Vikan


Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 5

Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23, 1942 5 Ný framhaldssaga: 111111 ■ ■ 111 ■ ■ > ■ 11 ■ i ■ 1111111 ■ ■ ■ i ■■ i ■ 11 ■ ■ ■ ■ ii ■ ■ ■ 11 ■ 11 11 ii ii ■■ ii ii ui iii iii iii n iii ii ii 11 iiiiiiiii111111 ■ > iimiiiiuiiiii 11111111111111111111 2 Ráðgáta Rauða hússins. 11 • ■ ■ ■ ■ ■ i ■ ■ ■ ■ iii ■ ■ i ■ ii i ■ > ii ■ ■ i 111111111111111111111111111111111111111 Sakamálasaga eftir A. A. Milne iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii „Ef þú manst eftir því, Andrey, sagði ég þér, að maður vissi aldrei, hvernig það fólk væri, sem kæmi frá Ástralíu." Frú Stevens hallaði sér aftur á bak í stól sínum ,og dró andann ótt. „Ég færi ekki út úr þessu herbergi núna, þótt mér væru borguð hundrað þúsund pund.“ „Ó, frú Stevens," sagði Elsie, sem þurfti mjög á fimm shillingum að halda fyrir skóm, „ég myndi nú ekki segja þetta —" „Heyrið þið!" hrópaði frú Stevens og settist snögglega upp. Þær hlustuðu kvíðafullar og stúlkurnar færðu sig ósjálfrátt nær stól gömlu konunnar. Það var þrifið í einhverjar dyr og þær hristar og hamast á þeim. „Hlustið!" Andrey og Elsie litu skelfdar- hvor á aðra. Þær heyrðu háa, reiðilega karlmannsrödd: „Opnið dyrnar!" var hrópað. „Opnið dyrnar, opnið dyrnar, segi ég!“ „Opnið ekki dyrnar!" hrópaði frú Stevens, eins og einhver hefði ráðist á hennar dyr. „Andrey! Elsie! Hleypið honum ekki inn.“ „Fjandinn sjálfur! Opnið dymar!“ var aftur hrópað. „Við verðum allar myrtar í rúmum okkar," sagði hún skjálfrödduð. Stúlkumar færðu sig skelfdar enn nær konunni og hún sat og beið, með sinn handlegginn utan um hvora þeirra. II. KAFLI. Herra Gillingham fer úr lestinni á rangri stöð. Hvort Mark Ablett var leiðinlegur maður eða ekki, var alveg undir áliti hvers einstaks komið, en eitt er víst, að hann kvaldi aldrei kunningja sína með þvi að tala um liðna ævi sína. En samt breiddust sögur út. Það er alltaf einhver, sem veit. Það fréttist — og það féllst Mark lika á — að faðir hans hefði verið prestur í sveit. Það var sagt, að sem drengur hafi Mark dregið að sér athygli ríks manns, sem kostaði menntun hans, bæði í undirbúningsskóla og háskóla. Er hann var að ljúka við nám í Cambridge, dó faðir hans og lét eftir sig nokkrar skuldir, sem viðvörun til fjölskyldunnar og viðurkenningu fyrir stuttar ræður, til eftirbreytni fyrir arftaka sinn. Hvorki viðvömnin né fordæmið virðist hafa borið neinn árangur. Mark fór til London, með styrk frá vel- gerðarmanni sínum og — að því er almennt var álitið — kynntist okurkörlum. Velgerðarmaður hans og aðrir héldu, að hann væri að „skrifa“, það hefir aldrei komizt upp, hvort hann hafi skrifað nokkuð annað en bréf til þess að biðja um meiri peninga. Samt sem áður sótti hann reglulega leikhúsin og hljómleikasalina ■— án efa í þeim tilgangi að koma að nokkrum alvarlegum greinum um hnignun ensku leiklistarinnar í „Spectator". Til allrar hamingju —- að Marks áliti — dó velgerðarmaður hans, er Mark var búinn að vera á þriðja ár í London og arfleiddi hann að öllum þeim peningum, er hann þurfti á að halda. Upp frá því augnabliki missir líf hans sinn helgiblæ og verður