Vikan


Vikan - 03.09.1942, Síða 9

Vikan - 03.09.1942, Síða 9
VIKAN, nr. 31, 1942 9 J>etta gerðu Japanir. Á myndinni sést brezkur sjómaður, er særðist i sjóorustu einhvers staðar á suð- austur Kyrrahafi. Sífellt hafa bandamenn gert árásir á Japani á því svæði. „Douglas MacArthur-blóm“. Mynd þessi sýnir frú George C. Marshall, konu yfir- manns ameríska hersins með nýja blóma- tegund, sem kennd er við hetju Ameríku- manna i þessu stríði, Douglas MacArthur. ■ Stúlkur sem bréfberar. Á mynd- inni sjást ungar stúlkur, sem tóku að sér bréfberastörf í Miami á Florida, þegar póstmeistarinn til- kynnti að sig vantaði starfsfólk. Njósnarar Ameríkumanua i frumskógi. Á mynd þessari sjást nokkr- :ir amerískir hermenn, með fiugnanet fyrir andlitinu i njósnarferð á hollenzku Guineu. Þetta er fyrsta myndin, sem tekin var af amerískri herdeild á hollenzku Guineu. Astralskir skógarhöggsmenn í Skotlandi. Á myndinni sést ástralsk- ur fulltrúi tala við ástralska skógarhöggsmannasveit í Skotlandi. Hann horfði á þá fella tré og við vinnu í sögunarmyllum. Auk tré- höggs taka þeir þátt í hemaðaræfingum. \ Forseti Columbíu. Á mynd þessari sést Alfonso Lopez, forseti Col- umbía-fylkisins í Suður.Ameríku. Hann hlaut þann stærsta kosn- ingasigur, sem nokkur forseti þar hefir hlotið. Hann er 68. forseti Columbíu. Merki fyrir skólabörn. Ákveðið er að láta öll skólaböm í New York bera merki, sem á er ritað nafn barnsins og heimilisfang. Á mynd- inni sést skólastúlka vera að sýna vinkonu sinni merki sitt. Cordell Hull á Ieið til Hvíta húss- ins. Á myndinni sést Cordell Hull, ráðherra, á leið til Hvita hússins á ráðstefnu við Marshall hershöfð- ingja, Harry L. Hopkins og Roose- velt Bandaríkjaforseta. ♦

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.