Vikan


Vikan - 21.08.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 21.08.1941, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 34, 1941 eins og hún væri að tala við sjálfa sig, og var mjög þreytuleg á svipinn: ,,Það gerir heldur ekk- ert til — héðan af.“ „Viljið þér ekki fá yður sæti, herra Renauld," sagði Hautet og benti á stól. „Ég samhryggist yður mjög innilega. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir yður að frétta þetta svona. En það er gott, að þér voruð ekki farinn af stað. Ég vona, að þér getið sagt okkur ýmislegt, sem getur hjálpað okkur til að komast til botns í þessu.“ „Ég er reiðubúinn. Spyrjið mig alls þess, sem þér viljið.“ „Eftir því sem ég veit bezt, fóruð þér í þetta ferðalag samkvæmt ósk föður yðar?“ „Já, alveg rétt. Ég fékk skeyti frá honum, þar sem hann sagði mér að fara beina leið til Buenos Aires og þaðan yfir Andesafjöllin til Valparaiso og svo áfram til Santiago." „En hver var tilgangur þessarar ferðar?“ „Það hefi ég ekki hugmynd um.“ „Ekki það ?“ „Nei, sjáið þér, hér er símskeytið." Rannsóknardómarinn tók það og las upphátt: ' „Farðu strax til Cherbourg og farðu um borð í „Anzora“, sem fer í kvöld til Buenos Aires. Það- an í gegn um Valparaiso til Santiago. Nánari fyrirskipanir í Buenos Aires. Bregztu mér ekki. Mjög áríðandi mál. Renauld." „Og höfðuð þér ekki skrifazt á um málið við föður yðar?“ spurði Hautet. Jaek Renauld hristi höfuðið. „Ég vissi ekkert um þessa ferð, fyrr en ég fékk símskeytið. Að vísu vissi ég, að þar sem faðir minn hafði búið svona lengi i Suður-Ame- ríku, þá hlaut hann að hafa mörg viðskiptasam- bönd þar. En hann hafði aldrei minnzt á, að hann ætlaði að senda mig þangað.“ „Þér hafið sennilega ferðazt töluvert í Suður- Ameriku?" „Ég var þar, þegar ég var bam. En ég er alinn upp í Englandi og hefi verið þar í öllum frium mínum, svo að ég þekki Suður-Ameríku minna en búast mætti við. Stríðið brauzt líka út, áður en ég var orðinn fulltíða maður.“ „Þér voruð í flugher Englendinga seinni hluta stríðsins ?“ „Já.“ Hautet kinkaði kolli og hélt áfram að spyrja þessara sömu spurninga, sem hann hafði spurt svo oft áður. Jack Renauld sagðist ekki vita neitt til að faðir hans hafi átt neina óvini í Santiago eða annars staðar í Suður-Ameríku. Hann hafði heldur ekki tekið eftir neinni breytingu í fari föður síns, né heyrt hann minnast á neinn „leynd- ardóm“. Hann hafði álitið, að þessi ferð til Suður- Ameriku væri viðskiptalegs efnis. Þegar Hautet þagnaði andartak tók Giraud fram í fyrir honum: „Ég vildi gjaman spyrja nokkurra spurninga, ef ég má, herra dómari." „Auðvitað, ef þér viljið, herra Giraud," sagði dómarinn kuldalega. Giraud færði stól sinn að borðinu. „Var ástúðlegt samband milli yðar og föður yðar, herra Renauld?" „Auðvitað," svaraði ungi maðurinn. „Segið þér þetta með sannfæringu?" „Já.“ „Voru engin smá óánægjuefni?“ Jack yppti öxlum. „Auðvitað höfðum við stund- um skiptar skoðanir." „Já, auðvitað. En ef einhver segði, að þér hefð- uð lent í ákafri deilu við föður yðar kvöldið áður en þér fóruð til París, er það þá áreiðanlegt, að það væri lýgi?