Vikan


Vikan - 09.07.1942, Side 3

Vikan - 09.07.1942, Side 3
VIKAN, nr. 23, 1942 \ 3 Húsmœðraskólinn í Reykjavík Framhald af forsíðu. Konurnar eru oft duglegar, þegar þær hefjast handa um að koma í fram- kvæmd hugsjónamálum sínum. Þær hafa sýnt þetta á ýmsan hátt og núna síð- ast með stofnsetningu húsmæðraskóla í Reykjavík. Það var brýn þörf á slíkri stofnun í höfuðstaðnum, eins og aðsóknin að skólanum sýnir. Er það víst, að skóli þessi verður mjög vinsæll og kemur til með að stækka og færa út kvíarnar strax og að- stæður leyfa. Mun það hafa háð nokkuð starfseminni í vetur, að innrétting skóla- hússins var hvergi nærri fullgerð, þegar kennsla hófst. En vel og snyrtilega virðist öllu þar fyrir komið. I vetur starfaði skólinn í tveim deildum auk kvöldnámskeiða og voru tuttugu og fimm nemendur í heimavist, en tuttugu í heimangöngudeild. Kvöldnámskeiðin voru tvö, annað stóð yfir í þrjátíu kvöld og hitt í tuttugu og voru sextán stúlkur á hvoru fyrir sig. Þetta er fyrsti alhliða húsmæðraskóli, sem starfræktur er í Reykjavík. Námsmeyjar silja við handavinnu uppi i heima- vistarherbergi. Skólinn hefir notið ágætra kennslu- krafta: Handavinnu kenndi frú Ólöf Blön- dal, vefnað frú Erna Ryel, með aðstoð frk. Salome Gísiadóttur, matreiðslu við dag- skólann og kvöldnámskeiðin frúrnar Elísa- bet Jónsdóttir og Fjóla Fjeldsted, með að- stoð frk. Kristjönu Pétursdóttur, en frk. Ingibjörg Júlíusdóttir hafði hana á hendi í heimavutinni. Leikfimi kenndi frk. Sonja Karlsson, heilsufræoi frk. María Hallgríms- dóttir og frú Sigríður Eiríksdóttir, hjálp í viðlögum Jón O. Jónsson og teikningu Kurt Zier. Fyrirlestrar voru fluttir af og til. Mikið hefir verið saumað, prjónað, hekl- að og ofið í skólanum og er það, sem vér höfum séð af þessari handavinnu prýði- lega gert og fallegt áferðar. í skólanefndinni eru frú Ragnhildur Pét- ursdóttir, formaður, frú Kristín Ólafsdótt- ir, frú Guðrún Jónasson, frú Laufey Vil- hjálmsdóttir og frú Vigdís Steingríms- dóttir. Mikið var undir því komið, að val for- stöðukonu húsmæðraskólans tækist vel. Lögðu þær konur, sem undirbjuggu málið, mjög fast að frú Huldu Stefánsdóttur á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu, að liún tæki starfið að sér. Var hún treg til þess lengi, af ýmsum ástæðum, sem hér skulu ekki greindar, en lét þó að lokum undan, málstaðarins vegna, þótt örðugt sé þetta fyrir hana, búsetta norður í landi. En frú Hulda er fyrir allra hluta sakir hið bezta hæf til þessa starfs. Hún er fædd 1. janúar 1897 á Möðruvöllum í Hörgárdal, dóttir Stefáns Stefánssonar, hins alkunna kennara, og konu hans Steinunnar Frí- mannsdóttur. Fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar og ólst upp í Gagn- fræðaskólanum þar. En frá Akureyri fór hún að Þingeyrum árði 1923 og giftist Jóni Pálmasyni og hafa þau búið þar síðan. Hún sigldi 1916 og 1919 og var á húsmæðra- skóla og við annað nám. Frú Hulda var forstöðukona Húsmæðra- skólans á Blönduósi í fimm ár og hefir auk þess haft námskeið heima á Þingeyrum. Hún er gagnmenntuð kona og hlýleg og virðuleg í framkomu. Við skólauppsögn sagði frú Hulda m. a.: Það var á það bent af formanni skólanefndar fyrir stuttu, að þið væruð nú í lok námstímans með nokkrum öðrum svip en þegar þið komuð hingað. Ykkur hefir ef til vill fundizt þetta fjar- stæða. Þið komuð hingað frá góðum heimilum og ykkur hefir þá sennilega fundist það öfgar, að svo stutt skólavera, sem hér um ræðir, gæti haft áhrif á ykkur. En ég býst samt við, að for- maður hafi séð rétt, en í hverju er munurinn fólginn ? Hann er fólginn í því, að þið hafið hlotið svolítið meiri þroska, þvi að réttilega stundað nám gefur andlegan þroska um leið og það eykur kunnáttu og leikni i starfinu. Skilningur ykkar hefir örlítið vaxið í sambúðinni á fjölmennu heim- ili á því, hve óendanlega mikils virði það er að vera góður félagi og samverkamaður. Hversu nauðsynlegt það er fyrir samferðamennina, að hver einstaklingur hugsi ekki einungis um sinn hag, hugsi bara um að ryðja sína götu, heldur hugsi einnig um að ryðja braut samferðafólksins og létta því gönguna. Ég vona, að ykkur hafi skilist betur en áður, hver nauðsyn ber til að standa saman, ef eitthvað á að ávinnast. „Sterkur fór um veg þá var steini þungum lokuð leið fyrir. Ráð at hann kunni þó ríkur sé og hefðu þrir um þokað.“ Minnist þess, góðu námsmeyjar, að aldrei hefir isl. þjóðin haft meiri þörf fyrir góðar og sjálf- stæðar konur sem staðið geta vörð um gömul og ný verðmæti henngr. Gleymið ekki að stunda þær höfuðdyggðir, sem fleytt hafa ísl. þjóðinni gegnum erlenda kúgun og allskonar harðrétti, en það er nægjusemi, sparsemi, skyldurækni og trú- mennska í hverju því starfi, er miðar að heill okkar litlu þjóðar. (Myndirnar tók Vigfús Sigurgeirsson). Fyrsta röð: 1 heimavistinni: Vefarinn bregður gliti. Hún er að 1 vefjastofunni. Námsmeyjarnar standa fyrir aft'' vefa glitofið áklæði. an vefstólana. 1 stólunum eru glitofnir púðar. Efnið er að mestu íslenzk ull. önnur röð: Þrír „bakarar" hræra kökur. í eldhúsi heimavistarinnar. Eidavélarnar eru fjór- ar og stúlkurnar eru í óða önn að matbúa. . Þriðja röð: Þrjár námsmeyjar í heimavistardeild hræra kök- ur. Ein brýtur egg, önnur viktar, þriðja hrærir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.