Vikan - 20.11.1941, Síða 9
VIKAN, nr. 47, 1941
9
Bandaríkin eignast stœrsta loftfar heimsins.
I-etta er stærsta loftfar heimsins, sem floti
Bandaríkjanna á og- hefir í hyggju að nota við
gæzlustarf. Myndin var tekin skömmu eftir að
loftfarið kom úr reynsluferð, og sagði Knox
hermálaráðherra að það hefði reynzt fullkom-
ið. Það er 246 fet á lengd, kostaði 325 þús.
dollara og mun verða utbúið tundurduflum,
djúpsprengjum og vélbyssum:
Yfirmaður frönsku kaupskipanna.
Felix Arago skipstjóri er yfir-
maður allra kaupfara „frjálsra
Frakka“. Hann er nýkominn með
skip sitt frá Afriku til Boston. —
Hann er ættaður frá Baskahéruð-
unum í Suður-Frakklandi.
Stúlkur með vélbyssur. Frú Otis Lewis (t. v.) og Janet dóttir henn-
ar sýna ljósmyndaranum, að þær kunni að fara með vélbyssur. Þær
eru meðlimir kvennadeildar í Bandaríkjunum, sem lærir að fara
með skotvopn undir handleiðslu lögreglunnar.
Varnarsvæði Bandaríkjanna. Þetta kort- er af
Atlantshafinu og álfunum, sem að því liggja. -—
Vinstra megin punktalínunnar, sem dregin er frá
austurströnd Grænlands, suður eftir hafinu, er
vamarsvæði Bandaríkjanna samkvæmt því, sem
Roosevelt hefir lýst yfir. Lagði hann svo fyrir,
að hvert það skip frá möndulveldunum, sem sæist
irrnan þessa svæðis, skyldi fyrirvaralaust skotið
f kaf. Krossstrikaða svæðið er hafnbannssvæði
Þjóðverja. Eins og sjá má á kortinu, grípa þessi
tvö svæði hvort inn í annað á hafinu í kringum
Island, enda munu árekstrar Ba'ndaríkjanna og
Þýzkalands flestir hafa orðið þar.
TJppskeran má ekki fara forgörðum. Þar eð allt
allt of lítið er um karlmenn til að vinna að tóbaks-
uppskeru í Lancaster County í Bandaríkjunum,
hafa konur verið kvaddar til að stjóma dráttar-
vélum og vinna á ökmnum. Á mynd þessari sjást
þrjár systur og bróðir þeirra, og em þau öll önn-
um kafin.