sögulegra. Hann jafnaði reikninga sína við okurkarlana, fól öðrum að efla uppskeru sína og gerðist nú sjálfur velgerðarmaður. Það voru ekki aðeins okurkarlar, sem komust að raun um, að Mark Ablett skrifaði ekki framar eftir pen- ingum; ritstjórum voru boðnar greinar og jafn- Forsaga: Mark Ablett, eigandi Rauða hússins, býst við Robert, bróður sínum, frá Ástralíu. Andrey, þjónustustúlka, fylgir honum inn í skrif- stofu húsbóndans og fer síðan að leita að Mark. Meðan hún er úti heyrist skothvellur inni í húsinu. vel miðdegisverður ókeypis; bókaútgefendum voru boðnir •samningar um smábæklinga af og til, borgaði þá rithöfundurinn allan kostnað og af- salaði sér öllum rétti til ritlaunanna; efnileg ung skáld og listmálarar sátu með honum miðdegis- veizlur, og hann fór jafnvel með leikhópa í ferða- lög, var gestgjafi og þá mjög örlátur. Hann var ekki það, sem fólk kallar höfðingja- sleikja. Höfðingjasleikju hefir lauslega verið lýst sem manni, er elskar tiginn mann, eða nánar til- tekið sem lítilfjörlegum manni, sem hefði ást á lítilfjörlegum hlutum — en það væri frekar ófag- urt í garð yfirstéttanna, ef fyrri skýringin væri réttmæt. Mark var án efa hégómagjam, en hann hefði heldur viljað kynnast leikstjóra en jarli; hann hefði talað meira um kunningsskap sinn við Dante — hefði það verið mögnlegt — en um kunningsskap sinn við hertoga. Þér getið kallað hann höfðingjasleikju, ef þér viljið, en hann var ekki einn þeirra verstu; hann var áhangandi list- anna, ekki heldra'fólksins. Vemd hans náði ekki einungis til listanna. Hún náði einnig yfir Matthew Gayley, þrettán ára gamlan frænda hans, en fjárhagsástæður hans voru eins takmarkaðar og Marks höfðu verið, áður en velgerðarmaður hans hafði bjargað hon- um. Hann sendi Cayley frænda sinn á undirbún- ingsskóla og síðan til Cambridge. Tilgangur hans hefir upphaflega ekki verið sá að njóta sjálfur góðs af þessu — heldur aðeins að borga inn á reikning sinn hjá Sankta Pétri, fyrir það örlæti, sem honum hafði verið sýnt; sem sé, safna sér auðæfum á himnum uppi. En það er mjög senni- legt, að þegar drengurinn varð fulltiða, voru áætlanir Marks byggðar alveg jafn mikið á hans eigin hagsmunum og hagsmunum frænda hans, og honum fannst, að Matthew Cayley, sem þá var tuttugu og þriggja ára og vel menntaður, væri hentugur aðstoðarmaður fyrir mann í hans stöðu; mann, sem vegna hégómlegra anna hafði ekki tínia til þess að sinna málefnum sínum. Cayley tók þá þegar til að annast málefni frænda síns. Um það leyti hafSi Mark keypt Rauða húsið og landflæmi það, er tilheyrði því. Cayley hafði yfirumsjón með því þjónustufólki, sem þeir þurftu að hafa. Skyldustörf hans voru vissulega mörg. Hann var ekki beinlínis einka- ritari, ekki beinlinis bústjóri, ekki beinlínis við- skiptaráðunautur, ekki beinlínis félagi, heldur sambland af öllu þessu. Mark treysti honum og kallaði hann Cay, þar sem hanrt, vegna sambands þeirra, var mótfallinn því að kalla hann Matthew. Cay var að hans áliti áreiðanlegur; hár, kjálka- breiður, traustur maður, sem þreytti engan með óþarfri mælgi — blessun fyrir mann, sem vildi helzt alltaf hafa orðið sjálfur. Cayley var nú tuttugu og átta ára, en