Vikan


Vikan - 03.09.1942, Side 7

Vikan - 03.09.1942, Side 7
VIKAN, nr. 31, 1942 7 Fleira er í Eyjum en fiskur og fugl! Sjá forsíðu. Oftast þegar mynd er sýnd frá Vest- mannaeyjum er uppistaða myndar- innar fiskhrúgur eða fiskibátar, fugl eða fuglabjörg. En hér er mynd af fimm fiskflökunarstúlkum frá hraðfrysti- húsi Vestmannaeyja, eign Einars Sigurðs- aonar. Það er orðið orðatiltæki í eyjum, þegar heyrist í hásri flautu út yfir bæinn: „Flautar Einar“, og brátt sjást smærri og stærri hópar af kvenfólki stefna upp frá höfninni og undir glaðvært mas og hvellan hlátur leika skellandi tréklossar. Ja, hver verður ekki feiminn og fer hjá sér, er hann mætir þessum her glaðværra vinnukvenna. Her þessi markaðsbýr daglega úr afla Jiinna ötulu sjómanna dýrmætar afurðir. Þær vinna verk sitt hreinlega og vel, þó að þær verði einskis aðnjótandi af þeirri hylli, sem ensk eiginkona fær hjá manni sínum að lokinni ljúffengri skarðkolamál- tíð, því að á flakapakkanum stóð „Icelandic Produce“. Þrátt fyrir kulda og vosbúð hraðfrystihússins leikur bros um varir þessara flökunarkvenna, bros, sem bræðir jafnvel hraðfryst piparsveinahjarta. Á myndinni hafa þær brugðið sér út í uppskipunarbát, sem flytja á hraðfrysti- húsvörur út í fisktökuskip, og nú hlæja þær að strákunum, sem ætla að reka þær upp, hlæja, svo tekur undir í Heimakletti. Kona við skipasmíði. Á myndinni sést brezk kona við vinnu sina á skipasmíðastöð í Bretlandi. Nú taka þúsundir brezkra kvenna þátt í smíðum skipa, sem færa fæðu til Bretlands og vopn til hernaðarsvæðanna. Ur ýmsum áttum. Þeir komu ekki aftur. Fyrir nokkrum árum sagði Carol kon- ungur Bruce Lockhart, að hann hefði valið 14 unga menn, þá bezt gefnu í Rúmeníu og sent þá til þess að læra hagfrægi og kynna sér stjórnmálakerfi, svo þeir yrðu hæfir til að taka sæti í stjórninni. Sjö sendi hann til Englands, en sjö til Ameríku. „Þessir sjö, sem fróu til Englands, voru mjög snjallir,“ sagði Carol, „og þeir hafa nú allir á hendi mikilvæg embætti í Buka- rest.“ „En hvernig var .með þá, sem fóru til Ameríku?" spurði Lockhart. „Þeir voru enn þá snjallari," sagði kon- ungurinn. „Þeir urðu þar kyrrir.“ Hann söng bassan einn. Welshbúi, sem var mjög hreykinn af bassa-rödd sinni, sagði dag nokkum vini sínum, að sig hefði dreymt einkennilegan draum: „Mér fannst ég vera að syngja með stórum kór; það voru 5000 sópranar, 5000 milliraddir, 5000 tenórsöngvarar — og allir sungu í einu. Það var dásamlegt! En allt í einu stöðvaði söngstjórinn allan kórinn, snéri sér að mér og sagði: „Bassinn má ekki vera svona sterkur hjá yður, Jones.“ Hún var dálítið gleymin. Einu sinni bauð kunningjakona nokkuð þóttafulls piparsveins honum í miðdegis- verð hjá sér, en hann gat ekki þegið boðið. Nokkrum dögum seinna hitti hann hana í samkvæmi og fór að tala við hana. „Þér buðuð mér víst að borða hjá yður á mið- vikudaginn var,“ sagði hann kurteislega. Konan horfði hugsi á hann dálitla stund, svo sagði hún: „Já, það var víst svo — 4.en komuð þér?“ nnmituiiiiumiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiitiiiiiiiuiiiHtiiiittumtiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiHiuiiuu „Vekjandi bók og spómannleg" segir Gretar Fells í ritdómi um hina nýju bók' Haíldórs Jónassonar frá Eiðum: Um endiar- reisn Þjóðríkis á íslandi Höfundurinn er löngu þjóðkunnur maður fyrir afskipti sín af opinberum málum. Hann hefir hugsað meira um þjóðféla'gsmál en flestir menn aðrir og er sjálfstæðari í skoðunum en títt er. Löngu áður en hin hróplega öfugþróun hins svokallaða „lýðræðis“ var komin á það stig, að menn almennt gerðu sér það ljóst, að nokkuð væri að, varaði Halldór Jónasson við þeim stjómháttum, „er „lýð- ræðis“-þróunin bersýnilega leiddi til. I>essi bók á sérstakt erindi til almennings einmitt nú, þegar sjálf rás viðburðanna er að dauðadæma togstreytu sérhagsmunanna sem ráðandi stjómarstefnu. FÆSX HJA BÓKSÖLUM. iiiiimmiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiii immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmii Framleiðum alltal með stuttum fyrirvara Bílhjúp (cover). Ullartau, enskt, margskonar, fyrirliggjandi. iillllllliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmi Allir, sem hafa ánægju af leiklist, þurfa að lesa og eiga Skrúðsbóndann, hið nýja leikrit Björgvins Guðmundssonar, sem allir ljúka lofsorði á. Fæst hjá bóksölum. AUGLÝSIÐ 1 VIKUNNI.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.