Vikan


Vikan - 03.09.1942, Síða 11

Vikan - 03.09.1942, Síða 11
VIKAN, nr. 31, 1942 11 20 FRAM HAIDSSAGil Leyndardómur hringsins Þegar Elsie svaraði ekki, gekk hann nær henni og spurði: „Hefi ég gert yður hrygga? Ég, sem vildi fórna lífi mínu til þess að verja yður gegn sárs- auka.“ Rödd hans var þrungin svo ástríðufullri blíðu, að Elsie drjúpti höfði. Hann sá það og dró sig í hlé, en hvislaði um leið svo lágt, að varla heyrðist: „Hvað hefi ég sagt? Hvernig gat ég gleymt því, að ég ætlaði aldrei, aldrei .... “ Hann þagnaði og gekk yfir i hinn enda herbergisins, en kom strax aftur til þess að kyssa á hönd hennar og biðja hana fyrirgefn- ingar. „Gleymið þessari heimsku minni, kæra vina, •og ég skal reyna að hugsa eins og þér í tilliti til þessa máls. Ég ætlaðist til of mikils af sjálfum mér og hélt, að ég gæti kvatt yður án þess að koma upp um tilfinningar mínar. En ég skal reyna að vera dugmeiri i framtíðinni.“ Elsie leið verr og verr og henni létti því stór- um, er frú Farquhar kom nú inn. Hún horfði rannsakandi á þau, hrukkaði enn- ið, er hún snéri sér að Harald og sagði strang- lega: „Hvernig stendur á þvi, að þú ert ekki búinn að skipta um föt? Ég hélt, að þú værir ekk.i hérna.“ Án þess að svara, snéri hann sér við og ætl- aði að fara, en hún kallaði á hann. „Bíddu, þú hefir sagt eitthvað við Elsie, sem hefir komið henni í geðshræringu. Ég vil fá að vitá, hvað það var.“ „Það er ekki neitt, sem þú þarft að reiðast yfir, mamma," svaraði hann og gekk nokkur skref í áttina til þeirra. „Ég var að frétta það, að Elsie — ungfrú Drummond á ég við, —- ætlaði að yfirgefa okkur í kvöld. Get ég gert að því, að mér leiðist það?“ „Nei, kannske ekki. En sonur minn verður að muna það, að ungfrú Drummond er gestur minn og að hann lítillækki mig jafnt og sjálfan sig, ef hann segir eitt einasta orð um vanþóknun á þeirri ákvörðu, er fjárráðamaður hennar hefir tekið.“ „Ég verðskulda ásakanir þínar, mamma,“ sagði Harald, „því ég freistaðist til þess að gleyma öllu öðru en mínum eigin óskum. En ég hefi þegar lofað bæði ungfrú Drummond og sjálfum mér því, að það skuli ekki koma fyrir aftur.“ Hann fór burt i skyndi, og frú Farquhar brosti dapurlega, dró Elsie að sér, kyssti hana á ennið og sagði: „Þér sjáið það, kæra barn, að Mortimer læknir Hafði á réttu að standa, og mér ber að vera hon- um þakklát fyrir það, að hann skuli taka yður burtu. Mér þykir leitt, að Harald skuli hafa hegðað sér svona. Ég hélt, að hann ætti svo mikinn andlegan styrkleika til að bera, að hann mundi ekki koma mér í þessa leiðinlegu að- stöðu." Elsie leit á hana hissa og með spyrjandi augna- ráði. „Já, barnið mitt, ég endurtek það, að ég hefi komizt í leiðinlega aðstöðu, því að nú get ég ekki beðið yður að gleðja okkur með heimsókn, fyrr en þér ei-uð lofaðar einhverjum manni.