Vikan - 21.08.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 34, 1941
7
Churchill á Íslandí
Forsætisráðherra Bret-
lands, Winston Churc-
hill, steig á land í
Keykjavík laust fyrir
hádegi síðastliðinn laug-
ardag. í fylgd með hon-
um var F. D. Roosevelt,
sonur Roosevelts Banda-
ríkjaforseta, og margt
stórmenni úr brezka
hernum.
egar Reykvíkingar héldu
til vinnu sinnar laugar-
dagsmorguninn 16. ágúst,
mátti greinilega sjá, að mik-
ið stóð til hjá brezka setu-
Jiðinu. Hermenn stóðu víða
í fylkingum með alvæpni.
Churchill stígur á land.
Churchill heilsar her Bandaríkjamanna á Islandi.
Churchiil á heiðurspalli þeim, sem hermannaraðirnar gengu farm hjá. Churchill á Suðurlandsbrautinni að aflokinni hersýningunni.
Aðrir stóðu fyrir utan skálana og burst-
uðu skó sína, sem mest þeir máttu. Morg-
unblöðin fluttu þá fregn, að hersýning ætti
fram að fara hjá setuliðinu, og að um tíu-
leyti myndi eitthvað ske niður við höfn,
sem bæjarbúar kynnu að hafa gaman af
að sjá. —
Menn drógu fljótt þá ályktun, að ein-
hver meiriháttar móttaka myndi eiga fram
að fara og nefndu ýms stórmenni í sam-
bandi við hana, svo sem hertogann af Kent,
Beaverbrook lávarð, Winston Churchill og
Roosevelt Bandaríkjaforseta. Hver og einn
trúði svo því, sem honum þótti sennilegast.
Klukkan ellefu renndi tundurspillir upp
að „Sprengisandi", og kom þá í ljós, að
sagan, sem flestum þótti ótrúlegust, reynd-
ist rétt. Winston Churchill steig á land
ásamt syni Roosevelts og ýmsum háttsett-
um mönnum úr brezka hernum. Gekk hann
fyrst á fund ríkisstjóra og ráðherra í
alþingishúsinu, ávarpaði mannfjöldann af
svölum hússins með nokkrum orðum og fór
svo á hersýningu innan við bæinn. Þessu
næst heimsó.tti hann ýmsar bækistöðvar
hersins í grend við Reykjavík, og steig loks
aftur á skipsfjöl um klukkan fimm. Her-
mann Jónasson forsætisráðherra stóð á
bryggjunni, þegar Churchill fór um borð
og skiptust þeir á nokkrum kveðjuorðum.
SKRÍTLUR.
Grænlandsfarinn, sem er nýkominn heim: ,,I>að
voru nú meiri fiskveiðarnar. Við þurftum ekki
annað en kasta færunum út og draga þau strax
upp aftur. Það voru miljónir af fiskum, og stærðin
á þeim, maður lifandi!“
Áheyrandi (háðslega): ,,Það hafa kannske ver-
ið hvalir?“
Grænlandsfarinn: „Nei, heyrið þér nú! Hval not-
uðum við aðeins sem beitu.“
*
A: „Hafið þér komið til Egyptalands ?“
B: „Nei.“
A: „Þá hljótið þér að þekkja bróður minn, hann
hefir ekki heldur komið til Egyptalands."