berklagerlar fái ekki
leynst þar í neinu skúmaskoti. Gott
viðurværi, mikil útivist, sólskin og
hreint loft inni hafa hér mikið að
segja, meira en nokkur lyf. Af sól-
skini fá börnin sjaldnast of mikið, en
það er aldrei notað hér á landi sem
skyldi. Gætu foreldrar fengið marg-
ar þarflegar bendingar hjá læknum
um notkun sólskins og hollustu fyrir
ungböm.
Sótthiti.
Það er alveg sjálfsögð regla, að
bam, sem hefir sótthita, sé i rúminu
meðan hitavottur er, og meira að
segja 1 eða fleiri daga eftir að það
er orðið hitalaust. tJt má það ekki
fara fyrr en 2—3 dögum eftir að hit-
inn er horfinn, þó að sumri sé; á
vetrum þarf enn meiri varkárni um
útfararleyfi eftir hvern þann sjúk-
dóm, sem hitasótt hefir verið sam-
fara. Hafi bam hitasótt nokkra daga
samfleytt, er varlegra að gera lækni
aðvart. Fylgi nú einhver útbrot eða
roðablettir, er réttast að láta bamið
vera sér í herbergi og sækja lækni.
Ekki skal hita herbergið, sem sjúka
bamið er í, neitt að ráði; má gjama
vera svalara en annars, en loftræsing
góð. Til næringar á að hafa súpur úr
ávaxtasafa, þunna vellinga, ávexti.
Hægðir þurfa að vera i lagi, daglega.
Sé barnið að staðaldri mjög órólegt
og fái t. d. ekki svefn, er gott að
láta kaldan dúk á ennið og skipta oft
um; þetta fróar baminu talsvert; þó
er enn betra að láta auk þess vel
volgan votan bakstur (34—35° C.)
um búkinn á barninu (bak og brjóst);
verður þá að hafa vatnsheldan dúk
utan á vota dúknum, svo stóran, að
hann nái vel út yfir á allar hliðar.
og þar utan yfir ullardúk; þessum
umbúðum má skipta á 3 tíma fresti,
ef barnið ekki sofnar. Bezt væri þó
að lauga barnið, ef því yrði við
komið.
Það er alkunna, að mörg börn fá
talsverða hitasótt eftir áreynslu
(hlaup, leiki), helzt þó þau, sem eru
vöðvarýr, og getur hitinn jafnvel orð-
ið allt að 38° C. En þessi hiti, svona
tilkominn, stendur ekki lengi, hverfur
oftast þegar barnið er búið að hvíla.
sig, svona eftir %—1 klukkutíma, og
ber þá ekkert á barninu. Þetta getur
verið meinlaust, en komi það þrá-
faldlega fyrir og eftir nærri hve litla
áreynslu sem er, þá er betra að láta
lækni athuga barnið, því að all-líklegt
er að þá sé eitthvað að því (ef til
vill berklar).
(Davíð Scheving Thorsteinsson:
Barnið, bók handa móðurinni).
Hún missir dóttur sína.
Frú Grace Coulter, sem er 26 ára,
grætur biturt í lögreglurétti í
Chicago, þegar hún kveður dóttur
sína Esther, sem er 6 ára. Rétturinn
dæmdi, að bamið ætti að vera áfram
i varðveizlu Clyde O. McAllister
bróður frú Coulter, sem ættleiddi
bamið 1934, þegar Coultershjónin
voru í fjárþröng.
HEIIDSÖLUBIRGOIR:
ÁRNI JÓNSSON,
HAFNARSTR.5 REYKJAVÍK