“ Elsie þagði lengi. Hún gat ekki tekið ákvörðun um það, hvort hún ætti að segja frú Farquhar Ti1 nv e a v o • Dulklædd kona með dýr- r ui . mætan hring á hendi stelur eitri frá Graham Mortimer. Skömmu seinna sér hann sams konar hring hjá bernskuvinkonu sinni, Elsie Drummond, og kemst hann að því, að henni hefir verið gefið eitur. Hann giftist henni til þess að bjarga heiðri stjúpa hennar. Elsie batnar með aðstoð Grahams, en þá vill hún að hjónabandi þeirra sé slitið. Elsie kynnist Harald Farquhar og fer i heimsókn til f jöl- skvldu hans. Harald á vmgott við leikkon- una Marie, en hún uppgötvar slæma fyrir-. ætlun hans osr missir álit á honum. Graham kynnist frú St. Aubyn, frænku Farquhar- fólksins, og ætlar hún að hjálpa honum að , hafa upp á dulklæddu konunni. Elsie fer frá Farquhar-fólkinu vegna skipunar Grahams. frá giftingu sinni eða ekki, en fann, að hún varð að segja eitthvað, sem bundið gæti enda á vonir Harald Farquhar. Hún vissi þó ekki, hvað hún átti að segja. Hugur hennar var á reiki. Þegar Harald sat við hliðina á henni, og hún heyrði hina mjúku, hljómfögru rödd hans, fannst henni hún elska hann, en þegar hann var í burtu, hugs- aði hún um Graham og minntist þess, að hún var eiginkona hans. Ef hún hefði verið frjáls til þess að velja, hefði hún þá valið þann mann, sem aldrei hafði viðurkennt vald fegurðarinnar og aldrei beðið annarar stúlku en hennar. En hún gat ekki hlustað á orð hans á meðan annar hélt henni í fjörtum. Og þess vegna dró hún það að gera nokkum hlut. „Ég er mjög þakklát fyrir vináttu yðar, frú Farquhar," sagði hún, „og mér þykir einnig mjög vænt um son yðar, en það er skylda mín að gleyma því, sem hann hefir sagt, því að ég verð að vera hjá pabba á meöan hann lifir. Aumingja pabbi á engan annan að en mig.“ Frú Farquhar sagði, að liún væri indæl og elskuleg dóttir og hrósaði ákvörðun hennar, en hún var samt tortryggin á svipinn og spurði hana, hvort hún hefði sagt Belfield lávarði frá þessu. „Verið ekki að tala um hann, mér geðjast alls ekki að honum.“ „En nú verðum við líka að skilja, barnið mitt.“ „En þér verðið að heimsækja mig!“ næstum hrópaði Elsie, „þér verðið að heimsækja mig oft.“ „Haldið þér, að það væri rétt ? Ef Mortimer læknir heyrir um hin kjánalegu orð sonar míns, þá heldur hann ef til vill, að ég sé að reka erindi hans.“ „Þá skal ég segja honum, að þér séuð alltof heiðarlegar til þess að gera slikt. Ég geri heldur ekki mikið úr orðum þeim, er herra Farquhar sagði, þegar hann frétti, að ég væri að fara.“ „Þakka yður fyrir, þér eruð indæl og skyn- söm stúlka, alltof skynsöm til þess að láta Harald gera sjálfan sig og yður ógæfusöm. En ég ætla að tala við hann. Hann hefir ekki leyfi til þess að gleyma því, að þér eruð rík, ung stúlka, þótt þér séuð vingjarnleg við hann.“ Beatrice kom nú inn og batt enda á samræður þeirra. Elsie þótti vænt um Harald. Hún hafði hlustað feimin á hina duldu játningu hans, og fann til saknaðar yfir því að hafa ekki leyfi til þess að elska hann. En síðustu orð frú Farquhar höfðu vakið nokkurs konar gremju hjá henni. Það var ekki þægilegt að láta alltaf vera að hrósa sér fyrir vizku og skynsemi, heldur ekki að vera stöðugt minnt á auðævi sín. Ef frú Farquhar var ánægð með hinar takmörkuðu tekjur sínar, þá þurfti hún ekki að leggja svona mikið upp 'úr auðævum. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■< „Þú ætlar svo að yfirgefa okkur strax í kvöld,“ sagði Beatrice um leið og hún setti blóm í belti Elsie. „Já, örlögin i mynd fjárráðamanns míns ætla það svo. Gleður það þig eða hryggir það þig?“ „Hvort tveggja. Ég gleðst þin vegna, en hrygg- ist mín vegna.“ „Mín vegna? Hvers vegna? Heldurðu, að ég sé orði leið á því að láta ykkur dekra við mig?“ „Nei, ég held ekki heldur, að við séum orðin leið á því að láta þig skilja, hve vænt okkur þykir um þig, en ég get ekki ábyrgzt, hvað skeð getur í framtíðinni. Og það er betra, að þú farir í burtu á meðan vináttan er í blóma, en að þú verðir hér, þar til þú ferð að uppgötva hvern slæma eiginleikann á fætur öðrum hjá okkur.“ „Eða þá, að þið uppgötvið eitt og annað hjá mér, ekki satt?“ bætti Elsie hlæjandi við. „Nei,“ sagði hin alvarlega. „Þú ert svo hrein- skilin, maður getur séð inn i sál þína, og finn- ur þar enga leynilega afkima.“ „Þú skalt nú ekki vera viss um það.“ Elsie hló og roðnaði, en hún varð undrandi, þegar Beatrice hélt áfram: „Ég veit, við hvað þú átt. Þú átt eitt leyndar- mál, og það er i sambandi við Mortimer iæknir. Er það ekki rétt lijá mér? En það gerir ekkert til, á meðan þú geymir ekki neitt, sem gerir þig hrædda ef einhver lítur á þig, og þú gætir haft ástæðu til þess að halda, að eitthvað hafi upp- götvast, sem gæti haft svívirðingu og ógæfu í för með sér fyrir þig.“ „Beatrice, hvað ertu að segja?“ sagði Elsie undrandi. Stúlkan leit í kringum sig til þess að aðgæta, hvort nokkur hefði heyrt hin óvarkáru orð hennar. „Hvað er ég að segja? Ég veit það varla sjálf — það var eitthvað um að missa þig, býst ég við. Það verður aumlegt hér, þegar þú ert farin, að minnsta kosti fyrir mig.“ Tárin komu fram í augu Beatrice. Vinátta Elsie hafði verið henni dýrmæt, og hún mundi sakna .þessar vinkonu sinnar, sem alltaf hafði verið reiðubúin til þess að taka upp málstað hennar. „Hvers vegna geturðu þá ekki komið með mér heim?“ spurði Elsie allt i einu. „Þú ferð svo sjaldan út með hinum, að mamma þín mun varla sakna þín mikið, en mér mundi þykja mjög vænt um að háfa þig hjá mér. Ég vildi að þú gætir komið með mér, Bee!“ Beatriee ljómaði af gleði. „Það er ekki til það, sem ég vildi frekar, ef mamma vill leyfa mér það,“ sagði hún. „Komdu, við skulum biðja hana um það. Við leyfum henni ekki að neita okkur um það.“ Það var erfitt að fá samþykki frú Farquhar, en að lokum lét hún þó undan, kyssti Beatrice og sagði að hún mætti fara með Elsie. „Ég vildi óska þess, kæra Elsie, að þér hefðuð ekki einmitt valið óstýrilátasta barnið mitt,“ sagði hún. „Beatrice getur ekki furðað sig á þvi, þótt ég treysti Jessie betur en henni." „Ég get ekki að því gert, þótt Jessie sé betur gefin en ég,“ sagði Beatrice. „En treystu hjarta mínu, mamma, og þú skalt ekki verða fyrir von- brigðum." Frú Farquhar hristi höfuðið. „Minni viðkvæmni og meiri hlýðni mundi koma sér betur fyrir þig, barnið mitt. En ég ætla ekki að neita þér um ósk þína. Flýttu þér upp til

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.