Vikan


Vikan - 25.09.1941, Blaðsíða 13

Vikan - 25.09.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 39, 1941 13 Hjúkrun og sjúkramatur í heimahúsum. Ef veikindi eru á heimilinu, þá hlú- ið eins vel að þeim sjúka og unnt er. Látið hann vera í bezta og hentug- • asta herberginu og haldið því hreinu og með góðu lofti. tJtvegið eins gott rúm og umit er, stillið því ekki fast upp að vegg og gætið þess, að það sé ætið hreint og sængurfötin vel viðruð. Munið, að sjúklingurinn er bundinn við rúmið sitt. Leggið aukateppi yfir rúmið á meðan glugginn er opnaður til að hleypa nýju lofti inn. Látið hita herbergisins vera frá 17,5—19° C. Þvoið sjúklingnum á hverjum degi. Ekki aðeins andlit og hendur, heldur augu, háls o. s. frv. Greiðið hár sjúkl- ingsins og leggið handklæði undir á meðan það er gert. Burstið tennur sjúklingsins, ef hann er ekki fær um það sjálfur. Gætið þess, að hann fái ekki legusár. Til þess er gott að nota spiritus og sinksalva. Gott er að hafa lítið borð við rúm sjúklingsins, en gætið þess, að það sé svo nærri rúminu, að hann nái í það, og að það sé ekki of hátt. Þegar skipt er um á rúmi sjúkl- tngsins eða fötum hans, verða þau að vera vel þurr og helzt ofurlítið volg. Gætið þess, að sjúklingurinn þreyt- ist ekki á ljósinu. Kveikið ekki og slökkvið ljósið í sjúkraherberginu. Mhmkið birtuna með því að setja eitthvað fyrir lamp- ann, ef þess er þörf. Hvislið ekki inni hjá sjúkling eða fyrir utan dyr herbergisins. Gangið ekki á tánum eða skóm, sem brakar í. Látið ekki blóm standa yfir nóttina I sjúkraherberginu. Skiptið daglega um vatn í blómsturvösunum og skerið ofuriitið neðan af stilkunum. Gefið lækninum stuttar en greini- legar lýsingar af liðan sjúklingsins. Það má ekki leyna hann neinu. Farið nákvæmlega eftir fyrirskipunum læknisins. Látið sjúklinginn aldrei bíða eftir neinu. Hjúkrun er ein af erfiðustu og vandasömustu skyldustörfum hús- móðurinnar. 1 því starfi verður hún að samræma sjálfsafneitun, kærleika, tilfinningu og festu. Sýnið hinum sjúka samúð í verki — ekki i orðum. Sá, sem annast sjúkling, verður að vera rólegur og hafa sefandi áhrif á hann. Hafið hugsun á þörfum sjúkl- ingsins og reynið að geta yður til um óskir hans. Það verður að hugsa fyrir sjúkling- inn og gera sér nána grein fyrir and- legum og líkamlegum kröftum hans. Verið þakklát fyrir.að geta hlúð að ættingjum eða vinum. Við góða hjúkrun er nauðsynlegt að geta gefið sjúklingnum auðmelta, holla og vel tilbúna fæðu, sem getur haldið kröftunum við, á meðan líkam- inn á í baráttu við sjúkdóminn. Þeg- ar um meiriháttar sjúkdóm er að ræða, ákveður læknirinn að mestu fæðu sjúklingsins. Hann getur þó ekki annast innkaup, tilbúning og framreiðslu fæðunnar. Þegar keypt er í matinn, verður fyrst og fremst að gæta þess, að hann sé nýr. Matinn á að bera fram á ákveðn- um tímum. Sjúklingurinn á að borða lítið í einu. Fyllið aldrei glas eða bolla alveg og berið aldrei fram glas með fæti. Allt, sem notað er í mat sjúklings, verður að mæla og vigta. 1 því til- felli má ekki gizka á. Bragðið á matnum, áður en hann er borinn inn og hafið hann til á vissum tímum. Það er ekki gott að þurfa að halda honum heitum, eftir að hann hefir verið búinn til. Skerið á eggi sjúklingsins, áður en það er borið inn, til þess að gæta að, hvort það sé linsoðið og nýtt. Spyrjið sjúklinginn aldrei, hvað hann vilji fá að borða, finnið sjálf, það sem yður finnst hentugast. Skerið matinn niður og hreinsið fiskinn svo vel, að ekki finnist eitt einasta bein í honum. Hafið mat og drykk hæfilega heitt. Gleymið ekki að láta sjúklinginn hafa pentudúk. Takið matarleifar strax burtu úr herberginu. Glas með svaladrykk á þó að vera eftir. Matarleifar má geyma, ef farið er mjög gætilega með þær og þess gætt vel, að ekki komist ryk eða flugur í þær. Sjúklingurinn má þó ekki fá þær aftur, nema því aðeins að þær séu lagaðar þannig til, að hann þekki þær ekki aftur. Berið matinn hreinlega og óbrotið fram á bakka eða litlu borði með hreinum dúk, fægðum borðbúnaði og vel fáguðu glasi, það eykur matar- lyst sjúklingsins. Maturinn á að lykta vel og vera góður á bragðið. Gætið þess vel, að hann hafi sinn rétta lit, að brún sósa sé t. d. ekki grá, eða eggjaréttir séu gulir o. s. frv. Ef þér gætið alls þessa vel í hjúkr- uninni, þá er ekki hætt við öðru en sjúklingnum fari að þykja vænt um yður og þá verður hann líka betri viðureignar. Skrítlur. Móðirin: „Blessað bam, þú eyði- leggur í þér augun á að lesa lengur. Það er alveg orðið dimmt.