“ Ég gat ekki annað en dáðst að dugnaði Gir- auds. Gort hans yfir að hann „vissi allt“ var ekki orðin tóm. Spumingin kom auðsjáanlega illa við Jack Renauld. „Við — við deildum," sagði hann. „Deilduð, já. Og þér sögðuð meðal annars: „Þegar þú ert dauður, þá get ég gert, það sem ég vil“?“ „Það getur vel verið," svaraði Jack. „Ég man það ekki.“ „Þessu svaraði faðir yðar með orðunum: „En ég er ekki dauður enn.“ Og þá svömðuð þér: „Ég vildi óska, að þú værir dauður“.“ Ungi maðurinn svaraði ekki. Hann fálmaði við hlutina, sem lágu á borðinu fyrir framan hann. „Ég krefst svars, herra Renauld," sagði Giraud hvasst. Ungi maðurinn varð reiðilegur á svipinn og sópaði þungum pappírshníf niður á gólfið. „Já, hvers vegna ekki? Þér megið gjarnan fá að vita það. Já, ég deildi við föður minn. Það var aðeins eðlilegt, að ég segði þetta allt, ég var svo reiður, að ég man ekki einu sinni hvað ég sagði! Ég var viti mínu fjær — ég hefði vel getað drepið hann þá. Nú hefi ég sagt það — og þér getið notað það til hvers, sem þér viljið!“ Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og var þrjózkulegur á svipinn. Giraud brosti, síðan færði hann stólinn sinn. aftur á bak og sagði: „Þá er það ekki fleira. Þér viljið vafalaust halda áfram með yfirheyrzluna, herra Hautet ?“ „Já, auðvitað," svaraði Hautet. „Hver var or- sök þessarar deilu?“ „Því neita ég að svara.“ VIPPA-SÖGUR Útilegan á enda. ----- BARNASAGA. Nú leið að þeirri stundu, að tjald- búamir, sem Vippi hafði verið hjá, færu að taka saman föggur sín- ar og halda heimleiðis. Allt tekur enda og ekki síður sumarfrí en ann- að. Mörgum finnst meira að segja enginn tími á árinu eins fljótur að líða. Vippa þótíi að vísu miður að þurfa að skilja svona fljótt við þessa ágætu félaga, en á hinn bóginn var hann svo tilbreytingagjam, að hann kveið aldrei fyrir þvi, að kynnast nýju fólki og nýju umhverfi. En af því að Kristján og kona hans ætluðu að vera nokkrum dögum leng- ur í sveitinni en félagar Vippa, þá flutti hann i tjaldið til þeirra. Bömunum öllum þótti það mikill fengur, að fá Vippa litla til sín, ekki sizt Diddu. Hún lék alla daga á als oddi af kátínu, svo gaman fannst henni, að Vippi skyldi vera kominn til þeirra. Einn daginn hafði Kristján fengið leyfi til þess að veiða lax í ánni. Synir hans, Jónas, Gísli og Ivar, fengu að fara með honum og Vippi líka. En móðir þeirra varð eftir heima í tjald- inu með Diddu litlu. Drengjunum þótti ákaflega gaman að horfa á laxveiðamar. Kristján var með stöngina rétt fyrir neðan foss einn mikinn og fagran.’ Stundum sáu þeir laxa stökkva og stikla fossinn. Þeir komu þá eins og fljúgandi móti straumnum og upp úr vatninu. Oft náðu þeir alla leið, en stundum féllu þeir aftur niður i hyl- inn fyrir neðan fossinn. Það var fag- urt og hrífandi að horfa á þetta, og mikil var hrifning drengjanna, þegar Kristján fékk lax og kom honum á land. En suma missti hann og það þótti þeim súrt í brotið, einkum ef hann var búinn að hafa mikið fyrir að þreyta þá. Nokkru ofan við fossinn var vað á ánni, þar sem menn fóm yfir hana til þess að stytta sér leið, en brú var miklu ofar og þótti oft krókur að fara þangað. Þennan umrædda dag kom stór hópur fólks að ánni og ætlaði yfir á vaðinu. Vippa þótti gaman að sjá hestana og horfði því þangað upp eftir, en einmitt um sömu mundir var lax kominn á færið hjá Kristjáni og hann og synir hans veittu engu öðru eftirtekt. „Kristján! Kristján! Hestur datt og stúlka féll i ána!