leit út fyrir að vera fjörutíu ára, eins og velgerðarmað- ur hans var. Við og við var mikið um skemmt- anir í Rauða húsinu, og Mark valdi sér helzt gesti — kallið það hvort heldur sem þér viljið gæði eða hæversku — sem gátu ekki endurgoldið gestrisni hans. Við skulum nú athuga gestina, er þeir koma niður til morgunverðar þess, er Stev- ens ræddi um áður. Fyrstur kemur Rumbold majór, hár, gráhærður og þögull maður með grátt skegg, hann er klæddur í treyju, sem Norfoikbúi og gráar flón- elsbuxur, hann lifir á eftirlaunum sinum og skrif- ar náttúrufræðigreinar í blöðin. Hann skoðar rétt- ina á hliðarborðinu, velur sé.r vandlega kjötbita og fer að borða hann. Hann er farinn að borða bjúgur, er sá næsti kemur inn. Það er Bill Bever- ly, glaðlyndur ungur maður í hvítum flónels- buxum og peysu. „Jæja, majór," sagði hann, þegar hann kom inn, „hvernig er ragúið?" „Það er ekki ragú,“ sagði majórinn hastur. „Nú, hvað sem það þá er.“ Majórinn muldraði eitthvað. „Ég geri mér það að reglu að vera kurteis við morgunverðinn," sagði Bill og fékk sér heil- mikið af hafragraut. „Flestir eru svo ókurteisir. Þess vegna spurði ég yður. En segið mér það í guðanna bænum ekki, ef það er leyndarmál. Kaffi?“ bætti hann við, er hann hellti í bolla fyrir sjálfan sig. „Nei, þökk. Ég drekk aldrei fyrr en ég er búinn að borða.“ „Alveg rétt, majór, það er aðeins ávani.“ Hann settist beint á móti honum. „Jæja, við fáum góða veðrið í dag fyrir leik okkar. Það verður fjandi heitt, en við Betty þolum það. Við fimmtu skoru mun gamla sárið yðar, það sem þér fenguð í smá- orustunni á landamærunum, taka sig upp aftur og kvelja yður, við áttundu, mun lifurin, sem þér hafið eyðilagt með margra ára karriáti, fara i marga parta; við tólftu —.“ „Þegið þér, asninn yðar!“ „Jæja, ég er nú bara að vara yður við. Góðan daginn, ungfrú Morris. Ég var einmitt að segja majórnum, hvað koma myndi fyrir ykkur nú í dag. Viljið þér fá aðstoð, eða ætlið þér að velja morgunmatinn sjáifar?" „Góði, verið þér ekki að hafa fyrir því að standa upp,“ sagði ungfrú Norris. „Ég get bjarg- að mér sjálf. Góðan daginn, majór." Hún brosti glaðlega til hans. Majórinn kinkaði kolli. „Góðan daginn. Það ætlar að verða heitt í dag. „Eins og ég var .að segja honum," byrjaði Bill, nú mun —. Halló, hér kemur Betty. Daginn, Cayley." Betty Calladine og Cayley komu inn saman. Betty var átján ára, dóttir frú John Calladine, ekkju eftir málara, og var hún við þetta tæki- færi húsfreyja fyrir Mark. Ruth Norris áleit sig mjög mikla leikkonu og á frídögum sínum mjög góðan golfspilara. -En í hvorugu var hún full- komin. Hún óttaðist hvorki leikara né smurðar brauðsneiðar. „Vel á minnzt, bíllinn verður við klukkan 10,30,". sagði Cayley og leit upp frá bréfi sinu. „Þið eigið að borða þama hádegisverð og akið svo strax aftur til baka. Er það ekki ágætt?" „Ég skil ekki, hvers vegna við megum ekki hafa tvær umferðir," sagði Bill. „Það verður alltof heitt í eftirmiðdag," sagði majórinn. „Það er betra að vera kominn aftur fyrir tetíma." Mark kom inn. Hann var venjulega síðastur. Hann heilsaði þeim og drakk te og borðaði ristað

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.