“ Dóttirin: „Má ég þá kveikja ljósið ?“ Móðirin: „Nei, það er sannarlega allt of snemmt. Það er bjart ennþá.“ * Eldri systirin: „Við vefjum hringn- um, sem pabbi á að fá, í mörg bréf, svo að hann geti ekki getið til, hvað er i svona stómm böggli." Yngri systirin: „Já, og ruggustól- inn, sem mamma á að fá, látum við vera agnarlitinn böggul, svo að hún geti ekki vitað, hvað í honum er.“ VIPPA-SÖQUR í tunnunni. BARNASAGA Sólin skein inn um litla gluggann á skúmum hennar Jóku gömlu á Bala, þegar Vippi vaknaði um morguninn. „Ertu vaknaður, ljúfurinn,“ sagði Jóka vingjarnlega. Svo kom hún með mjólk og klein- ur til hans og ekki voru kleinurnar hennar lakari heldur en pönnukök- umar höfðu verið. Þegar Vippi var búinn að borða nægju sína, sagðist hann ætla að skreppa út og vita, hvort hann sæi nokkuð nýstárlegt. Hann gekk um á milli húsanna og skoðaði hitt og þetta, sem varð á vegi hans. Allt í einu heyrði hann hávaða skammt frá sér, eins og ein- hverjir væm að rífast. Hann gekk fyrir húshorn og sá þá tvo drengi, sem stóðu á miðri götunni og héldu á tönnugjörð á milli sín og voru að þrátta um það, hvor þeirra ætti gjörðina. „Ég á gjörðina," sagði annar drengurinn. „Ég var með hana í gær.“ „Nei, ég á hana,“ sagði hinn dreng- urinn. „Þú fannst hana á lóðinni hans pabba og hann á allt, sem þar er og ég á líka allt, sem pabbi á.“ Um leið kippti hann í gjörðina, en gat þó ekki náð henni af hinum. Vippi hafði fært sig nær þeim, þvi að honum var forvitni á að vita, hvemig þetta færi. Annar drengurinn kom auga á Vippa og hrópaði: „Sjáðu litla strákinn. Króum hann með gjörðinni!" „Já, króum þennan, króum þenn- an!“ svaraði hinn og þeir hlupu til Vippa með gjörðina á milli sin. Vippi heyrði, hvað þeir sögðu og lagði á flótta. En þeir voru stærri en hann og fráari á fæti og náðu honum og skelltu gjörðinni yfir hann. „Ef þú reynir að sleppa, þá skaltu hafa verra af því,“ sagði annar þeirra og leit ógnandi á Vippa. Vippi varð svo hræddur, að hann þorði ekki annað en standa grafkyrr inni í gjörðinni. Hann bjóst við, að strákarnir myndu ef til vill sparka í sig eða hrekkja sig á einhvem annan hátt. „Hvað eigpum við að gera við fang- ann?“ spurði annar strákurinn. „Við þurfum að hugsa okkur um,“ svaraði hinn. Nú vom þessir fyrrverandi and- stæðingar orðnir samherjar í þvi að kvelja litilmagnann. „Fömm með hann í tunnuna," sagði annar. „Já, setjum hann í tunnuna," svar- aði hinn. Og þeir fóm með Vippa innan i gjörðinni bak við eitt húsið. Þar í portinu lá lítil tunna á hliðinni. Þeir skipuðu Vippa að skríða inn í hana, og hann þorði ekki annað en gegna: „Hvað eigum við að gera við fang- ann?“ spurði annar strákurinn. Síðan fóm þeir að velta til tunn- unni og þið getið nærri, hvort það hafi verið þægilegt fyrir litla vininn okkar. En margur á vin á næstu grösum, þó að hann viti ekki af því, fyrr en hjálpin kemur. Tunnuopið blasti við gluggunum í húsinu, þar sem Páll Pétursson, vin- ur Vippa, átti heima. Af tilviljun varð Palla litið út og sá hann þá aðfarir strákanna við Vippa. Palli var góður drengur og honum var vel við Vippa og þótti ault þess skömm að framkomu strákanna, svo að hann þaut út. „Við skulum velta tunnunni héma niður brekkuna," sagði annar strák- urinn. „Ætli að hann meiði sig þá ekki of mikið?" sagði hinn drengurinn hikandi. „Það getur nú kannske verið, en við skulum þá bara velta tunnunni hérna um portið." En þeir veltu tunnunni ekki meira. Allt í einu var þrifið aftan í ann- an strákinn og sagt: „Hvað eruð þið að hrekkja Vippa, vin minn. Ég skal svei mér kenna ykkur, að gera það ekki.“ Palli var þama kominn til að hjálpa Vippa. Hann var anzi sterkur og gat tekið strákinn og flengt hann. En hinn flýði í mesta ofboði, því að Palli gat auðvitað ekki átt við þá báða i einu. Þegar Palli var búinn að sleppa stráknum, eftir að hann hafði fengið makleg málagjöld, þá þorði Vippi loksins að skríða út úr tunnunni. En Palli var heldur en ekki hreyk- inn að hafa getað hjálpað Vippa og þeir fóru saman heim til hans og voru þar að leika sér til hádegis, en þá fór Vippi heim til Jóku til að borða.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.