“ Þetta var alveg rétt hjá Vippa. Einn hesturinn hafði misst fótanna og telpa um fermingu, sem á honum sat og óvön var að vera á hestbaki, datt af baki og barst niður eftir með straumnum. Kristján fékk Jónasi stöngina og steypti sér í ána og synti rösklega í veg fyrir telpuna. Honum var vel ljóst, hvernig mundi fara, ef hún lenti í fossinum. Þá voru litlar líkur til þess að hún kæmist lífs af. Kristján var afbragðs sundmaður, af þvi að hann hafði lært að synda þegar hann var lítill drengur og aldrei hætt að æfa sund. Straumur- inn var nokkuð þungur þama, en Kristjáni tókst þó að ná telpunni í tæka tíð og komast með hana í land. Hún var all-máttfarin, en hresstist þó fljótt. Fólkinu þótti Kristján hafa sýnt mikið snarræði og þrek við björgunina, en hann vildi eigna Vippa mestan sómann af þessu, því að hann hefði verið svo lánssamur að koma Drengimir tindu allt ruslið í eina, stóra hrúgu. auga á slysið undir eins og af því hefði verið hægt að bjarga telpunni. En nú víkur sögunni að Jónasi og stönginni, sem faðir hans fékk hon- um, þegar hann steypti sér í ána. Þá var lax nýbúinn að festa sig á öngl- inum, og hann kippti svo fast í færið, að Jónas var nærri hrokkinn út í ána. En þá gripu Gísli og Ivar utan um hana og meira að segja Vippi litli tók í Ivar til þess að reyna að hjálpa eitthvað til! Svo gaf Jónas eftir á færinu og bræðumir þrír vom að þreyta laxinn á meðan faðir þeirra bjargaði telpunni. Þegar Kristján var búinn að skila. af sér telpunni, tók hann, eins og ekkert hefði í skorizt, við stönginni og þakkaði drengjunum fyrir að hafa ekki gefizt upp við laxinn, enda fór það svo, að hann náðist i land og var það sá langstærsti, sem hann hafði fengið. Þegar hann hætti að veiða og fór heim um kvöldið, var hann með fimm stóra og fallega laxa og var harð- ánægður, því að hann var ekki vanur laxveiðum. Konan hans var stór- hrifin og sagðist verða að kyssa hann einn koss fyrir hvern lax — og gerði það samstundis. Ennþá hrifnari varð hún þó, er hún heyrði, að hann hefði. bjargað telpu frá drukknun og brýndi það fyrir sonum sínum að vera dug- legir að læra að synda. Daginn eftir var tjaldið tekið niður, því að nú ætluðu þau ekki að vera lengur í útilegu. Drengirnir voru ákaflega duglegir og hjálpuðu pabba sínum, enda var Jónas orðinn skáti og kunni þegar margt, sem að útilegum laut. Þegar búið var að taka tjaldið niður og pakka öllu saman, sem átti að fara með heim, þá tíndu drengimir og Vippi, undir forustu Jónasar, öll bréf og allt rusl í eina stóra hrúgu, því að ekki mátti skilja illa við tjald- staðinn. Svo var kveikt í draslinu og gengið vel frá öllu. Vippi ætlaði að verða þeim sam- ferða, að minnsta kosti eitthvað á leið. Áður en þau yfirgáfu staðinn, hróp- uðu þau öll margfalt húrra fyrir Sil- ungavatni og útilegunni. Svo fóm þau upp í bílinn og héldu af stað, og sungu við raust: „Ó, fög- ur er vor fósturjörð" og mörg önnur falleg kvæði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.