Vikan


Vikan - 25.09.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 25.09.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 39, 1941 5 „Ég skrökvadi þá ekki.tc HANN var búinn að vera hjá okkur í þrjá mánuði, og við vorum farin að venjast honum. Við vorum farin að venjast löngu, grönnu fótleggjunum hans, hvellu röddinni og kurteislegu fyrir- litningunni, sem hann hafði á drengjabók- unum, er ég færði honum heim á kvöldin. Ég býst við, að hann hafi líka verið far- inn að venjast okkur. Hann hafði að minnsta kosti sagt oftar en einu sinni: „Mér er farið að þykja mjög vænt um landið ykkar. Og ég mun aldrei gleyma, hvað þið hafið gert mikið fyrir mig. Mér þykir ákaflega vænt um ykkur bæði. Þið standið mér næst, að föður mínum undan- . skildum." Hann átti engan að, nema föður sinn í ;Englandi — Fellows, kaptein í flughem- ojm — og ég velti því oft fyrir mér, hvort hann vissi, hve mikil ítök hann ætti í hjarta drengsins. Sennilega ekki, það væri e’kki líkt Englendingum að láta slíkt í ljós. Okkur þótti líka vænt um hann. Okkur hafði alltaf þótt vænt um hann. Við höfð- mn farið til New York og séð alla litlu drengina og stúlkurnar. Þau voru öll indæl, litlu skinnin . . . en dálítið einkennileg. En þessi litli drengur okkar, sem hafði verið fluttur frá Englandi, var einkenni- legastur allra. Ég býst við að það hafi ver- ið af því að hann neitaði að horfa á okkur — setti aðeins löngu hökuna sína fram og sýndi okkur djarflega, að hann þyrfti ekki á okkur né neinum að halda — að við máttum til með að taka hann með okkur til Cleveland. Hann hafði auðvitað strax bráðnað og nú vora liðnir þrír mánuðir og hann var orðinn meðlimur fjölskyldunnar. En ég hafði aldrei getað vanizt nafni hans. Eve- Jyn Fellows. Það getur 'verið, að konunni minni, Peggy, hafi ekki fundizt það neitt undarlegt. En í landi, þar sem flestir heita Bill og Ed og Jake eða eitthvað því um likt, þá fannst mér Evelyn einkennilegt nafn. Það var að minnsta kosti óvanalegt. Eg var heldur ekki sá eini, sem kunni nafninu illa. Amerísku skóladrengirnir, sem fetta fingur út í allt og setja út á allt, gátu heldur ekki fellt sig við það. „Þeir hæðast að mér í skólanum vegna nafns míns,“ sagði Evelyn litli kvöld nokk- urt, þegar við vorum að borða. Peggy varð strax áhyggjufull. Hún teygði sig yfir borðið og klappaði á brúnu höndina hans. „Þú skalt ekki kæra þig um það, Evelyn minn. Láttu sem þú heyrir það ekki og berðu höfuðið hátt.“ Hann brosti til hennar og ég varð að kæfa niðri í mér hláturinn, vegna þess að brosið var svo þolinmótt og lýsti svo miklu umburðarlyndi. „Þú mátt ekki hafa neinar áhyggjur út af þessu, Peggy frænka.“ Hann kallaði okkur frænku og frænda. „Það þarf að- eins að kenna þeim kurteislega framkomu. Mér gengur ágætlega að öllu öðru leyti. Það er alveg satt.