Vikan


Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 13

Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 23, 1942 13 Og pau ætla að verða hjón. Framhald a£ bls. 4. Hún spurði hann ekki, hvor hefði unnið eða, hvernig leikurinn hefði verið. Henni stóð alveg á sama um það. „Komið og setjizt við borðið,“ sagði frú Wittle. Þau settust við borðið. „Hvert förum við?“ spurði stúlkan. „Þangað, sem þú vilt,“ sagði Bert. „Hvað er nú sýnt á ,,Regal“?“ „Norma Shearer eða eitthvað annað.“ „Ég er svo hrifin af Normu Shearer. Við skulum fara þangað, eigum við það ekki?“ „Eins og þú vilt.“ „Langar þig til þess að fara?“ „Mér er sama, hvert ég fer.“ Þau fóru út undireins og þau voru búin að drekka teið. Það var hér um bil tíu mínútna gangur til „Regal“. Þau fóru og stóðu í röðinni til þess að fá miða á níu penny. Bert keypti blað af strák, sem gekk meðfram röðinni og fór að lesa fréttirnar af knattspyrnunni. Þau færðust hægt áfram eftir því, sem fólkið komst að. Bert hélt áfram að lesa blaðið og gaf Alice ekki gaum. Hún þóttist hafa allan hugann við það, sem var að gerast í kring um hana, en við og við leit hún á hann og hnyklaði brúnirnar, andvarpaði hátt, beit á vörina eða stappaði niður fætinum. Loks komust þau inn í kvikmyndahúsið, en þá voru engin sæti auð. Þau urðu að standa uppundir hálftíma. Þegar þau loks- ins fengu sæti, hlammaði Bert sér niður og stundi svo hátt og lengi, að kona, sem sat á bekknum fyrir framan hana snéri sér við, starði á hana og sagði: „Uss!“ Myndin reyndist vera ákaflega væmin. Það voru löng atriði svo sorgleg, að marg- ir áhorfendanna flöðu í tárum. Alice var alltaf að sjúga upp í nefið og þurrka sér um augun með vasaklútnum. Bert leiddist. Hann iðaði í sætinu, stangaði úr tönnunum með títuprjóni, hóstaði, ræskti sig, snýtti sér tvisvar eða þrisvar svo glumdi í og einu sinni tók hann meira að segja blaðið upp úr vasanum og reyndi að lesa í því. Stúlkunni gramdist þetta svo, að hún var alltaf að ýta við honum með olnbog- anum og reyna að fá hann til þess að þegja. Að lokum ýtti hann svo harkalega við henni, að hún gat ekki annað en hljóð- að. Aftur snéri konan fyrir framan þau sér við, starði á þau og sagði: „Uss!“ „Þegiðu sjálf,“ sagði Bert. Tveir eða þrír aðrir litu við. „Þögn!“ „Ró!“ Einhver fyrir aftan hrópaði: „Kastið þeim út!“ Eftirlitsmaður kom til þess að sjá, hver væri að valda þessum óspektum. Enginn bærði á sér. Eftir þessa mynd kom fréttamynd og svo gamanmynd. Bert hló hátt að gaman- myndinni og lét sig renna niður í sætið, svo að hann sá varla tjaldið. Alice, sem sá ekkert fyndið við gamanleikarann, smellti stöðugt í góm og sagði Bert að láta ekki eins og asni. Klukkan var að verða níu, þegar þau komu út úr kvikmyndahúsinu. Undireins og þau komu út sagði Alice: „Ég held, að þú hafið bara verið að sjá, hvað þú gætir leyft þér.“ Bert sagði ekki neitt. Hann fór að flauta. „Þér virðist þykja gaman að eyðileggja allt fyrir mér,“ sagði stúlkan. „Vertu ekki að þessu nöldri,“ sagði Bert. Þau voru vön að fá sér göngu, ef veðrið var gott, áður en þau fóru að borða kvöld- verð. Veðrið var gott þetta kvöld, svo þau lögðu af stað þegjandi. Þau gengu hægt, og stúlkan nam af og til staðar til þess að skoða í búðargluggana. Er þau gengu fram hjá gullsmíðaverzl- un, ýtti hún við Bert. „Sjáðu þessa fallegu trúlofunarhringi! Eru þeir kannske ekki fallegir? Og kosta bara sex pund.“ „Þeir eru góðir,“ sagði Bert, „fyrir þá, sem hafa ráð á því.“ „Sex pund eru nú ekki miklir peningar.