Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 23, 1942
u iri m ni i i in.
nci i iii i LIU
Matseðillinn.
Blómkálssúpa.
2 1. vatn, % kg:. blómkál, 50 gr.
smjörlíki, 50 gr. flórsykur, 1 egg,
1 eggjarauða, salt og pipar.
Blómkálið er soðið í vatninu, þar
til það er orðið meyrt, þá er það
tekið upp úr vatninu og skipt í smá
parta. Smjörlíkið er brætt í potti,
hveitinu hrært saman við og þynnt
út með soðinu af blómkálinu. Krydd
látið í súpuna eftir vild. Eggið og
eggjarauðan er hrært vel í súpuskál-
inni, súpunni síðan hellt í skálina og
blómkálið látið saman við.
Kjötgratin.
250 gr. hakkað kjöt, 75 gr. smjör,
75 gr. hveiti, 3% dl. mjólk, 3
egg, salt og pipar.
Smjör og hveiti er bakað saman
og þynnt með sjóðandi soði eða mjólk.
Þetta er kælt og eggjarauðumar
látnar saman við, ein í senn. Hvít-
umar eru stífþeyttar og þeim er var-
lega hrært saman við deigið, krydd
látið í eftir vild. Allt látið í smurt,
eldfast fat, tvíbökumylsnu stráð yfir
og smjörbitar látnir á, síðan er grat-
inið bakað í vatni í einn klukkutíma.
Borið fram með hrærðu smjöri.
Eplakaka.
750 gr. epli, 300 gr. hveitibrauð,
75 gr. smjör, 75 gr. sykur, 100
gr. brætt smjör, 2 tesk. vanilla.
Eplin eru þvegin vel, síðan soðin í
litlu vatni, þar til þau eru orðin að
þykkum graut. 75 gi;. smjör, sykur
og vanilla er hrært saman við graut-
inn. Hveitibrauðið er skorið í mjóar
ræmur, 5 cm. langar og 2 cm. breið-
ar. Skorpan er skorin af, ræmunum
dýft ofan í brætt smjör. t-ekjið mót
eða eldfast leirfat með þessum ræm-
um þannig, að þær eru lagðar endi-
langar í mótið upp með brúnunum,
grautnum hellt í mótið, bakað i ofni
% úr klukkustund, síðan kæíc og
hvolft úr mótinu. Borið fram með
þeyttum rjóma.
Þessi dragt er samansett úr blá-
gráu og köflóttu ullarefni. Pilsið er
allt köflótt, en efsti hluti treyjunnar
aðeins og hitt einlitt. Efsti hluti
kragans er einnig köflóttur. Tveir
bogadregnir vasar eru á treyjunni. Á
pilsinu er ein lokafelling að framan,
en það er alveg slétt að aftan.
Húsráð.
Ef fötin vilja renna út af herða-
trjám yðar, þá skuluð þér setja
gúmmítakka á enda þess, það heldur
fötunum kyrrum á þeim.
Til bragðbætis á vöflum er gott að
láta rúsínur í deigið. Fyrst verður að
þvo þær og þurrka, síðan klippa þær
í tvennt eða þrennt með eldhússkær-
unum og láta þær svo í vöfludeigið.
Orðugleikar við skólanám.
Kafli úr „Hagnýtri barnasálarfræði“.
Það er mjög áríðandi frá hag-
nýtu sjónarmiði, að menn geri sér i
hverju tilfelli glögga grein fyrir or-
sökunum til örðugleikanna hjá þeim
börnum, sem mistekst skólanám.
Hans er 11 ára gamall drengur. 1
viðræðum virðist hann mjög sinnug-
ur og greindur, ákaflega liðlegur, ást-
úðlegur og fimur í umgengni, og
eftir frammistöðu sinni við prófanir
okkar var ekki hægt að álykta ann-
að en honum veittist 'létt námið í
skólanum. En í þess stað er Hans
mjög slakur nemandi og nær því lág-
marki eínkunna, sem þarfnast til þess
að vera fluttur milli bekkja aðeins
með aukakennslu og stöðugu eftirliti,
og, að því er virðist, með miklum
erfiðismunum. Skólanámið er honum
og fjölskyldu hans stakasta kvalræði.
1 skólanum lifir hann í draumum sín-
um og fylgist ekki með því, sem fram
fer. Af þeim ástæðum verður hann
allan siðari hluta dagsins að streitast
við að læra upp aftur það, sem hann
átti að læra í skólanum. Þegar hann
Einkeniii.sbúningur kvenna. Þessi
búningur var til sýnis á tizkusýningu
í Washington. Allir búningar á sýn-
ingunni voru þannig, að sem minnst
var notað til þeirra af efnum, sem
herinn þurfti á að halda.
kemst höndum undir, reynir hann að
komast hjá þessum bannsettum lær-
dómi. Hann var upp á síðkastið farinn
að þegja um verkefni og skólavitnis-
bui'ð til þess að losna við heimavinnu
og áminningar. Hvað vill hann þá í
stað þess, þegar hann kemur sér hjá
skyldustörfum ? Hvað gerir hann,
þegar hann er sjálfráður? Iðkar
hann íþróttir, safnar hann frimerkj-
um eða öðru, gerir hann við hluti eða
situr hann einnig i tómstundum sin-
um dreymandi og aðgerðarlaus ? Nei,
ekkert af þessu. Hann leikur sér.
Hann Ieikur sér að jámbrautum og
býr til heilan heim utan um jám-
brautir sinar, notar alls konar smá-
vélar í þessum leik, dregur þær upp
og lætur þær knýja vagnana og tím-
unum saman fram fara margs konar
flóknar samorkanir. Þessi leikur er
enn mjög bamalegur, enn þrunginn.
ræningja- og bardagahugarflugi, sem
finna má í tjáningarleikjum bama á
fyrstu skólaárunum, enn óvitrænn,
felur í sér engin viðfangsefni og er
fjarri öllum veruleika.
Þetta bam skortir enn þroska til
að eiga þau vitrænu áhugaefni, sem
ætlazt er til af þvi. Að þvi er tekur
til áhugaefna er það á lægra þroska-
stigi en aldur þess segir til, en það er
ekkert vandkvæðabarn, heldur aðeins
seinþroska. Það verður aðeins að
bíða síns tíma, að þau áhugamál, sem
samsvara aldri þess, þróist með því.
(Cr Charlotte Buhler: Hagnýt
bamasálarfræði. Ármann Hall-
dórsson skólastjóri þýddi. Útgef.:
Ólafur Erlingsson).
>»»»»»»»»»»»»1«