“ En drengurinn var of bjartsýnn. Hann eignaðist víni hér og þar og honum gekk ágætlega að læra. En hann leið miklar þjáningar yegna nafns síns. Oftast kom Smásaga eftir I ROY HILLIGOSS. I 'o imiimmmiiMiiiiiiiimimiiumimiiiimmmiiMiimiiimiiiiiimmmmimiMv hann heim með ljótt mar eða skrámu á andlitinu eða hann var voteygur, og ég vissi, að hann hafði verið að reyna að koma einhverjum í skilning um, að það væri algjör tilviljun, hvað menn hétu. * Ég hafði samúð með drengnum. Ég vissi, hvað ég mundi hafa tekið út sem drengur, ef ég hefði heitið Evelyn en ekki Steve. En ég var líka dálítið óánægður við hann. Ég var farinn að halda, að hann kynni ekki að taka þessu. Hann lét espa sig upp með stríðni, deildi og jafnvel slóst, í stað þess að hlæja að því — þá hefðu strák- arnir hætt þessu. Ég reyndi að sýna hon- um fram á þetta, en það var árangurslaust. Sjóliðsforingi talar við blaðamenn. Arthur J. Hepburn sjóliðsforingi sér um allar upplýsingar, hvað flota Bandarikjanna viðvíkur, til blaðamanna. Á myndinni sést hann á fyrsta fundinum, sem hann hélt með blaðamönnum í Washington. Hann sagði, að flotinn væri alltaf tilbúinn að tala við blaðamenn og þar myndi engu verða stungið undan. „Ég get ekki hlegið að því, Steve frændi.“ Hann hristi höfuðið. „Mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds. Ég býst við, að það sé af því, að ég skil ekki, hvað þeir ætla sér.“ „Það vita þeir ekki sjálfir," sagði ég. „Þeir skilja þig ekki, svo að þeir gera grín að þér. Þannig eru drengir, Evelyn. Alls staðar. Skólarnir ykkar í Englandi til dæmis-------“ Hann skaut fram hökunni, svo að ég þagnaði. Ég var líka að hugsa um að minnast á það við hann, hvernig þjóðin hans kynni að taka öllu, sem var að gerast í Englandi, en ég hætti líka við það. „Ef til vill vilt þú breyta um nafn,“ sagði ég. Hann leit á mig eins og ég hefði móðgað England sjálft. „Þetta er nafn föður míns,“ sagði hann. Hann var svo voðalega hreykinn — og það með réttu — af föður sínum, sem var að berjast í flughernum. Hann skrifaði föður sínum daglega og bað sérstaklega fyrir honum á hverju kvöldi og var alltaf með flugmerkið sitt, ef hann fór út úr húsinu. Aumingja Peg var önnum kafin við að færa það af einni skyrtu á aðra. „Hvers vegna segir þú þeim ekki frá föður þínum?“ spurði ég. „Það eru ekki allir drengir, sem eiga feður í flughernum. Áreiðanlega enginn í skólanum.“ Evelyn hristi höfuðið. „Ég hefi sagt þeim það. En þeir þekkja allir einhvem flugmann, svo að það hefir engin áhrif á þá.“ Ég var eins hjálparvana og hann. „Þá verður þú bara að láta það eiga sig, Eve- lyn.“ „Það verður heldur ekki svo lengi,“ sagði hann. „Við erum bráðum búnir að vinna bug á þýzka flughemum, og þá fæ ég að fara heim.“ Hann flýtti sér að bæta við: „Ekki svo að skilja, að mér líði ekki prýði- lega hjá þér og Peg frænku. Þið eruð alveg prýðileg." Ég faðmaði hann að mér, en óánægjan var enn sú sama. Við Ameríkumenn erum sjálfsagt of mikið gefnir fyrir „að taka öllu á réttan hátt“, en samt óskaði ég, að Evelyn gæti hafið sig upp yfir þessa stríðni og látið sér á sama standa. Eftir því sem dagamir liðu jókst stríðn- in og Evelyn fékk fleiri skrámur og fleiri glóðaraugu. Eg var bæði meðaumkunar- fullur og óþolinmóður. Peg vorkenndi hon- um bara. Hún var jafnvel að hugsa um að fara til skólans og tala um þetta við ein- hvern, en ég fékk hana til að hætta við það. „Hann verður að komast yfir þetta sjálfur," sagði ég. „Hann verður hér lík- lega ámm saman og verður að temja sjálf- an sig ofurlítið." Og allt í einu fann hann leiðina til að komast yfir þetta. * Um miðjan dag hringdi Peg og bað mig að koma heim. Henni var svo mikið niðri Framhald á bls. 14,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.