“ „Ekki ef maður á nóg af þeim.“ Hann togaði í hana. „Þrjár stúlkur, sem vinna með mér ætla að opinbera á jólunum,“ sagði hún við hann. Hann sagði ekki neitt. • „Sumar stelpurnar hafa verið að spyrja mig, hvenær ég ætlaði að opinbera,“ sagði hún. „Þú getur sagt þeim frá mér, að þær þurfi ekkert að vera að hnýsast í einkamál annara.“ „Þú þarft ekki að tala svona við mig, þótt þú gerir það við aðra,“ sagði stúlkan. „Þú veizt, að ég vil það ekki.“ „Og ég vil ekki, að þessar stelpuskjátur ^tiiiiiiiiin •11111111111111111111 ii iii iiiiiiiinmii ii n imiii iii iiniiiiimiiuiiimiiiuiiiiiF/ ) Dægrastytting | ^iimmmmmmmmmmmmiiiir ■imimmmmmmmmmmmmÞ'* Orðaþraut. ANGÁ SN AR E F N A R AS A S K A R ATIÐ SP AÐ .KÚLA Fyrir framan hvert þessara orða á að setja einn staf, svo að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan og niður eftir, myndast nýtt orð, sem er örnefni. Gátur. 1. Þrífættur piltur þrifinn og vandstilltur, leikur við hendur, þá lukkan á stendur, fljóðum lið færir, fóttroðinn samt er, segðu hver sá er. 2. Tvíbein sat á þríbein, og hélt á einbein, þá kom fjórbein og tók af tvíbein hans einbein; þá reiddist tvibein og tók þríbein og setti í fjórbein, svo fjórbein hlaut að missa sitt einbein. séu að skipta sér af mínum einkamálum!" „Þær ætla sér ekkert illt með því. Og auk þess eru þær vinkonur mínar. Auð- vitað fylgjast þær með?“ Bert fussaði. „Þær skipta sér alltof mikið af því, sem þeim kemur ekkert við.“ „Þú getur ekki bannað fólki að tala.“ „Ekki, ef það hefir eitthvað að tala um.“ „Þetta er eitthvað að tala um.“ „Við hvað áttu?“ „Nú, við erum búin að vera saman í meira en fjögur ár.“ „Þeim kemur það ekkert við, þótt við verðum saman í önnur —/tuttugu — og fjögur ár!“ „Ef til vill ekki. En mér kemur það við.“ „Við hvað áttu nú?“ Hún svaraði ekki. „Hvern fjandann áttirðu við?“ „Það er nú kominn tími til þess, að við opinberum." „Ó, já, einmitt það? Og hver hefir nú sagt þetta?“ „Ég segi það.“ „Þú segir það. Það er ágætt. Alveg ágætt. Þú segir það. Gott og vel, en við opinberum, þegar ég segi. Skilurðu það?“ Þau töluðu ekki meira saman. Þegar þau, komu heim, var frú Wittle í eldhúsinu. Það var búið að láta dúk á borðið og á því stóð brauð, ostur og lauk- ur í ediki. Það var heitt vatn í katlinum. „Pabba þínum líður illa núna í kvöld,“ sagði frú Wittle við Alice. „Hann getur varla lyft hendi.“ Alice sagði ekkert. Hún tók af sér hatt- inn, fór úr kápunni og gekk upp stigann, upp í svefnherbergið. Bert hengdi utanyfir- föt sín á snaga bakvið eldhúsdyrnar. Síðan settist. hann í ruggustól Wittles við eldinn. „Hann veldur mér svo miklum áhyggj- um,“ sagði frú Wittle við Bert, „ég veit sannarlega ekki, hvað ég á að gera við hann.“ Bert sagði ekki neitt. Hann kveikti sér í sígarettu, dró að sér reykinn og starði inn í eldinn. „Hvað ætlið þið að borða?“ spurði frú Wittle Alice, þegar hún kom niður. Bert sagðist ætla að fá brauð með osti og líka lauk í ediki. „Hvað vilt þú, Alice?“ „Ekkert,“ sagði stúlkan. Hún var rauð- eygð. „Hvað er að þér?“ ,,Ekkert.“ „Af hverju ætlarðu þá ekkert að borða?“ „Ég er ekkert svöng.“ „Ertu lasin?“ „Nei, það er ekkert að mér. Ég er bara ekki svöng, það er allt og sumt.“ „Jæja. Ég spurði bara. Þú þarft ekki að hvæsa að mér.“ „Sagði ég þér kannske ekki, að ég væri ekki svöng ? Þú vilt líklega ekki að ég borði bara til þess að maturinn hverfi. Eða er svo?“ „Jæja, vertu nú ekki að þessu, Bert, komdu og borðaðu." Bert settist við borðið og borðaði brauð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.