Vikan


Vikan - 21.08.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 21.08.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 34, 1941 5 Afmælisgjafirnar. ANN átti erfitt með að hugsa. Það væri mikið betra að smá venjast sjálfri sér aftur -—■ venjast Ann Wade, konu Jim Wade, sem hafði byrjað tilveruna aftur í gær, eftir að hafa verið „sjúklingur á herbergi 316“ á sjúkrahús- inu. Það var indælt að liggja hér í rúminu stóru og mjúku og svo lágu, að hún náði með hendinni niður á gólfið. Hún teygði úr sér og fann ylinn fara um sig alla. En innst inni, ef nógu djúpt var leitað, var hugrekkið, sem hún þyrfti ef til vill mjög bráðlega á að halda. Hún varð að ná tök- um á því, áður en maðurinn hennar, sem svaf í gestaherberginu við hliðina, yrði var við, að hún væri vöknuð. Ann vissi, að fólk, sem hefir verið mikið veikt, hefir oft undarlegar tilfinningar. Það missir vanalegt sjónarmið sitt á líf- inu, af því að það hefir verið svo lengi utan gátta. En — hún reyndi að hugsa skynsamlega um þetta allt eins og hún hafði gert í marga daga — ef til vill fá þeir viðvörun í gegn um þann litla þráð, sem heldur þeim við lífið. Þessi tilfinning t. d., að grái vetrar- morgunhimininn tilheyrði henni, af því að hún sá hann í gegn um greinar eplatrés- ins síns, og af því að hvítu svefnherbergis- gluggatjöldin hennar voru eins og rammi utan um hann — þetta var tómur hugar- burður, þótt henni fyndist það. En það var áreiðanlegt, að þetta var dagurinn, sem hún myndi fá að vita, hvort henni gæti batnað eða ekki — það var enginn hugar- burður. Það var blákaldur veruleikinn. Allir vissu það nema hún: læknirinn, Jim og börnin. Og í dag myndi hún líka vita það. I dag var afmælisdagurinn hennar og hún vissi, að það var svo fast gróið í huga þeirra, hvernig hún vildi hafa gjafirnar, að svarið myndi óvart liggja í gjöfunum. „Eitthvað, sem ég þarf á að halda, en myndi ekki kaupa handa sjálfri mér,“ var það, sem hún hafði alltaf sagt þeim. Og þetta ár myndu gjafirnar annað hvort vera handa konu, sem á lífið fram undan eða fallegir, óþarfir hlutir, sem eru bara keypt- ir til að hafa augnabliksánægju af þeim. Ann játaði fyrir sjálfri sér, að það væri henni sjálfri að kenna, að hún vissi það ekki. Dr. Morrow hafði sagt inni á skrif- stofunni sinni um morguninn: „Við getum ekki vitað það með vissu, fyrr en við erum búnir að skera yður upp.“ Og seinna, þegar hún hafði spurt hann, þá hafði hún heyrt hann segja úr fjarska: „Þér eruð ágætar. Farið þér nú að sofa og hafið engar áhyggjur." Það gæti þýtt, að hún myndi bara hressast eftir uppskurðinn, eins og hún hafði alltaf búizt við. En það gat líka þýtt, að henni væri í raun’og veru alveg batnað. Hana hafði langað til að spyrja hann nánar, en löngunin til að svífa aftur út í þokuna á vængjum etersins varð yfir- sterkari. Jim hafði sagt: „Læknirinn segir, að þú sért ágæt. Þú hafir hjarta úr stáli. Þú losnar héðan eftir hálfan mánuð.