Vikan - 03.09.1942, Side 2
2
VIKAN, nr. 31, 1942
Pósturinn |
hér önnum kafnir. Höldum vér, að
bezt væri fyrir yður að bíða dálítið
lengur með þetta.
Svar til Maggý.
Þér hafið á réttu að standa, Maggý.
Mickey Rooney lék alls ekki í mynd-
inni „Sjómannalíf“, þér getið sagt
honum kunningja yðar það frá okkur.
Svar til G. N.
Nýlega var auglýsing í Morgun-
blaðinu, þar sem Ingólfur S. Gíslason,
Ingólfstræti 2, Rvík, sagðist hafa til
sölu tvo sjónauka.
Svar til „Áhyggjufull".
Þetta ættuð þér bezt að geta gert
upp við yðar eigin samvizku. Að
okkar áliti er þetta alveg ófyrirgef-
anlegt; en á þessu sem öðru er mis-
jafnt álit manna. Yður hlýtur að líða
illa í þessum tvöfalda iifnaði yðar,
og við ætlum að biðja yður að minn-
ast máltækisins, sem segir: „Upp
koma svik um síðir“.
Svar til „Sorgmædd".
Ja, nú er úr vöndu að ráða. Þetta
er meiri klípan, sem þér eruð þarna
komin í. Hvernig væri að reyna að
fara að vera með einhverjum öðrum
pilti og vita, hvort sá fyrri verður
ekki afbrýðisamur? Verði hann það
ekki, er hætt við, að öll von sé úti
og hann búinn að missa allan áhuga
fyrir yður. En þér skuluð ekki gráta
það, ekki eru allar bjargir bannaðar,
þótt einn bregðist. Og eitt er það, að
tíminn læknar öli sár. Eftir nokkra
, mánuði skiljið þér kannske alls ekki,
hvers vegna þér hafið verið að syrgja
hann.
Svar til E. T. M. B. H.
Þetta er ævagömul venja hér á
landi og hingað til hafa allir sætt
sig við hana, en þið virðist vilja gera
uppreisn. Það er mjög ósennilegt, að
almenningur vilji taka til greina
þessa uppástungu ykkar, en þið gettð
auðvitað farið ykkar fram hvað ykk-
ur sjálf snertir. Að okkar áliti er
þetta mjög fjarstæð uppástunga.
Svar til Braga.
Það er nú sem stendur mjög slæmt
og einnig dýrt að fá blöðin innbundin
héma í Reykjavík, þar sem allir eru
Svar til „Ógæfusömust allra“.
1. Það er sorglegt, að þér skuluð
vera með bognar fætur, væna, en því
miður er ekki nokkur leið fyrir okk-
ur að rétta úr þeim.
2. Viðvikjandi kremi til þess að
ná burtu hárum, skuluð þér snúa yður
til næstu lyfjabúðar, eflaust mun
fylgja því leiðarvísir um notkun þess.
3. Lítið í blöðin og reynið að taka
ákvörðun samkvæmt auglýsingum
þeirra, við treystum okkur ekki til
þess.
Svar til „Áhugasöm skólamær“.
Því miður getum vér ekki veitt
yður svar við þessu, og þykir okkur
harla ólíklegt að nokkursstaðar sé til
orðabók yfir ástralskt negramál.
Höfum aldrei tekið að okkur að lesa
nokkurn skapaðan hlut í skrift nokk-
urs manns.
Svar til Rydju.
1. Þér skuluð þvo hárið vandlega
og nudda svo hárssvörðinn vel og
rækilega með feitri hárolíu.
2. Eina ráðið gegn hármaðki er að
svíða hárin í burtu; eftir á skal
nudda hárið með pappírsserviettu til
þess að ná sviðnu hárunum í burtu.
3. Það kemur ekki ósjaldan fyrir.
Ellilaun og örorkubœtur
Umsóknir um ellilaun og örorkubætur fyrir
árið 1943 skal skilað fyrir lok septembermán-
aðar.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu borgar-
stjóra, Pósthússtræti 7, herbergi 26, 3. hæð alla
virka daga kl. 10—12 og 2—5 nema laugardaga
eingöngu kl. 10—12.
Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fylla
út eyðublöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sér-
staklega beðnir að vera við því búnir að gefa
upplýsingar um eignir sínar og tekjur frá 1.
okt. 1941 og um framfærsluskylda venzlamenn
sína (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra,
maka).
Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir árið
1943 og hafa ekki notið þeirra árið 1942 verða
að fá örorkuvottorð hjá trúnaðarlækni Trygg-
ingarstofnunar ríkisins. Þeir öryrkjar, sem notið
hafa örorkubóta á þessu ári, þurfa ékki að fá
nýtt örorkuvottorð nema þeir fái sérstaka til-
kynningu um það.
Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sinn til
viðtals á lækningastofu sinni, Vesturgötu 3, alla
virka daga nema laugardaga.
Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar
á réttum tíma, mega þeir búast við því, að þær
verði ekki teknar til greina.
BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK.
Erla og
unnust-
inn.
Erla: Hringdi Oddur í morgun, Stína? Erla: Það er vottur þess, að hann elskar
Stína: Já, ungfrú, hann hringdi einu sinni, en ég hlýddi skipun yðar og mig ekki. Mér finnst hann hræðilegur.
sagði, að þér vilduð ekki tala við hann.
Copr. 1941, King Pcaturcs ilyndicalt, Inc., World rights renervci
Oddur: Ég held, að vinir mínir
hafi á réttu að standa. Ég á ekki
að láta Erlu valda mér svona
miklum áhyggjum. Ég er búinn
að ákveða að gleyma henni.
Oddur: Mér líður nú eiginlega miklu betur núna,
síðan ég hætti að hugsa um hana. Vinnan er fyrir öllu,
og ég ætla ekki að láta Erlu rugla mig svo, að ég viti
ekki, hvað ég er að gera.
Dyravörðurinn: Hvað ætlið þér að gera á skrifstofuna í
dag? Það er sunnudagur.
Oddur: Sunnudagur!
Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður-; Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.