“ Það var ekkert við þetta að athuga. Hún leit á þreytulegt og áhyggjufullt andlit hans og hugsaði, að ef eitthvað alvarlegra væri bak við þetta, þá gæti hún að minnsta kosti sparað honum þjáninguna við að segja henni frá því. Þá fór vilji hennar að dofna; hana lang- aði ekki til að fá svar við spurningunni. Það var auðveldara að þykjast trúa, eins og þau vildu að hún gerði, að henni myndi batna alveg. Hún reyndi að leika hlutverk sitt til hlítar, bæði vegna sjálfrar sín og þeirra, en sérhvert augnablik og sérhvert hljóðskraf læknisins við hjúkrunarkonuna eða Jim, allt faldi þetta sannleikann. Nú myndi hún fá að vita það. Þegar búið væri að taka utan af gjöfunum og pappírinn og öskjurnar lægju á víð og dreif um rúmið hennar, þá myndi leikn- um vera lokið. Ef svarið væri neikvætt, þá myndi Jim aldrei komast að, hvernig hún fékk að vita það. En hann yrði að sætta sig við, að hún vissi það, því að það var ýmislegt, sem hún þurfti að ræða við hann, einkum hvað börnin snerti. Það var ekki hægt að líða svona burtu úr lífinu, án þess að hugsa eitthvað fyrir þeim, sem næstir manni stóðu. Nú heyrði hún létt fótatak í forstofunni, einhver skrúfaði frá vatninu í baðherberg- inu og kaffiketillinn var settur á eldavél- ina. Líkami hennar varð stífur, þegar hún heyrði að líf var að færast í húsið og hún neyddi sjálfa sig til að rétta úr krepptum hnefanum og líta áhyggjulausu augnaráði að dyrunum. Hún vissi ekki, hvort henni Smdsag.a. CAROLINE CLARK. myndi takast að safna nógum kröftum, en hún brosti, þegar handfanginu var snúið og hurðin opnaðist. Það var Jim og á eftir honum sá hún úfin höfuðin á Dorothy og Hal. Hún rétti út hendina og Jim kom inn og settist á rúmstokkinn hjá henni. „Hvernig er stúlk- an mín í dag?“ Dorothy og Hal hrópuðu bæði í einu: „Til hamingju með afmælis- daginn!“ Ann hló og faðmaði þau öll að sér, en hendi hennar hélt stöðugt fast í hendi Jims. „Hvernig er það, fær maður enga þjónustu hér? Á spítalanum myndi hafa verið búið að þvo mér fyrir löngu.“ „Morgunmaturinn er á leiðinni,“ sagði Dorothy og öll f jölskyldan byrjaði að snú- ast í kringum hana. Hún sat uppi við koddana og borðaði morgunmatinn hægt. Það myndi gleðja þau að sjá hana borða hvern einasta bita, og þar að auki lengdi það tímann, þangað til þau kæmu með gjafirnar. Börnin mundi langa til að færa henni gjafirnar, áður en þau færu í skólann. Hún horfði á klukk- una, sem stóð á náttborðinu hennar, og að lokum sá hún, að hún varð að láta Dorothy taka bakkann. Þá stóðu þau þarna þrjú hjá henni, hvert með sinn böggul. Börnin voru með litla pakka, en böggull Jims var stór og flatur og hann lagði hann til fóta. Hal rétti henni sinn og brosti feimnislega. „Ég spurði lækninn,“ sagði hann, „og hann sagði, að þú mættir fá.þetta." Hún tók hægt utan af honum og þorði ekki að líta á ákaft andlit hans. Það var kassi með sælgæti, sannarlega ljómandi gjöf. „Ó, hvað hann er fallegur,“ hrópaði hún. „Ég, sem er aldrei vön að fá sælgæti." En Framhald á bls. 15. Hann vinnur sitt hlutverk. Miklir örðugleikar risu í Bret- landi, þegar konurnar fóru að taka fleiri og fleiri störf í sínar hendur. Nú hefir verið leyst úr þessu vandamáli, með því að bamanna er gætt á stórum bamaheimilum. Meðgjöf með baminu er 1 shillingur á dag og af því borgar ríkið’ fjórða hlut- ann. Hér á myndinni er lítið bam á slíku bamaheimili að búa um rúmið sitt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.